Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.04.1887, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 29.04.1887, Qupperneq 1
& Kemur út á föstudags- morgna. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15,júll. ÞJOÐOLFUR Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXIX. árg. lteykjavík, föstuclaginii 29. apríl 1887. Xr. 18. Endurskoðun stjórnarskrárinnar. i. í 16. tbl. Þjóðólfs þetta ár stendur grein um endurskoðun stjórnarskrár- innar. Það er öll þörf á, að íhuga það mál vandlega og vega allar þær ástæður, sem mæla móti því, engu síð- ur en liinar, er með því mæla. Þjóð- in verður að gjöra sjer glöggva grein fyrir því, í hvað hún ræðst og hvað hún hlýtur að loggja í sölurnar, og bera það saman við hinn væntanlega árangur. Hún ræðst í nýja stjórnar- baráttu, sem eílaust má ætla, að verði bæði löng og hörð, áður hún kemst til þeirra lykta, sem oss er viðunandi. Hún leggur fram allmikið fje; því þótt oss væri þörf á þingi livert ár, þá er það annað mál. Það er engin ástæða til að leggja út í nýja baráttu að sinni. Og við hvaða árangri getum vjer svo búizt ? Engum meðan sú stjórn ræður, sein nú er alvöld í Danmörku. Þegar henni fer jafnhraklega við danska þing- ið, sem henni nú fer, þá er engin á- stæða til að ætla, að hún veiti oss neina rjetting vorra mála. Loforð hcnn- ar í því efni mun verða haldið. Það var sjálfsagt, já ómissandi, að taka stjórnarskrána tH íhugunar ein- mitt þegar það var gjört, vegna þess fyrirvara, sem þingið hafði 1873, ef varaatkvæði meiri hlutans — vor nú- gildandi stjórnarskrá — yrði að lögum. Nú höfum vjer endurnýjað rjettarkröf- vorar, og þær mundu víst ekki fftlla í fyrnsku, þótt málið lægi niðri um lítinn tíma. Það ætti ekki að þurfa að minna oss á, að taka það upp á ný, jafnskjótt sem eitthvað breytist til batnaðar í danska ráðaneytinu. Et vjer látum hjer staðar nema að sinni, þá verður eigi annað sagt um það, en að vjer höfum eigi treyst oss til að koma neinu til vegar, eins og nú stendur á. En ef vjer höldum nú áfram, þá fæ jeg eigi betur sjeð, en vjer sjeum knúðir til að leggja eigi ár- ar i bát, fyr en takmarkinu er náð, hve langt sem yrði þangað til. Ella mætti svo virðast, sem vjer værum upp- gefnir. Hvað aðrar þjóðir kynnu að ætla skiptir engu, frá þeim getum vjer einskis styrks vænt nema í orðum, en Danastjórn hefur enn aldrei kunnað góð ráð að þekkjast, og þess mun langt að bíða, að hún læri það. Vjer vitum sannlega, að vjer fáum ekkert, nema með baráttu, og þess vegna verðum vjer að vita, hvort vjer erum svo sterkir, að oss muni auðið að sigra, því að vjer megum alis ekki falla. Hagur þjóðar vorrar er allillur, og það mun naumast fara hjá þvi, að vjer cigum fullt í fangi með að halda oss frá húsgangi næstu árin. Er það mögulegt að slíkt ástand hafi eigi mik- il og skaðleg álirif á áhuga manna og þolgæði í stjórnarmálum ? Eru nægar líkur til að menn eigi þreytist á sífelld- um þingrofum og stjórnarbaráttu, þeg- ar hagur þjóðarinnar er svo bágur? Því að það er auðsætt, að aukaþingin verða fleiri en eitt eða tvö, já þau munu verða mörg. Því að vjer megum eigi ætla, að vjer munum himin hönd- um taka, þótt vinstri menn komist að; það er óvíst, að alríkisbandið verði slak- ara í þeirra hendi, þó að þeir verði betri að öðru leyti. En ef það væri vist, að þjóðinniynn- ist þrek og þol til að halda málinu til streitu, eða ef það væri víst, að hún sje jafnfær til þess nú, sem fyr áþess- ari öld, eða ef eigi væri líkur til að hún yrði færari til þess innan skamms, þá væri ekki um neitt vandamál að ræða. Þá væri ekki nema gaman að hefja svo sem 30 ára stjórnarbaráttu á ný. Hvað Jón Sigurðsson mundi hjer um segja er óvíst, en það er víst, að vjer nú eigum engan hans maka. Guðm. Guðmundsson. * * * II. Vjer getum ekki betur sjeð, en að margt sje hvað upp á móti öðru í grein hins heiðraða höf. hjer að framan. Hon- um virðist ísjárvert að ráðast, í nýja stjórnarbaráttu, en segir þó í niðurlag- inu, að gaman væri að hefja svo sem 30 ára stjórnarbaráttu, ef þjóðinni ynn- ist þrek og þol til þess o. s. írv. Úr því að 30 ára barátta er gaman, hlýtur höf. að vera á sömu skoðun sem vjer, að til mikils sje að vinna, fyrir miklu að berjast, og þá skoðun hefur allur þorri landsmanna. Úr þVí að svo er og úr því að landsmenn sýndu í hinni fyrri stjórnarbaráttu, að þeir þreyttust eigi, og hafa nú sýnt, hversu þetta er þeim mikið áhugamál, er það meir en lítill barnaskapur að örvænta um þrek og þol þeirra, og skrítið að ráða frá að halda málinu áfram af þessum kvíð- boga, sem hefur ekki við neitt að styðj- ast. Hallæri og fátækt landsmanna, spár um þolleysi þeirra og þrekleysi og lítinn árangur, eru handhægar á- stæður, en fremur gripnar af vilja en mætti. Það er undarleg skoðun, að menn eigi eklii að berjast fyrir rjett- indum sínum og hverju öðru, sem tal- ið er gott og ómetanlega gagnlegt, af því að svo geti farið, að sú barátta heppnist ekki vel. Sá maður, sem hefði þá skoðun í öllum sínum fyrir- tækjum, mundi eigi ráðast í margt og eigi mörgu nytsaml. til vegar koma. Eða eiga íslendingar að bíða með þetta mál, þangað til ekkert hallæri getur komið, þjóðin er orðin auðug og vissa fengin um afdrif málsins? Þámegaíslending- ar bíða lengi eptir stjórnarbótum. Höfundurinn sjer í kostnaðinn við

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.