Þjóðólfur - 27.05.1887, Síða 1

Þjóðólfur - 27.05.1887, Síða 1
Kemur út á. föstudags- morgna. Verð árg. (60 arka) 4 kr.(erlendis5 kr.). Borgist fyrir 15. jftli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda f3rr- ir 1 október. XXXIX. árg. Reyk,javík, föstudaginn 27. maí 1887. Xr. 22. Lærum af harðærinu sparnaö og framtaksemi. —:0:— Síðan 1880 má heita að liaíi verið sífeld liarðindi. Pað sem fyrst bjarg- aði mönnum í þessa harðæri, voru qjaf- ir fri útlöndum, en þær eru nú þrotn- ar. Par næst var gripið til hallœris- lánanna, en þau eru sannkallað neyð- arúrræði, því að það eru þungar álög- ur að borga þau aptur, og þeir, sem hafa þegið þau, verða sjálfir naumast færir um að borga þau, svo að hinir efnameiri, sem borið hafa þyngstu byrð- arnar í hjeraði sínu, verða að meiru eða minnu að bæta á sig að borga þessi lán, sem aðrir hafa eytt; auk þess er það ekki glæsilegt fyrir þjóð- ina að eiga mikið af hinum sameigin- lega sjóði sínum (landsjóði) ájafnóviss- um stöðum. Og það sem ef til vill er verst við þessi lán, er að þau draga þrek og dug úr mönnum að bjarga sjer sj álfir, svo að í síðustu lög ætti að grípa til hallærislánanna, enda munu þau nú naumast fást lengur að mun, svo að ekki hjálpar að reiða sig á þau. Þriðja hjálpræðið í þessum harðindum hefur verið stofnun landshankans; en stofn- fje hans þrýtur að líkindum innan skamms, og óvíst að afborganir og vextir greiðist í tækan tíma, sömuleið- is engin vissa fyrir miklum innlögum í hann, svo að það er valt að treysta j)ví, að liann hafi lengi fje til að lána, enda vantar marga eða flesta, sem mest eru þurfandi þá trygging, sem með þarftil þess að geta notað bankann. Það er því auðsætt, að menn verða að reyna að finna einhver ráð önnur en að Þifígja gjafir og íá lán, til þess aðbjargast næstu árin. Með línum þessum vildi jeg reyna að benda á þau ráð, sem að minni ætlun mundu stuðla að því, að menn kæmust af, næsta ár að minnsta kosti, og ef til vill lengur, þótt árferði verði jafnhart sem síðustu ár. Hið fyrsta, sem menn ættu að gera, er að spara allt, sem sparað verður og neita sjer um það, sem menn geta án verið. Er þar fremst í flokki nautn á- fengra drykkja; hana geta menn al- gjörlega lagt niður. Þó að jeg fari ekki út í að sanna, hvaða tjón og vandræði víndrykkjan heflr allopt í för með sjer, þá get jeg sannað, að hún er ekki nauðsynleg, einungis með því að vísa til bindindis- mannanna. Þeir smakkaaldrei vínföng og þó finna þeir aldrei til nokkurrar vönt- unar fyrir þá sök. Margir munu svara, að nú sje vart ura víndrykkju lengur að tala, og væri óskandi að svo væri, enda mun hún vera mikið farin að leggjast niður, einkum til sveita, og jafnvel svo að segja engin sums stað- ar. Vart mun því samt þannig hátt- að í öllum sjóplássum. Jeg tek til dæmis Kjósar- og Gullbringusýslur. Þar voru drukkin vínföng á árunum 1883—85 fyrir 137000 krónur, þ. e. að meðaltali fyrir rúmlega 45600 kr. á ári. Þessar sömu sýslur hafa fengið 20000 króna hallærislán, og hafa beð- ið um aðrar 20,000 krónur, til þess að menn þar gætu dregið fram lífið. Að vísu hefur þetta vín ekki allt verið drukkið af hallærislántakendum, og ef til vill minnst, en þó mundi það nema svo miklum peningum, sem þeir liafa drukkið, að farið yrði að koma skarð í þessar 40,000 krónur, sem beðið hefur verið um sem hallærislán, ef það væri frádregið. Svo að víst má telja, að hætti almenningur gjörsam- lega að kaúpa vínföng, mundi í sumum hjeruðum ekki þurfa að taka hallæris- lán, að minnsta kosti ekki eins mikil. Kaffidrykkjur eru orðnar fram úr hófi lijer á landi, og ættu og gætu menn sparað það mikið, jafnvel um all- an helming í sjóplássunum, eða þar sem menn lifa við þurt hús, en þar sem menn lifa að nokkru af mjólk ár- ið um kring, er auðvelt að hætta við kaffi að miklu eða öllu leyti, því að það er auðveldara að vera án kaffis en annara fæðufanga; væri því betra að kaupa heldur kornvöru, fyrir það verð, sem annars fer fyrir kaffi, ef annars hvors skal án vera. Þegar hungur og hallæri vofa yfir, eru efnaminni menn siðferðislega skyldir til að hætta við annan eins munað og kaffið er, því að þeir munu ekki allfáir, sem spörun kaffisins forðaði beinlínis frá að verða öðrnm að byrði. Þeir fara nú líka að fækka, sem færir eru að bera þær byrð- ar, sem nú eru, þótt ekki sje bætt við. Árið 1882, var eptir landhagsskýrslun- um flutt til landsins aí kaffibaunum 604028 pund, af kaffirót 209439 pund. Af þessu góðgæti, kaffirótinni, hafa því verið flutt til landsins á tjeðu ári 73057 pundum mcira en af óunnu járni, því járnpundin voru það ár ekki nema 136382 að tölu. Þetta lýsir öllu meiri iðjusemi í kaflidrykkju en járnsmíði. Fyrir ntan beinlínis að spara, geta menn með mörgu móti reynt að stand- ast hallæri, svo sem með því að nota ■ymisleqt, sem nú er miður haqnytt en vera skyldi. — Hjer á landi spretta nokkrar ætijurtir, sem í mörgnm hjer- uðum mætti drýgja meira kornmat með en gjört er, væru þær hagnýttar á hag- anlegasta hátt. — Jeg vil til nefna fjallagrös og geitnaskóf, og svo söl og fleiri þangtegundir; mun jeg síðar, ef tími og tækifæri leyfa, minnast á hag- nýting, nytsemi og efnasembönd þess- ara jurta. Enn fremur má mikið spara með því að taka litla sem enga álnavöru í kaup- stöðum. Það er hörmulegt, að íslend- ingar skuli selja meiri part ullar sinn- ar ónnna út úr landinu, og það fyrir

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.