Þjóðólfur - 27.05.1887, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.05.1887, Blaðsíða 2
86 afarlágt verð, en kaupa aptur fyrir nokkuð af henni álnavöru, til að klæð- ast af, sem er þó bæði skjólminni og endingarverri, en það sem vinna má úr ullinni; það er heldur ekki að furða þótt kiæðnaður úr útlendum voðum sje endingarminni, en vel unninn klæðnað- ur úr íslenzkri ull, því hann er að mestu úr miklu verra efni. — Árið 1882 var flutt til útlanda 1482315 pundafhvítri ull, 8386 pund af svartri og 122061 pund aí mislitri ull. Hafi hvíta ullin selzt á 80 aura, sú svarta á 58 aura, og hin mislita á 54 aura pundið, sem er nálægt meðaltalinu það ár, þá hef- ur öll ullin selzt fyrir 1256627 krónur. En inn í landið hefur verið flutt á þessu sama ári af unnum klæðnaði ogklæðn- aðarvörum: Silkivefnaður fyrir . . . 10369 kr. Klæði og ullarvoðir fyrir . 100757 — Ljerept úr hör og bómull á 308498 — Annar vefnaður fyrir . . 99778 — Tvinni fyrir................... 35291 — Tilbúinn fatnaður fyrir. . 119405 — Samtals fyrir 674098 kr. Skyldi það ekki vera drengilegra fyr- ir landsmenn að leggja meira kapp á ullarvinnu, svo að ekki færi árlega svo mörgum hundr. þús. kr. skiptir út úr land- ínu fyrir unninn fatnað? Mundi ekki hyggilegra að hlynna að því, að smíð- aðir yrðu góðir rokkar, og önnur ull- arvinnuáhöld1, og leggja síðan fyllstu alúð á að kenna kvennfólki sem bezt ullarvinnu, svo hún gæti farið í lagi? t>á mundu bændur vart þurfa að kvarta yfir, að hjú sín væru ómagar meiri part vetrar. Árið 1882 var einnig keypt á öllu landinu glisvarningur fyrir 35170 kr.! Það er vitanlegt, að þeir sem eru mest þurfandi fyrir lán og gjafir, hafa ef til vill minnstu af þessu eytt, en þó mundi svo tínast til, að ýmislegt, sem hægt er að komast af án, liafi þó eyðzt hjá þeim, sem svarar fullt eins mikilli upphæð og hallærislán og hallærisgjaf- irnar nema. — Þess munu fá dæmi, að land, er íbúar þess þurta að lifa af 1) í næsta blaði munum vjer koma með bendingar um petta atriði o. fi. þar að lfitandi. 1 ' Ritstj. lánum og gjöfum, eyði þó á sama tíma í vörum, sem auðvelt er án að vera, margfalt meiru en þeim gjöfum og láni nemur, sem landsmenn þiggja sjer til lífsviðurhalds. Landsmenn ættu að gæta að því, að meira verður að spara þegar hart er í ári en endrarnær. Svo er nú farið að flytja flest áhöld og smíðisgripi tilbúið inn í landið, og kveður svo ramt að þessu, að síðustu árin hafa margir bændur keypt meiri part af hestajárnum sínum í kaupstöð- um ; eru þó mörg af þeim svo slæm og óhentug, að bændur verða sjálfir að laga þau, og fer stundum svo mikill tími í það, að ekki hefði farið meiri en tvöfalt meiri tími til þess að smíða þau að nýju, en nokkrum mun eru þau dýrari, en það járn og kol, sem í það fer að smíða þau að nýju. Öll þessi kaup af unnum vörum miða að því að landsmenn geti setið auðum höndum allan veturinn. Það erundar- legt, að þegar þjóð vorri er þó að fafia fram í menntun, skuli líta út fyrir, að henni sje hulinn sá vísdómur, að til þess að geta orðið sem sjálfstæðust þjóð, og tekið andlegum og verklegum framförum, þarf starfsemi, hagnýtni og sparsemi. (Niðurl.). Eiríkur Sumarliðason. Reykjavík. 27. mal 1887. (xufuskipið Miaca kom hingað að morgni 21. þ. m. með nokkra farþega frá Austfjörðum ; fór aptur til Aust- fjarða 23. þ. m. um kveldið sömuleiðis með nokkra farþegja, en lítið af' flutn- ingsgózi í þetta sinn, en það er von- andi, að hvorttveggja verði meira næst eptir þeim kostum, sem skip þetta býð- ur nú landsmönnum og sjá má í aug- lýsingunni í þessu blaði. Viljum vjer alvarlega leiða athygli manna að þess- um góðu kostum. Ferðin til Seyðis- Qarðar kostar t. d. með Miaca á 1. káetu : farið 40 kr., fæði í 6 daga 12 kr., alls 52 kr., en með dönsku gufuskipunum farið 41 kr. 80 a., fæði í 12 daga 48 kr., og ef svo við það er lagt kaup í þessa 6 daga, sem dönsku gufuskipin eru lengur, að minnsta kosti 2 kr. á dag, kostar ferðin með þeim alls 101 kr. 80 a., eða nærri því helmingi meira en með Miaca, eg eptir þessu fer ann- að. Farið á þilfari á Miaca er sakir yfirbyggingarinnar engu lakara en 2. káeta á sumum skipum, og ætli mönn- um þyki ekki munur að fá ókeypis kaffi með brauði tvisvar á dag o. s. frv. Alþingismaður kosinu 9. þ. m. fyr- ir Vestmannaeyjar: Þorsteinn Jonsson hjeraðslæknir með nál. 30 atkv. Þinginennska lögð niður. Þing- maður Snæfellinga Sigurður Jönsson sýslumaður hefur nýlega á fundi í Stykk- ishólmi (14. þ. m.) lagt niður umboð sitt sem þingmaður, af því að amtm. hefur neitað honum um leyfi til að fara á þing, nema hann útvegaði löglærðan mann, „er dvelji í Stykkishólmi eða einhvers staðar innan sýslu“, til að gegna embættinu um þingtímann, en þvílíkan mann gat S. J. eigi útvegað. — Á áðurnefndum fundi var afráðið að skora á dómkirkjuprest Hallgrím Sveinsson að gefá kost á sjer til þing- mennsku fyrir Snæfellsnessýslu, en liann getur eig orðið við áskoruninni sakir embættisanna. Þetta bann amtmanns, sem sjálfsagt er komið gegn um alla halarófuna of- an frá ráðgjafanum, er alveg nýtt; einliver ný nauðsyn, ný þörf liefur leg- ið til grundvallar fyrir því hjá land- stjórninni, þótt öðrum út í fra verði slíkt torskilið, því að einmitt um þing- tímann eru embættisannir sýslumanna minnstar, svo að t. a. m. nágranna- sýslumennirnir gætu gengt þeim, en hins vegar þörfin auðsæ fyrir lögfróða þjóðkjörna þingmenn. Með þessu eru allir sýslumenn útilokaðir frá þingsetu, og þá einnig hinn mikli þingskörungur Benedikt Sveinsson. Ekki horfði stjórn- in í að taka amtmanninn fyrir norðan til þingsetu, en það er nú munur á; hann eptirlætisbarn stjórnarinnar, en Benedikt Sveinsson helzti forvígismað- ur tveggja þeirra aðalmála, sem stjórn- inni er verst við, lagaskólamálsins og stjórnarskrármálsins, og báðir hinir sýslumennirnir, sem þjóðin kaus í fyrra, með stjórnarskrárendurskoðun- inni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.