Þjóðólfur - 27.05.1887, Side 3
87
Tíðarfar. Norðangarðinum, sem netndur
var í síðasta blaði, slotaði á sunnudaginn var ;
síðan allgott veður. — Af Austfjörðum að
frjetta líkt tíðarfar og hjer. Dar hafði komið
hafís inn á firði í sumarmálakastinu, en farið
aptur.
Aflahrögrð. Hjer er nú ágætur afli. ÁAust-
fjörðum enginn afli, er Miaea fór þaðan. —
Rákarlaskúturnar hjeðan hafa aflað: Grylfi
172'/2 tunnu, Oeir 143 tn., Tieykjavíkin 140
tn. og Njáll 212‘/2 tn. Dær eru nú hættar
við hákarlsaflann í [lefta sinn, en farnar á flsk-
veiðar.
Stramlferðaskipið Thyra kom liing-
að í gærkveldi; haíði komist að Langa-
nesi og lá þar í grendinni (á Bakkafirði)
3 fyrstu dagana af kastinu í moldviðr-
isbyl, „sáu ís, en sigldu burt“, áðttr
en birti vel upp, fór svo austur og
hringinn í kring allt vestur og norður
að Horni á Hornströndum, en varð þar
frá að hverfa sakir íss, fór síðan inn
á ísafjörð, þaðan á komustaðina vest-
anlands og hingað. — Með Tliyru komu
hingað stúdent Jón Jakobsson, Chr.
Johnasson kaupmaður á Akureyri frá
Höfn, Jón Vidalin frá útlöndum og kon-
súll Sigfús Bjarnarson frá ísafirði, o. fl.
af Vesturlandi.
Að norðan kom maður í morgun
úr Vesturhópi í Húnavatnssýslu ; fór
þaðan 22. þ. m.; sagði hann að í kast-
inu seinasta hefði verið 5 daga inni-
stöðubylur nyrðra, er skepnur hefðu
sakir heyleysisins orðið að standa meira
og minna málþola, og ár lögðu aptur.
■— Norðanpóstur í Hrútafirði á norður
leið 23. þ. m.; Húnaflói fullur af hafís ;
skip eigi komin nema á Sauðárkrók,
og bjargarskortur því mikill víða.
Mannslát. 24. þ. m. andaðist einn
af merkismönnum prestastjettarinnar,
ttppgjafajirestur Sigurður B. Sivertsen
af dbr. á Útskálum, fæddur 1808,
vígður 1831 sem aðstoðarprestur til
föður síns Brynjólfs Sigurðssonar að
Útskálum, fjekk brauðið að honum Iátii-
ttm 1837, og þjónaði því til þess, er
hann í fyrra fjekk lausn frá prestskap.
Útlendar frjettir.
Khöfn 6. mal 1887
Vorið er komið en stríðið ókomið. Dá-
!tið atvik hefur þó komið fyrir, sem
hefði getað orðið lítill neisti til að
kveykja stórt bál. 20. apríl var fransk-
ur lögreglustjóri, Schnábele að nafni,
ginntur yfir landamærin oghandsamað-
ur af Djóðverjum. Honum var gefið að
sök að hann liefði haldið uppi njósn-
um um varnir og víggirðingar Þjóð-
verja, spanað Frakka i Elsass-Lothring-
en upp á móti stjórninni og fengið þá
til að flytjast úr landi. Maðurinn var
settur í varðhald í Metz og nú byrjuðu
brjefaskipti og vafningar úlilli stjórn-
anna. Frakkar sátu vel á sjer, en sögðu
að maðurinn hefði verið tekinn þeirra
megin við landamærin og ýms smáblöð
ljetu ófriðlega. 28. apríl fjekk sendi-
herra Frakka í Berlín brjef frá Bis-
marck á þá leið að manninum mundi
sleppt næsta dag, þó að sekt hans væri
sönnuð með brjefum og öðrum skýr-
teinum, afþví að þýzkur embættismað-
ur hefði sent honum boð að finna sig
við landamærin og þetta væri griðarof.
Maðurinn er nú í París og menn kvað
ætla að gefa honum heiðurskross þar
og safna til með almennum samskotum.
Flestir leggja þetta svo út sem Bis-
marck hafi ekki þorað móti Frökkum
vegna Kússa núna, og svo borið griða-
rofi við til að geta sleppt manninum.
Það verður því varla stríð í ár, þó þýzku
blöðin flytji lista yfir menn sem hafa
verið teknir í njósnarerindum fyrir
frönsku stjórnina á Þýzkalandi. Þjóð-
verjar liafa nýlega tekið 176 miljónir
marka til aukaútgjalda fyrir herinn.
Á Englandi situr þingið enn yfir írska
málinu. Times hefur horið upp á Par-
ttell, að hann væri í vitorði með morð-
ingjunum, sem drápu Lord Cavendish
og Bourke 1882. Til að sanna þetta,
birti Times brjef frá Parnell,-ritað 1882,
sein á að sýna, að þessi launmorð voru
að skapi hans. Parnell lýstiyfir áþingi
næsta dag, að brjefið væri falsað. Ekki
vill hann samt höfða mál á móti blað-
inu, og Times hótar að birta fleira úr
leynikofum íra. Þing ýmsra fylkja í
Bandaríkjunum og þingin í Canada og
Nýja-Skotlandi hafa lýst yfir óánægju
sinni með hin nýju lög, sem eiga að
kúga íra. írland verður ekki yfir-
bugað með þessu lagi.
Á Rússlandi hafa þeir 15, sem voru
riðnir við banatilræðið við Alexander
keisara 13. marz, verið dómfelldir fyrir
luktum dyrum og voru 7 dæmdir til
hengingar en 8 í Síberíu-útlegð. Keis-
arinn má búast við mörgum banatilræð-
um enn, því Níhilistar kvað vera í
mörgum flokkum, og hver þeirra fyrir
sig.
Kosningar í Svíaríki eru um garð
gengnar. Tollfjendur fengu 60 atkv.
meir en tollvinir. Fólk fer í stórhóp-
um til Ameríku, frá Noregi, Svíaríki
og Danmörk. Á einni viku hafa farið
4000 manns nýlega.
í sumar eru margar stórar sýningar
víða um heiminn. Ein er í Lundúnum
og á að sýna allt hvað Bandafylkin
geta framleitt, dautt og lifandi, þar eru
meðal annars 160 Indíánar og foringi
þeirra, sem opt liefur gert mlkil spell-
virki þar vestur frá. Lifs- og búnaðar-
hættir í hverju fylki eru sýndir og væri
víst gott fyrir Ameríkufara að kynna
sjer Baudafylkin á þessari sýning. Svo
er sýning i Manchester, sem er afmæl-
issýning 50 ára stjórnar Yiktoríu og
sýnir hverjum framförum verknaður og
iðnaður hefur tekið á þessu tímabili.
1888 verður sýning hjer í Höfn ogtekur
að eins yfir Norðurlönd. Hún er haldin
í minning þess, að þá eru 100 ár síðan
bænda þrælkun var af tekin hjer og 25
ár síðan Kristján IX. kom til ríkis.
Nýlega var haldinn stjörnufræðinga-
fundur í París. Þar var samþykkt að
gera nákvæm kort yfir himininn með
Ijósmyndum. Stjörnur allt að 14. stærð
eiga að sjást á því korti.
Nýdáinn er í Kómaborg einn af mestu
auðmönnum Dana Jacobsen semkallað-
ur var gamli Jacobsen til aðgreiningar
írá syni sínum, sem líka er mikill auð-
maður. Allur þeirra auður er fenginn
með því að brugga og selja öl eða bjór;
gamli Karlsberg svo kalaður eptir brugg-
staðnum, er bjór, sém er drukkinn um
allan heiminn. Bjór sonarins hetir nýi
Karlsberg. Jacobsen gaf ógrynni fjár
til almennings þarfa þar á meðal yfir 2
miljónir króna til Karlsbergs-sjóðs, sem
styrkir gagnleg fyrirtæki vísindaleg og
önnur. Hann varði stóríje til að efia
listir og kaupa listaverk. Þess vegna
er minningu lians haldið liátt á lopti í
Danmörk.
AUGLÝSINGAR '
í samfeldu m&li m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst 6-
keypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. med. Jón-
assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja
líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 190
Lækningabók dr. Jónassens og „Hjálp
í viðlögom“ fást hjá höfundinum og öllum
bóksölum. 191