Þjóðólfur - 16.09.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.09.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komi til útgefanda fjr- ir 1. október. Reykjayík, föstudagimi 16. septemlberl887. XXXIX. árg. Hina lieiðruðu baupenður inínaðarritsins læt jeg vita, að Jiað er áform mitt, að reyna að lialda ritinu úti næstkomandi ár. Það eru því vinsamleg tilmæli mín, að sem flestir bænd- ur vildu senda ritinu ýmsar hagfræðisskýrslur; en áríðandi er að skýrslurnar sjeu nákvæmar og sannar. — Enn fremur læt jeg hina heiðr- uðu kaupendur vita, að andvirði búnaðarritsins og brjef til mín mega sendast næstkomandi vetur að Hljeskógnm, pr. Akureyri. Þó má einnig senda andvirði ritsins til Sigurðar Krist- jánssonar bóksala í Iteykjavík. Jeg ber það traust til hinna heiðruðu kaup- enda búnaðarritsins, að þeir dragi það sem stytzt fram yfir gjalddaga að borga ritið. P. t. Brjámslæk 12. ágúst 1887 Virðingarfyllst Hermann Jónasson. 373 Heyásetningur í sveitum eptir Pál Briem. I. Það kemur aldrei það ár fyrir, að bændur hj er á landi gj öri eigi kvik- fjenað sinn svo magran fyrir fóður- skort, að ekld bíði þeir mikinn skaða af, og ekkert það harðindaár kemur fyrir, að bændur missi eigi fjenað sinn fyrir fóðurleysi. Ár eptir ár og öld eptir öld láta bændur skepnur smar falla ur hor, deyja og veslast út af ' úr hungri. Sjera Þórarinn Böðvarsson sagði á alþingi 1883: «Saga búnaðarins hefur því miður opt verið sú, að menn koma fjenaðinum upp 0g fella hann“ (Alþtíð. 1883, B. 16). Þetta er að mörgu leyti satt. Fellirinn hefur legið í landi meðal ís- lendinga, og að hann enn þann dag í dag skuli eiga sjer stað hjáalmenn- ingi, virðist benda fremur en nokkuð auaað á vesalmennsku, að jeg -ekki segi varmennsku manna og skræl- mgjahátt. Illur heyásetningur á haustin og þar af leiðandi fóðurskort- ur á vorin, sem hefur felli í för með sj®r, er meir en nokkuð annað af því sem mönnum er sjálfrátt, orsökihinni almennu örbirgð og vesaldómi almenn- ings á þessum tima, eins og lika gef- ur að skilja, þegar skepnurnar hafa hrunið niður einmitt á þeim tíma, þega.r þær voru lítils eða einskis virði. Eptir þvi sem heyásetningur er sum- staðar, þá geta illviðri einni viku eða ef til vill einum degi lengur eyði- lagt lífsstofn manna gjörsamlega. Það er ekki skemmtilegt að lifa í sveit á vorin, þegar tíð er hörð og heyleysið er almennt. Bændur berja og barma sjer út af heyleysinu; þeir fyllast kvíða og örvæntingu, þeg- ar þeir sjá fram á fellinn og að velferð þeirra er í voða. Þá tala menn um slæman heyásetning og hafa upptals- háttinn, að „hollur sje haustskurður1* o. s- frv.; en þrátt fyrir þetta er eins og allar hörmungar sjeu gleymdar, þegar haustið kemur. Þá setja menn á, eins og aldrei hefðu komið harð- indi og aldrei myndu koma harðindi. Illur heyásetningur og þar af leiðandi ill meðferð og kvalir á skepnum og fell- ir i harðindum er eitt af mestu þjóðar- armeinum vorum ogþjóðarhneysa fyr- ir obkur. Það er ekki tiltökumál, þótt einstakir menn setji illa á, eink- um þegar þeim er það svo frjálst sem nokkuð getur verið, því að engin þjóð er svo til, að ekki sje bæði heimskj- ingjar og illmenni á meðal hennar, en þegar almenningur, þegar sjálf þjóðin setur illa á, þá má segja, að slíkt sje óhæíilegt, og þá má þjóðin og hver einstakur maður af þjóðinni bera kinnroða fyrir athæfi hennar. Það er ómögulegt að kveða annað en harðan dóm upp yfir þjóðinni fyr- ir skammsýni og ljettúð í heyásetn- ingi að haustinu og þar af leiðandi harðýðgi við skepnurnar og jafnvel grimmdarfulla meðferð á þeim að vor- inu, en þó að þessi dómur verði að Nr. 12. vera svo, þá verða menn einnig að gæta vel að því, til þess að vera rjett- látir, hvort þetta kemur beinlínis af heimsku eða harðúð eða af illu fyrir- komulagi og ónýtum lögum, sem eru erfðahlutur vor frá fyrri tímum. Þegar talað er um heyásetning, má skipta bændum i sveitum í 8 fiokka. Sumir eru heyfyrningamenn, aðrir komast af í meðalvetri og hinir þriðju verða ávallt heylausir, hvernig sem vetur verður. Hinir síðast töldu eru verstir fjelagslimir og jafnvel átumein í sveit sinni. Þegar þeir eru orðnir heylausir, fara þeir þegar sníkju- ferðir til þeirra, sem hey eiga; þeir renna um sveitina og biðja menn eins og guð sjer til hjálpar, barma sjer og berja, svo að steinhjartað viknar við, og sjaldan fer svo, að þeir beri ekki neitt úr býtum, hest hjá þessum eða poka hjá hinum o. s. frv., „og efaðr- ir hlypu ekki undir bagga með þeim“, sagði sjera Þorkell Bjarnason á al- þingi 1881 um slíka menn, „mundu þeir gjöra sjálfa sig öreiga og stofna hlutaðeigandi sveitafjelögum i voða“ (Alþtið. 1881, B 945), enda hafa þeir lika fullan lagalegan rjett til að stofna hlutaðeigandi sveitarfjelögum í voða; ef þeir fá ekki það, sem þeir biðja um með því að sníkja, barma og berja sjer, þá er ekki annað en fara i hrepps- nefndina og hóta henni hörðu, þeir hafa lögin með sjer, sem hindra nauð- synlegt aðhald gagnvart slíkum pilt- um, en heimila kúgunarmeðöl til að taka fjeð úr vasa dugnaðarmannsins, til að leggja það í lófa letingjans og óráðsmannsins. Ef vetur verður harð- ur, þá kemur enn fremur að mið- ffokknura til að verða heylaus, og þá er fellirinn og liordauði kvikfjenaðar- ins genginn í garð. Þetta er nú hið fyrsta atriði, en svo kemur annað atriði til sögunnar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.