Þjóðólfur - 28.10.1887, Page 2
194
skipunina óbrotnari, en nú er o. s. frv.
sem vjer munum síðar við hentugleika
sýna Ijósara fram á. En ekkert af
þessu, eða að minnsta kosti ekki um-
bætur á embættaskipun og launamál-
um er auðið að fá, meðan vjer ráð-
um eigi meir vorum málum en nú
og meðan vjer höfum útlenda stjórn,
sem ekkert þekkir hagi vora, og læt-
ur sjer litlu eða engu skipta um fram-
farir vorar. .Kemur því í þessu sem
öðru fram, hve nauðsynlegt oss er að
fá innlenda stjórn.
„Marie A. Brown:
The lcelandic Discovery of Amerika
oi' llonoui' to whom lionour is due“.
London 1887.
Höfundur þessarar bókar á þakkir skilið fyr-
ir að hafa framsett rannsóknir og hugsanir
margra manna með fullum orðum og á rjettum
stað, og það þvi freinur sem þessi verk eru
flestum ókunnug eða varla aðgengileg. Hversn
óhreinlega hæði Kólflmhusi og öðrum hafi far-
izt með tiiliti til landafunda lians, það liefur
Miss Brown styrkt með þeim setningum, sem
torvelt mun verða að hrekja. Hfln hefði raun-
ar einnig getað minnzt á (en það hefur hún
ekki gert), að Jóhannes Barros, frægur sagna-
ritari í Portflgal, sem var uppi skömrnu eptir
Kólflmhus, segir, að konungurinn hafl skoðað
hann sem „svikara og gortara og slúnginn í
að trana sér fram“ (homem falladore glorioso
em mostrar suas habilidades)1. Kólflmbus átti
marga fjandmenu og öfundarmenn, eins og við
var að bflast, en það er og auðsætt af sögunni,
að hann knflðist fram af ágirnd og fordild miklu
fremur en af sannleiksást og vísindalegri löng-
un; og þrekmikill hefur hann verið og fram-
gjarn; en gullauður, konúngstigu og þræla-
verzlun, þetta voru hugmyndirnar, bornar og
blessaðar af krossinum helga með manndrápum
og bálförum trúarinnar. Hversu ólikur blær
er ekki á landaleitum íslendinga! — Það er al-
kunnugt og „opinbert leyndarmál", að íslend-
ingar fundu Ameríku fyrstir allra Evrópu-
manna, að því er menn vita sögulega og sanu-
að verður. Getgátur um, að írar hafi fyrri komizt
þangað og hyggt „Hvítramannaland“ hafa ekk-
ert við að styðjast nema sögurnar um Ara Márs-
son og Björn Breiðvíkingakappa, sem ekkert
verður ráðið af með nokkurri vissu. Þetta
nefnir Miss Brown hvergi, nje heldur það, að
Ameríka hefur efalaust verið einhverjum kunn
löngu fyrir Krists burð. Hún fæst einflngis
við það, hverir Evrópumenn fyrstir hafi fundið
i ’) Al. Humboldt till'ærir petta í Kosmos eins og það
sje orð Barros, en þaðer ekkirjett. B. segirhann
hafi verið reyndur, mælskur og' góður í latinu
(esperto elocuente e hom latino).
Ameríku. En það liggur við menn geti sagt,
að Ameríka hafl í rauninni aldrei fundizt, frein-
ur en hinar álfur heimsins, því að enginn tal-
ar um að Evrópa, Asía og Afríka hafi „fund-
izt“, þær voru þekktar og byggðar frá alda öðli.
Heldur iná tala um „fund“ á Ástralíu, því í
þá átt visa engar fornaldarsögur. En á því
getur enginn vafi leikið, að hinar eldgömlu
sögur um Atlantis, þessa stóru eyju eða land í
vesturátt, sem Sólon frjetti hjá Egyptum, og
sem geymdar eru af Plato (í Timænsi og Krit-
iasi) Diodorus Siculus, (pseudo-) Aristoteles (de
mirabil. auscylt.) og endurteknar af Strabo —
að þessar sögur liafi við sannindi að styðjast,
og efast vísindamenn nfl ekki um það margir
hverjir að minnsta kosti; en allar þessar sögur
eru svo óljósar, að ekkert verður af þeim sann-
að, enda eru þær allar gegnumofnar af goða-
fræðislegum draumum og hamslausu hugmynda-
flugi. En það má ætla sem víst, að Kólúmhus
hafi aflað sér þekkingar á öllum þessum sögum
uin stór lönd í vesturátt; öll miðaldar-þekking
var, hvort sem er, bygð á ritum Grikkja og
latneskum þýðingum þeirra. Hinn fyrsti Ame-
ríkufundur, er því í rauninni eins óljós og ó-
hreinn eins og fundur íslands; því það er ekki
víst, að Naddoddur hafi fyrstur fuiulið það, með-
an vjer vituin ekki, hvenær „Paparnir" komu
þangað. Sú trfl hefur lengi verið í Ameriku
(Mexíkó) að síðklæddir menn hafi komið úr
austur-átt og kennt frá sér jarðyrkju og ýms-
ar listir. — Þessi trú var þar þegar Cortes
kom þangað 1519; þeir áttu að hafa horfið apt-
ur, en sagt að þeir mundu koma einhverntíma
seinna og gefa landinu heill og hamingju; og
svo seig og rótgróin var þessi trfl, að almflg-
inn í Mexikó hélt, að Maximilian keisari, sem
skotinn var i' Queretaro 1867, væri einn af niðj-
um þessara Ása og hefði átt að veita þeim
gleði og gæfu. Til var og saga um einhvern
Yotan, sem einnig liafði átt að koma austan
um haf, og var hið sama sagt um hann; þessi
saga var til á bókfelli, rituð með eiuhverju
myndaletri og geymd í ljelegu hflsi, en katólsk-
ur biskup, Franoiscus Nunes de la Yega, frjetti
til bókfellsins og ljet ná því og brenna það
vegna trúarinnar; en samt ljet hann ráða hvað
á þvi stóð og ritaði það upp síðan, og af því
vita inenn þetta. Það var árið 1691. Miklar
og merkilegar fornmenjar eru til í Ameriku,
sem enginu veit hvernig á stendur, en þær eru
ekki eptir neina Indiana, eptir þvi sem menu
þekkja þá nú. Það var trfl manna, að „At-
lantis“ hefði sokkið — það var satt, hfln sökk
í gleymskunnar haf, og l’slendigar lyptu henni
upp úr því aptur. (Niðurl.) B. G.
Reylíjavlk, 28. okt. 1885.
Mannslát. Hinn 24. þ. m. anáað-
ist eptir barnsburð frú Kristín Guð-
mundsdóttir Briem, kona yfirrjettar-
málfærslumanns Páls Briems, rúmlega
tvítug að aldri. Hún hafði verið gipt
manni sínum i hálft annað ár, og
getið sjer ástsæld allra, er hana
þekktu.
Brauð veitt. Reynistaðarþing 25.
þ. m. prestaskólakandídat Árna Björns-
syni samkvæmt kosningu meiri hluta
safnaðarins. S. d. Dýrafjarðarþing
prestaskólakandídat Þórði Ólafssyni;
eigi lögmætur kjörfundur þar.
Skipstrand. Norskt kaupskip Co-
lumbus, skipstj. Hille strandaði á Akra-
nesi 22. þ. m. Voru í þvi 180 skpd.
af saltfiski, 70 tnr. af kjöti og fleiri
vörur islenzkar, sem verða seldar á-
samt skipinu.
Póstskipið Laura, sem kom vest-
an af Isafirði hingað 21. þ. m., fór
hjeðan 24. áleiðis til Khafnar með
nokkra farþegja.
ARFLEIÐSLUSKRÁIN.
Eptir handrili málfærslumaans.
(Niðurl.). Jegkomst síðan að því, að það varhrein-
asta alvara Jóns Hinriks, sem hann hafði sagt
mjer um arfleiðsluskrána. Hann sendi einu
sinni eptir mje'r til að búa til arfleiðsluskrána,
en jeg gat ekki annað en lagt pennann frá
mjer, þegar hann kvaðst vilja arfleiða yngra
systurson sinn Filipp að öllum eigum sínum,
nema smágjöfum til þjóna sinna.
„Er þetta þá ekki næsta ranglátt?" sagði
jeg-
„Gáðu nfl að“, sagði hann, „nú ert þfl bara
málfærslumaður minn“.
„Káðgjafi þinn“, sagði jeg, „og jeg ræð þjer
til að gjöra skyldu þina og skipta eigum þín- ‘
um milli beggja systursona þinna“.
„Það geri jeg alls ekki“, mælti liann, Filipp
skal hafa þær allar".
Jeg hafði á móti þvi, en niðurstaðan varð,
að Samflel fengi að eins 30,000 kr., en Filipp
allt. anuað, yfir 1,800,000 kr.
„Gáðu nfl að“, sagði Jón hlægjandi, „pilt-
arnir munu spyrja þig, livort þú hafir arf-
leiðsluskrá mina, en jeg vil leika dálítið á þá.
Við skulum þess vegna koma henni til geymslú
í bankanum, og ef þeir spyrja þig, hvort hún
sje hjá þjer, þá getur þú sagt nei“.
Það var gert, sein hann óskaði. Við og við
næstu 5 ár reyndi jeg að fá hann til að breyta
arfleiðsluskránni, eíi hann var ófáanlegur til
þess. Hann þekkti alls ekki skapferli systur-
soua sinna. Jeg varð að láta þar við sitja.
Þetta var þó injög slæmt, þvi að Filipp var
slægur ónytjungar, alveg eins og faðir hans.