Þjóðólfur - 28.10.1887, Side 4

Þjóðólfur - 28.10.1887, Side 4
196 sögulegum mei'kisatburði þess ríkis, o. s. frv. Auk þess sem frímerkin gera póstflutninga og póstsamgöngur heimsins hægri en ella, má nota þau í stað peninga við smáborganir, enda eru þau notuð þannig, og jafnvel lijer á landi er farið til þess. £>að er þægilegra og ódýr- ara en senda t. d. 1—2 kr. í silfri með pósti. Það er ekki að undra þótt menn færu að saína frímerkjum, þar sem þau eru svo marg- breytt og opt mjög haglega gjörð, enda er frí- merkjum safnað víðsvegar um heim, af háum og lágum og mönnum af ýmsum stjettum, eigi að eins til gamans, heldur og til fróðleiks, því að af þeim má fá ýmis konar fróðleik; þar á meðal má telja þau sem einn lið í menningar- sögu hverrar þjóðar. Það er enda sumir, sem halda því fram, að með frimerkjunum sje kom- in á fót ný vísindagrein, sem stundum er nefnd á útlendu máli Philafelie og mætti nefna á voru máli frímerlejafrœði. í'rímerkjasafnendur hafa gengið í fjelög til að gera sjer hægra fyrir að afla sjer frímerkj- anna o. s. frv. Eitt hið helzta þessara fjelaga hefnr aðalaðsetur sitt í Dresden; í því eru menn i flestum löndum heimsins. — Gömul og sjaldgæt frímerki ern mjög dýr. Þannig eru t. a. m. boðin 1500 ríkismörk (1333V3 kr.) fyr- ir umslag með eins shillings frímerki frá Maur- itius frá árinu 1863. — í mörgum borgum eru stórverzlanir, sem verzla að eins með frímerki. — Opt eru frímerki, einkum sjaldgæt, tölsuð, og það svo haglega, að frímerkjasafnendurnir mega gæta sín vandlega að kaupa þau ekki. — Mörg blöð, tímarit og bækur, eru gefin út að eins um frímerki. —- í París er kaupmanna- samkunda, sem að eins er sótf af frímerkja- kaupmönnum. — Það er þess vegna ekki furða, þótt útlendingar vilji fá brúkuð íslenzk frí- merki keypt, því að þau eru tiltölulega sjaldgæt. Reykvíkingar! Laugardaginn 29. þ. m. (á morgun) kl. 4 e. ni. er almennur safnaðarfundur. Þar verð- ur til atkvæða gengið um innleiðslu nýju sálma- bókarinnar. Gleymið nú ekki að mæta og af- stýra því, að atkvæðagreiðslan verði annar eins vansi fyrir söfnuðinn eins og í fyrra. Sólcnarmaður í Reykjavík. AUGLÝSINGAR Almennur safnaöarfundur verður haldinn í Reykjavík næsta laugardag kl. 4 í leikfimishúsi barnaskólans, samkvæmt á- lyktun siðasta safnaðarfundar, til að gera á- lyktun viðvíkjandi innleiðslu hinnar nýju sálma- bókar. Hallgrímur Sveinsson. 452 Hið konunglega o k t r o j e r a ð a á b y r g ð a r f j e 1 a g tekur í ábyrgð hús, alls konar vörur og innan húss muni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla í J. P. T. Brydes verzlun í Reykjavík. 453 REKIN AP SJÓ reita af hvitum sauð vet- urgömlum, mark: hamarskorið hægra, gagn- bitað vinstra; brennimark: A. Þ.; verð, að frádregnum kostnaði, fæst til nýárs hjá hrepp- stjóranum i Grindavíkrhreppi. 454 Examíneraður tannlæknir, eand. pharm. Niekolin, gegnir lækningum frá kl. 11 til 3, nema á sunnudögum. Fyrir fátæklinga þriðjudag, fimmtudag og laugardag kl. 10—11 Holar tennur eru fylltar sársaukalaust fyrir 1—3 kr. hver. JNTIO. Tannpínan stillist þegar i stað, og meðalið með fyrirsögn um notkun þess fæst fyrir 1 kr. Það er ómissandi á hverju heimili, þar sem tannpína þekkist. — Bústaður í húsi Guðnýjar Möller í Reykjavík. 455 Magakvillar. Jeg umlirskrifaður hef í mörg ár þjáðst af sívarandi taugaveiklan í sam- bandi við kveisu og alls konar maga- veiki, og enn fremur af illri meltingu og veiklan í meltingarfærunum. Jeg hafði reynt ótal ráð og læknismeðöl, en það kom að engu gagni. Eg hafði þannig að fullu og öllu örvœnt um að verða heilbrigður aptur. En með því j jeg heyrði marga Ijúka slíku lofs- 1 orði á Brama-lífs-elixír þeirra Mans- feld-Bullner & Lassens fyrir það hvað það væri gott við öllum sjúkdómum, þá reyndi jeg þenna ágæta bitter, og er jeg nú hef brúkað hann i hjer um bil 14 daga, er jeg fullkomlega hraust- ur og hef alls ekki kennt míns forna meins síðan. Jeg skal því ótilkvadd- ur tilkynna yður þennan ágæta árang- ur, til þess að vekja eptirtekt annara sjúkra og þjáðra manna á þessum á- gæta bitter, ef þjer viljið birta orð mín opinberiega. N. Petersen, skraddarameistari. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-el- ixír eru firmamerki vor á glasinu, og ámerki- skildinum á miðanum sjest blátt ljón og gull- hani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlannaða Brama-lifs-elixír. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Ríirregade No. 6. 456 VAÐMÁLSUNDIRDEKK. rauðbryddað með stöfunum: H. S. skatteruðum í hornum, týndist 29. sept. þ. á., á leiðinni frá Herdísarvík út að Geitarhlið miðri. Sá, sem fundið hefur, umbiðst að skila þvi til Halldórs Sigurðssonar i Merkinesi eða Einars Jóns- sonar í Garðhúsum. 457 Svart hrútlamb með mínu marki: hvattog hangfjöður apt. hægra, tvírifað í stúf vinstra, var mjer dregið í haust, en jeg á ekki lamb I þetta. Eigandinn getur vitjað þess til mín og | samið við mig um markið. Arnarstaðakoti, 17. okt. 1887. G. F. Þorvarðarson. 458 A L M A N A K Þjóðvinafjelagsins um árið 1888 er til sölu á afgreiðslustofu Þjóðólfs. Kostar 45 a. 459 Silfurprjónn týndist lijer í bænum. Pinn- andi skili honum á afgreiðslustofu Þjóðólfs. 460 Af því að mörgum hefur líkdð vel við hið svo kallaða bií-kaffi, sem liúsböndi minn í samar flutti hingað, þá leyfljeg mjer lijer með, að auglysa, að nú með Lauru er komið mikið af þessurn kaffl- blendingi, sem vel má nota eingöngu í kaffl stað og er mikill sparnaður á hverju heimili, þar eð yrísinn er að eins 55 a. pundið, þar sem kaffl kostar hjer um bil helmingi meira. Líka er komið aptur til verzlunar H. Th. A. Thomsens ekta Carbolineum, sem er ágœtt meðal til að verja trje og timbur frá fúa, og kostar 30 aura pund- ið í smákaupum, en 28 aura í stœrri kaupum. Reykjavik. 14. okt. 1887. Joh. Hansen, 461 factor við verzlun H. Th. A. Thomsens. Einkasala fyrir bamnörku á prjúnavjelum frá Miililliaiiscn og spálunarvjelum frá Cliemnitz með nýjasta og bezta lagi fyrir verk- smiðjuverð. Menn geta fengið að sjá unnið á vjelarnar. Simon Olsen & Co. s Tricotagefabrik. Kjöbmagergade 50, C, 2. Kbhvn K. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarstíg. / Prentari: Th. Jensen. y / i /

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.