Þjóðólfur - 18.11.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
worgna. VerO árg. (60
erka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. jftli.
ÞjÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg. bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til ótgefanda fyr-
ir 1. október.
Iieykjavík, föstudaginn 18. nóvcmlber 1887.
^XXIX. árg.
Xýir kaupendur að Þjdðólii fyrir
Dæsta ár geta fengið ókeypis blaðið
frá 1. okt. þ. á. til ársloka (46.—60. tbl.)
Kver sem útvegar 5 nýja kaupend-
ur að Þjóðólfi getur fengið 1 expl. af
áigöngunnm 1886 og 1887 auk sölu-
launa.
Hin æðri og betri þekking.
Eins og kunnugt er, þá eru ekki í
stj órnarskrárfrumvarpinu frá 1885 sett'
akvseði um kosningu til efri deildar,
keldur var svo tib ætlazt, að á sínum
fima yrðu sett almenn lög um þetta
atriði. Landshöfðingi og fleiri garp-
ari sem berjast á móti innlendri stjórn
a Islandi, fundu frumvarpinu þetta
tú foráttu, eins og við mátti búast.
Sjera Þórarinn taldi þetta „stórkost-
legan galla“ og landshöfðingi sagði,
þetta væri „stór eyða“ o. s. frv.,
°g ýmsir muna víst lokleysur sjera Arn-
!jóts í Fróða út af þessu. En slepp-
um þvi, það var ekki um þessarskoð-
anir, sem hjer átti að ræða, heldur um
hina æðri og betri þekkinghins hæst-
virta landshöfðingja i þessu máli, sem
kom fram á alþingi 1886. Þá ætl-
aði hann sjer, að leiðbeina hinum fá-
fróðu alþingismönnum og miðla þeim
af hinni æðri og betri þekkingu og
sagði við Benedikt Sveinsson: „Ef
kinn háttv. framsögumaður vill kynna
sjer stjórnskipunarlög annara landa,
e^a þau stj órnskipunarlög, sem eru
fil prentuð í bókasafni alþingis, þá
mun hann sjá, að engin stjónnskip-
miarlög eru til, sem ekki ákveði, hvern-
rS kjósa skuli til þings þjóðarinnar,
kvort sem það er i einni heild eða í
tveimur deildum“ (AJþ.tíð. 1886, B,
204). Hjer er djúpt tekið í árinni,
og þó er hin æðri og betri þekking,
sem kemur fram í þessum orð-
urn> bin hraparlegasta vanþekking
hjá landshöfðingjanum. í ýmsum
löndum eru alls ekki tekin upp í
stjórnskipunarlög ákvæði um kosn-
ingar til þings þjóðarinnar. Það hafa
t. a. m. á Englandi, hvað japtir ann-
að, verið sett almenn lög um kosn-
ingar til parlamentsins, árið 1832,
1868 og nú síðast 25. júní 1885, sem
gerðu kosningarrjettinn miklu rýmri
og veittu meir en 2 miljónum manna
kosningarrjett, sem engan höfðu áð-
ur, svo að tala kjósenda nær því tvö-
faldaðist. Þetta er nú svona á Eng-
landi, og þó er vanþekkingin meiri
um ástandið á Frakklandi. Eptir lög-
um frá 13. ág. 1884, eru ákvæðin um
öldungaráð Fakka, sem svarar til efri
deildar á íslandi, í heild sinni alls
ekki tekin upp í stjórnskipunarlögin,
heldur eru þau einnngis tekin upp í al-
mennum lögum, sem sett voru í des-
ember 1884.
Rannsóknarnefndir.
(Niðurl.). I síðasta blaði sýndum
vjer- fram á, að rannsóknarnefndir eru
settar snmstaðar erlendis eigi að eins
til að rannsaka afglöp •stjórnarvald-
anna, heldur einnig til að undirbúa
lög í stórmálum og rannsaka út í æs-
ar allt, er verða mætti þeim málum
til skýringar, og það er fengin reynsla
fyrir þvi á Englandi og Frakklandi,
að það er ekki til annað ráð betra,
til að fá góð og vel vönduð lög.
Mundum vjer ekki geta lært eitt-
hvað af þessu til undirbúnings laga-
smíði hjá oss? Og mundum vjer ekki
hafa eins mikla eða meiri þörf á því-
líkum undirbúningi, heldur en þing-
in á Englandi og Frakklandi ? Sann-
lega mun enginn efast um það, sem
nokkuð hugsar um lagasmíði vort.
Málin koma alloptast lítt undirbúin
inn á þing og það vanta þær skýrsl-
ur og upplýsingar um þau, sem nauð-
Nr. 52.
synlegar væru; verða því lögin opt
og einatt eigi svo vel úr garði
gerð, sem þörf væri á, og opt
eytt miklum tima til mála, sem að
lyktum — án efa sakir ónógs undir-
búnings — eru annaðhvort felld eða
verða ekki útrædd, enda þótt það sjeu
mikil nauðsynjamál. Þetta er allt
saman eðlilegt; því að þingmenn vor-
ir hafa fæstir tækifæri til að rann-
saka út í æsar eða undirbúa málin
undir þing svo vel. sem þyrfti. Þeir
hafa flestir mörgum öðrum störfumað
gegna, þá vántar bækur og önnur tæki
til slíks, að minnsta kosti þá, sem
búa upp til sveita, og jafnvel bjer í
Reykjavík.
Stjórnin er, eins og allir vita, ó-
kunnug högum vorum, lætur sjer engu
aða litlu skipta um framfarir vorar
og velferð. Er því ekki að búast við
miklum stuðning frá henni, enda mun
vera leitun á jafnvesælum og fátæk-
legum lagaundirbúningi hjá nokkurri
stjórn, sem hjá oss.
Til þess, að bæta úr þessu og til
þess, að fá lögin, sem bezt úr garði
gerð, er vissasta ráðið að fela undir-
búning hinna yfirgripsmeiri laga rann-
sóknarnefndum, sem þingið setti, með
valdi til að yfirheyra hvem, semvera
skal og heimta skýrslur af hverjum,
sem þeim sýndist.
Til þessa hefur þingið fullan rjett
eptir 22. gr. stjórnarskrárinnar, en
eins og vjer tókum fram þegar í byrj-
un, verður þessi rjettur til lítils, af
þvi að nefndirnar geta ekki staðið
lengur en meðan þingið stendur yfir;
en á þeim tíma muíidu þær sjaldn-
ast geta lokið starfi sínu, þar sem þær
yrðu, auk annara þingstarfa, að gegna
svo vandasömu verki. Til þess, að
þess konar nefndir yrðu að tilætluð-
um notum væri óumflýjanlegt, að láta
þær standa milli þinga; en slikt fæst
eigi, nemameð stjórnarskrárbreytingu.