Þjóðólfur - 18.11.1887, Blaðsíða 2
206
í stjórnarskrárfrumvarpinu á þingun-
um 1885—87 var i 31. gr. gerð breyfc-
ing á 22. gr. stjórnarskrárinnar, og
var meiningin með þeirri breytingu,
að þingið gæti sett nefndir milli
þinga, en það er ekki beinlínis tekið
fram, sem hefði þó þurft að vera, því
að eins og 31. gr. frumvarpsins er
orðuð, er hún útlegging á 46. grein
dönsku grundvallarlaganna, og í Dan-
mörku greinir menn á um, hvort þess
konar nefndir geti staðið iengur, en
meðan ríkisþingið stendur yíir, og þvi
nú haldið fram af háskólakennara, Mat-
zen, að þær geti það ekki. Það er því
nauðsynlegt, að taka það beinlínis
fram, þegar íitjað verður á ný upp á
stjórnarskrárbreytingu. Áður en 22.
gr. stjórnarskrárinnar verður breyfct í
þessa átt, geta þessar nefndir í mörg-
um málum ekki orðið að tilætluðum
notum.
Kostnaðinn við þvílíkar nefndir
yrði auðvitað að greiða aí fjenu, sem
ætlað er til kostnaðar við alþingi.
Einhverjum kynni nú að vaxa í
augum sá kostnaður og þykja van-
sjeð, að þvílíkar nefndir yrðu tilvinn-
andi. En vjer efumst ekki um, að
þær mundu margfalt borga sig. Þing-
ið mundi þurfa tiltölulega lítinn tíma
til þeirra mála, sem þannig væru und- j
irbúin, og minnkaði við það alþingis- j
kostnaðurinn. I stað þess, að þingið
eyðir nú miklum tima í hvert skipti
árangurslítið eða árangurslaust til
ýmsra stórmála, mundi það eigi þurfa
langan tíma til þeirra, ef þau væru
undirbúin á þann hátt, sem að ofan
er bent á. Tökum alþýðumenntamálið
sem dæmi. Á síðustu þingum hefur
talsvert verið um það talað og mikl-
um tíma eytt til þess; á síðasta þingi
komu fram þrjú lagafrumvörp í því,
án þess að nokkuð yrði úr, og árang-
urinn enginn, að svo stöddu. Svona
getur það gengið með þetta mál mörg
þing enn; er auðsæfct, að þvílíkt kost-
ar mikið; en ef rannsóknarnefnd und-
irbyggi það, eru líkindi til, að þá þyrffci
þingið ekki að eyða miklum tíma til
þess, að koma því i eitthvert viðun-
anlegt horf, og þannig mundi kostn-
aðurinn við nefndina vinnast upp, og
það, sem mest er í varið, vjer mund-
um fá svo góð lög um þetta mál, sem
kostur væri á eptir hag landsins og
öðrum ástæðum.
Heiðursgjafir.
Herra ritstjóri! Á hverju ári er
skýrt frá því í blöðunum, hverjir bænd-
ur hafi fengið heiðursgjafir úrStyrkt-
arsjóði Kristjáns 9. fyrir frábæran bú-
skapardugnað, en aldrei verður neinu
blaði að vegi, að gefca þess —• ekki
með einu einasta orði — hvað þessir
búhöldar hafi unnið sjer til ágæfcis.
Hvað ber til þessa? Það er þó auð-
sætt, að talsverfc gagn mætti verða að
því fyrir aðra út í frá, að vita, hvað
sá þurfi að hafa unnið, er slíkra heið-
ursgjafa vill æskja, og viðkunnanlegra
fyrir þá, sem sent hafa sóknarbrjef
og engin úrslit fengið, að geta borið
verk sín saman við hinna, sem heið-
ursgjafirnar hafa hlofcið; ætti þvi ekki
að fara með þetta í launkofa. — Það
mun vera landshöfðingi einn, sem sker
úr því, hverjir heiðursgjafirnar skulu
fá á ári hverju, og er engin ástæða
til að efa sannsýni hans; en þó mun
það ofætlun, að hann geti í öllum at-
riðum metið að verðleikum tilverknað
hvers umsóknarmanns, þvi að til þess
þarf hann að vera hagsýnn verkfræð-
ingur og búfræðingur: hann þarf að
geta dæmt um, hvort þau verk, sem
umsóknarmaður kallar jarðabætur, sjeu
af nokkru viti stofnuð, eða hvort bú-
skaparlag hans sja yfir höfuð þess
vert, að því sje sómi sýndur. Skyldi
þvi vera úr vegi, að einhver dugandi
búfræðingnr væri kvaddur fcil að segja
skoðun sína á tilverknaði umsóknar-
manna, áður enn skorið væri úr því,
hverjir heiðursgjafirnar skyldu hljóta ?
15+10.
Athugasemd. Það er rjett hjá hin-
um heiðraða höfundi, að verfc væri að
geta þess með faum orðum, hvað sá
hefði gert, sem fær þessar heiðursgjaf-
ir, um leið og getið er um veiting
þeirra. Að minnsfca kosti ætti að geta
þess í stjórnartíðindunum, enda var
það gert þangað til 1880; þá lagðist
það niður, þótt undarlegt megi virðast.
— Eptir 3. gr. i skipulagsskrá þessa
sjóðs, veitir landshöfðingi einn þessar
heiðursgjafir, en umsóknarbrj efinu til
hans skal fylgja vottorð tveggja á-
reiðanlegra og heiðvirðra manna um
það, sem í brjefinu stendur, og hlut-
aðeigandi sýslunefnd á að segja álit !
sitt um það. Náttúrlega væri ekkert
á móti því, að „dugandi búfræðingur
segði skoðun sína um tilverknað um-
sóknarmanna", áður en heiðursgjaf-
irnar væru veittat, eða jafnvel rjeði
með landshöfðingja, hverjir skyldu fá
þær; en slíkt getur ekki komizt á,
nema með þvi að breyta skipulags-
skránni, en eptir gjafabrjefi konungs
frá 10. ág. 1874, verður henni ekki
breytt, nema eptir tillögum landshöfð-
ingja, svo að hannhefur þar bæði tögl-
in og halgdirnar. Bitstj.
Reykjavík, 18. nóv. 1887.
Á fiskisaniþykktarfimdi í Hafnar-
firði 11. þ. m. var ýsulóðarsamþykkt-
in felld með 71 atkv. gegn 83, en 2/s
atkvæða þarf til samþykktar. Aptur
á móti var samþykkt breyting á nefca-
samþykktinni frá 9. júní 1885.
Iimbrotsþjófnaður. Það er nú kom-
ið upp, hver framdi innbrotsþjófnað-
inn, sem nefndur var í síðasta blaði.
Eptir tilvísun manns, sem sá þjófinn
með þýfið um nóttina, var hann tek-
inn fastur á öðrum degi þar á epfcir,
og meðgekk glæpinn nokkru síðar á-
samt einhverju fleiru af líku tagi.
Um eldsvoðaiin, sem sagt var frá i
í síðasta blaði hafa verið haldnar rjett-
arrannsóknir, en enginn mun enn orð-
inn uppvís að þessum stórglæp. Það
er þó ekki örvænt, að upp komist,
hver sje að honum valdur, enda væri
þess óskandi, því að ella er ekki sjeð fyrir
endann á þessum húsbrunum hjer i bæn-
um, sem á síðustu tímum hafa farið vax-
andi; ef því heldur áfram, hlýtur meðal
annars brunabótagjald hjer að hækka
auk vanvirðu og hneysu, sem leggst
á bæinn í heild sinni. Það er von-
J