Þjóðólfur - 18.11.1887, Blaðsíða 3
207
andi, að rjettvisin sýni í þessu máli,
að hún beri nafn með rentu og geri
sitt ýtrasta til að komast fyrir, hver
sje valdur að þessum ófögnuði.
Fiskibrot Frakka. Málið út af
fiskibroti Frakka, er Hákön i Staf-
uesi kærði síðastl. vor og talað var
um í síðasta bl., er enn eigi komiðtil
landshöfðingja. Frá sýslumanninum
í Giullbringu- og Kjósar-sýslu hafði
það verið sent til amtmanns, en hann
sendi það til baka, til að fá nákvæm-
ari skýrslur um það, einkum viðvíkj-
andi þvi, hve langt sje í land af
miðinu, þar sem skip Frakka var
að fiska, til þess að víst væri, að það
hefði verið í landhelgi. — Innan
skamms verður málið að líkindum
sent landshöfðingja, sem sendir það
ráðgjafa; þaðan gengur það til utan-
rikisstjórnarinnar í Danmörku, og það-
an til Frakklands, svo að eigi er hægt
að vonast eptir úrslitum málsins fyr-
ir það fyrsta, ekki sízt fyrst því hef-
ur legazt svo lengi fyrsta áfangann.
Maður varð úti hjer fyrir sunnan
f.lörnina á sunnudagskveldið var, vinnu-
ruaður frá Skildinganeskoti, á heimleið
bjeðan úr bænum, ekki algáður.
lifnaðarhættir Depretis. Depretis, ráða-
aeytisforseti ítala, sem ljest í sumar, lifði
m.jög' sparlega. Þegar Georg, konungur
Grikkja, kom til Rómaborgar árið 1876, var
Depretis sjfikur og bað þess vegna einn af em-
bættisbræðrura sínum, að taka mðti konungin-
UrD- Konungurinn heimsótti samt sem áður
Depretis og hitti hann í herbergi, sem
hann leigði fyrir 5 tranka um mánuðinn. Þetta
herbergi var ekki öllu betra, en venjulegt stú-
dentaherbergi. Þetta var bústaður ráðaneytis-
forsetans. Nálægt rúminu, sem Depretis lá í,
stóð harður sóíi og nokkrir stólar, sem allt var
l>akið bókum, pappír, teikningum, handritum o.
s- frv., allt hvað innan um annað. Þarna tók
Depretis móti Grikkja konungi. Þegar Depretis
seinna kvongaðist, fjekk hanu sjer stæíri en
öaumast veglegri bústað, og bjó mörg ár í nr.
3 við yia Nazionale. Hann var 63 ára gam-
er hann gekk að eiga Amalíu Florer,
sem hafði mikil áhrif á hann og gerði
honum líflð þægilegra, en hann hjelt samt
sem áður áfram að lifa mjög sparlega. Að
morgunverði hafði hann t. a. m. 2 egg, brauð,
smjör, ost og eitt glas at marsaga, og pessa
neytti hann standandi við skrifborðíð sitt. Þeg-
ar hann kom til búgarðs síus Stradella, hugs-
aði hann aldrei um, að panta fyrir fram mál-
tíð handa sjer, eða hafa með sjer mat, og er
bændurnir á búgarðinum urðu vandræðafullir
ir út af þessu, sagði hann hlægjandi: „Hafið
þjer ekki dálítið af ávöxtum, egg og brauð,
meira jiarf jeg ekki“. — Hann hafði mjög langt
skegg, sem var alþekkt íEðmaborgog um það
var eigi að eins mikið talað manna á milli, held-
ur var einnig gefið út rit um það, sem nefnd-
ist II Barbabianca (hvita skeggið). Alkunnir
voru einnig rauðu og bláu vasaklútarnir
hans, sem hann tók upp, þegar hann var kom-
inn í ræðustólinn, breiddi úr þeim, hristi, brúk-
aði og lagði síðan saman, allt með mestu ná-
kvæmni. Eignir hans í Stradella gengu sí og æ
úr sjer, með því að hann var eigi góður bú-
höldur og hafði eigi vit á landbúnaði. Fað-
ir hans, sem var góður búhöldur, andvarpaði
opt yflr því og sagði: „Það er mikil ógæfa,
Agostino hefði átt að geta orðið góður bóndi,
en hefur að eins getað komist svo langt, að
verða þingmaður. Hvað ætli verði úr po’.itik-
inni“ ? Það varð það úr henni, að hún gerði
hann að ráðaneytisforseta ættjarðar sinnar. —
Það eru hafðar margar setningar eptir Depret-
is og margar smásögur um hann. I 40 ár
fjekkst hann við stjórnmál, og er hann eigi
var ráðgjafi, var hann jafnan í mótstöðuflokkn-
um, og einu sinni sagðihann: „Menn verða að
skipta um ráðgjafa eins og skyrtur“. — Einu
sinni, er hann var ráðaneytisforseti, álasaði
hann ritstjóra við stjórnarblað eitt fyrir að
blaðið væri eigi nógu fitbreitt og því væri illa
stjórnað. Ritstjórinn sagði, að menn vildu
heldur blöð mótstöðuflokksins. „Jæja, þá það“,
sagði Depretis, „skrifaðu þá skammir um mig“.
Hann ljet aldrei höfða mál gegn nokkru blaði,
jafnvel þó að enginn stjórnvitringur í Evrópu
hafi, ef til vill, verið skammaður í blöðunum
jafnmikið og hann. Opt reyndu þingmennimir
að gera hann reiðan á þinginu, en hann ljet
það aldrei á sig fá, og svaraði annað hvort
með fyndni, sem kom mönnum til að hlægja,
eða liann að eins^ ypti öxlum. Einu sinni fauk
þó i hann, þegar Stella kom með brígslanir
gegn honum persónulega, og talaði um, að hann
hefði ver'ið hermálaráðgjafi, er ítalir biðu ósig-
urinn við Lissa. „Já, það veit jeg vel“, svar-
aði Depretis, „en í hvaða afkyma faldi þing-
maðurinn Stella sig þá um það leyti“ ?
Fjarskaleg vangá. í sumar sem leið var
stúlku einni í Warschau ílt í öðru auganu, og
mátti búast við, að hún fengi sama sjúkdóm í
hitt augað, ef ekkert væri aðgert. Læknir
einn ásetti sjer því að taka veika augað burt
og svæfði stúlkuna á meðan, en í stað þess tók
hann heilbrigða augað burt, og varð ekki var
við það fyr en stúlkan raknaði aptur við. Lækn-
inum varð svo mikið um þetta, að hann flýði
burt og hefur eigi spurst til hans síðan.
Sú saga gengur, að líkt atvik hafi átt sjer
stað hjer á landi, og þegar læknirinn varð þess
var, hafi hann sagt. „Ó, garmurinn, blindur á
báðum augum“.
Maura regn. í borginni Nancy við landa-
mæri Frakklands, sást einu sinni í sumar allt
í einu eins og dimman skýflóka drægi yfir
borgina, sem færðist nær og nær og fjell svo
niður á hús og götur borgarinnar. Þetta voru
þá maurar, sem ringdi niður úr loptinu, ogúði
nú og grúði af þeim alstaðar í borginni. Án þess
að vita, hvernig á þessu stóð, ætla menu að
það standi í sambandi við storm, sem þar hafði
geysað og var ný afstaðinn.
Nafnið „Eskimði" eða „Eesquimaux“ er
tekið úr hinni algonquinsku tungu og
þýðir þann sem etur hrátt kjöt. Sjálfirkalla
þeir sig Inuit sem er þjóðin. Skrælinga nafnið
tengu þeir, þegar íslendingar tóku byggð á
Grænlandi 886.
Fyi’irspurnir.
1. Hvort eigum við heldur bændurnir, sem
búum á meiri eða minni jarðarpörtum, að gjalda
þeim þrem tíundartökurum, presti, kirkju og
fátækum 8/4 álnar eða 2/» álnar af hverju á-
búðarhundraði til jafnra skipta milli þeírra, og
hver eru helztu lög um það efni?
2. Eru ekki prestar og ekkjur þeirra sömu
lögum háðir, sem aðrar stjettir landsins, að þvi
er snertir sveitfesti?
3. Ef þeir (prestarnir) i sveitum koma til
brauðs j fardögum og taka jörð til ábuðar, verð-
ur þá ekki að telja hreppslielgi þeirra frá far-
dögum til fardaga 10. árið?
4. Nú deyr prestur t. a. m. i apríl 10. ár-
ið, hefur hann þá unnið sjer og sínum þar
hreppshelgi eða ekki?
Svör.
Um 1. Tíuud af fasteign (jörðum) er eigi
jöfn af öllum jarðarhúndruðunum; þannig er
tíund til hvers af áðurnefndum þrem tíundar-
tökurum af % hundraði */4 álnar, af 1 hdr. V2
al., af 2 hndr. 8/4 áln., af 3 hndr. 1 al.,af 4 hdr.,
1V4 ál., af 5 hndr. 1 ’/3 al., af 6 hndr. 2 álu.,
af 7 hdr. 2’/4 ál., af 8 hdr. 2Va al., af 9 hdr. 28/4 ál.,
af 10 hndr. 3 áln., af 11 hndr. 3’/2 al.; með öðrum
orðuin af hverju jarðarhundraði er skiptitíund-
in V4 álnar, nema af 1. hundraðinu og af 1.
hundraðinu yfir hver 5 hndr. (þ. e. 6., 11., 16.,
21., 26., 31., 36. 0. s. frv.); af þeim hundruðum
er goldin ‘/2 al. — Þannig verðnr t. a. m.
skiptitíund, af 30 hndr. 9 áln., af 41 hndr. 12'/a
al. 0. s. frv. Helztu lagaboð um tíund eru
kristinnrjettur Árna biskups og reglugjörð 17.
júlí 1782, svo er og sumt í tíundinni byggt á
gamalli venju, sbr. Kirkjurjett Jóns Pjetursson-
ar bls. 167. — Annars viljum vjer ráðleggja
mönnum, sem þurfa að kynna sjer gjöld til
prests og kirkju, að fá sjer Yiðskiptabðk við
prest og kirkju lijá bóksala Sigurði Kristjáns-
syni.
Um 2. Jú.
Um 3. Jú.
Um 4. Með því að 10 ára dvöl samfleytt í
sama hreppi, þarf til þess að ávinna sjer fram-
1