Þjóðólfur - 06.01.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á föatudaga-
morgna. VerB árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. JAU.
ÞJÓÐÓLFUR.
Oppsögn skrifleg. bund-
in viö áramöt, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XL. árg.
JÓN SIGURÐSSON.
á G autlön dum.
„Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi"
segir gamalt máltæki. Þetta er satt;
það eru bændurnir, sem velferð landsins
styðst við. Þegar bændurnir eru ónýtir
og framtakslausir, er landið í voða, en
þegar bændurnir eru duglegir og fram-
takssamir og setja sig i brodd framfara
og stórfyrirtækja, þá má eiga víst, að
það befur einhvern árangur landinu til
frama og heilla. Þetta kemur þvi bet-
ur fram, þegar vjer íhugum, hve mikil
áhrif bændur vorir hafa á löggjöf lands-
ins. Það eru þeir, sem ráða mestu um,
hverjir eiga setu á þingi. Þetta gæti
komið enn betur fram, ef vjer fengj-
um innlenda stjórn og fullkomið þing-
ræði kæmist á hjá oss; þá mætti segja,
að það væru bændurnir, sem hefðu mest
áhrif á löggjöfog stjórn landsins.
Þar sem nú staða bændanna er
svo þýðingarmikil, eru það því
miður allt of fáir úr þeirra flokki,
sem hingað til hafa haft beinlín-
is áhrif á stórmál landsins. Til
þess eru þeir allt ofmikið önnum
kafnir í búsýslu o. fl., og til þess
er þeim veitt oflítil menntun, o.
s. frv. Það eru þvi að eins fáir,
sem hefja sig yfir hið almenna
og gerast forkólfar framfara og
stórfyrirtækja, eins og sá bóndi,
er Þjóðólfur flytur mynd af í
dag, Jón Sigurðsson á Grautlönd-
um. „Hann er“, eins og danskt
blað eitt (Morgunblaðið 5. maí f.
á.) kemst að orði um hann, „mjög
mikils metinn af landsmönnum
sínum og hefur á sjertraust bæði
þjóðarinnar og stjórnarinnar ", eins
og hefur komið berlega fram í
þvi, að honum hefur verið falið,
að gegna öllum mikilverðustu
störfum, bæði innan ogutanhjer-
aðs, sem hægt er að fela mönn-
um í hans stöðu.
Hann er fæddur á Grautlöndum
12. maí 1828. Yorið 1848gekkhann
Reykjavík, föstudaginn 6. janúar 1888.
að eiga konu sína Solveigu Jónsdóttur,
prests frá Reykjahlíð. Hafa þau búið
á Gautlöndum síðan. Þeim hefur orðið
11 barna auðið; af þeim lifa 9, öll upp
komin. Siðan 1856 hefur hann verið
hreppstjóri í Skútustaðahreppi, nema
1861—64. Auk þess hefur hann verið
sýslunefndarmaður, amtráðsmaður og
hreppsnefndaroddviti. Sýslumaður var
hann settur 1861 og gegndi þá sýslu-
mannsembættinu i Þingeyjarsýslu í ná-
lega 1 ár í umboði kanselliráðs Þ. Jóns-
sonar; árið 1868 var hann aptur settur
sýslumaður og gengdi þá embættinu ár-
langt á eigin ábyrgð. Árið 1858 var
hann kosinn alþingismaður í fyrsta skipti
fyrir Suður-Þingeyjarsýslu; hefur hann
síðan setið á þingi fyrir það kjördæmi
til 1886. Þá gaf hann þar ekki kost á
sjer, heldur sótti fram í fylkingunni, þar
sem örustan var hörðust og bauð sig
fram í Eyjafjarðarsýslu, og vann þar á-
samt Benedikt Sveinssyni frægan sigur
Nr. 1.
á andvígismönnum sínum í stjórnarskrár-
málinu. — Eins og menn muna ætluðu
þeir Arnljótur prestur og Jón Hjaltalin
að fá miklu fram komið með tilstyrk em-
bættlinga á Akureyri. Þeir náðu Fróða
undir sig, stofnuðu Akureyrarpóstinn og
Jón Rauða. Skrifuðu þeir í blöðin af
svo miklu kappi, að svo má kalla að grein-
arnar gengju eins og skæðadrífa yfir all-
an Eyjafjörð; en þetta kom fyrir ekki.
Á þinginu 1877 var Jón Sigurðs-
son kosinn varaforseti neðri deildar, en
1879 aðalforseti og hefur verið það síð-
an, nema 1885. Hann átti sæti í land-
búnaðarlaganefndinni frá 1869 til þess
er hún lauk störfum sínum 1876, svo
og í skattanefndinni, sem undir bjó hin
nýju skattalög. Á öllum Þingvallafund-
um hefur hann mætt síðan hann varð
þingmaður. Enn fremur hefur hann
verið formaður flestra fjelaga, sem stofn-
uð hafa verið til almennra framfara í Þing-
eyjarsýslu, og nú er hann form. Kaupfjel.
Þingeyinga. — 26. maí 1867 var
hann gerður að dannebrogsmanni,
og 10. marz 1885 var hann skip-
aður umboðsmaður.
Hver áhrif Jón Sigurðsson hafi
haft á framfaramál vor allan þann
tíma, sem hann hefur fengist við
þau í ræðum og ritum, er ómögu-
legt að meta til fulls. Hann hef-
ur verið meðal hinna helstu for-
vígismanna í stj órnarbaráttunni
hin síðustu ár, og það var hann,
sem kvaddi til Þingvallafundar-
ins 1885, þar sem kosnir menn
úr öllum kjördæmum landsins
komu saman til að hrinda áfram
stjórnarbótamáli voru, og krefj-
ast endurskoðunar á stjórnar-
skránni.
Jón Sigurðsson er hvítur af hær-
um, en hann ber hærurnar eins
og hetja. Hann er sómi bænda-
stjettarinnar og hann er sómi alls
landsins. Fyrir því óska allir góð-
ir íslendingar honum langra líf-
daga og að honum megi auðnast
að vinna fósturjörðu vorri enn
margt til heiðurs og heilla.
JÓN SIGUliÐSSON.