Þjóðólfur - 19.03.1888, Síða 4
60
Ef ráðgjafmn svarar engu, eða ef hann
neitar að breyta úrskurðinum, mætti reyna
að biðja alþingismenn sýslunnar, að gjöra
fyrirspum um málið á næsta þingi, svo
að það detti ekki niður. liitst.
Reylcjavík, 19. mars 1888.
Póstskipið Laura kom hingað að morgni
17. þ. m. Með því komu Paterson kon-
súll, C. Knudsen kaupmaður, Oddur Jóns-
son læknaskólakandidat og kona hans.
Ný lög, staðfest 10. f. m.
20. lög um söfnunarsjóð íslands.
21. lög um veitingu og sölu áfengra
drykkja.
Lagasynjanir. Lögum um stofnun laga-
skóla, og lögum um tölu þingmanna í efri
og neðri deild alþingis hefur verið synj-
að staðfestingar.
Verslunarfrjettir fráHöfn umlokf. m.
Vorull norðlensk 62 a., vestfirsk ogsunn-
lensk 58 a.; haustull 46 a. — Sanðakjöt
45—50 kr. tunnan. Saltfishur, vestfirskur
óhnakkakýldur 55 kr., sunnlenskur hnakka-
kýldur 50 kr. skpd. HarSfiskur boðinn á
64 kr., en selst ekki Sundmagar 65—68
a. Haldið, að hrogn muni verða í lágu
verði. Hákarlslysi ljóst 35—36 kr., dökkt
28— 30 kr. tunnan.
Kaffi að lækka í verði, orðið 60—65 a.
pd., kandís 22 a., hvítasykur 19 a., brenni-
vín 13—14 a. ptt., rúgur 3 kr 80 a. til
3 kr. 90 a. 100 pd.; rúgmjöl 4 kr. 45 a.,
bankabygg 6 kr. 80 a. til 7 kr.
Brauð yeitt. Kolfreyjustaður var veittur 14. þ.
m. sjera Jónasi Hallgrímssyni á Skorastað eptir
kosningu safnaðarins.
Manntjón og Slysfarir. 6. f. m. fórst 6manna
far í fiskíróðrí ftr Bolungarvík með 6 mönnum;
formaður Guðmundur Magnússon hreppstjóri í Tröð
„orðlagður dugnaðar- og aflamaður11. — S. d. fórst
hátur úr Steingrímsf. á Ströndum með 2 mönnum á.
í mannskaðabylnum mikla 9. og 10. f. m. varð
úti, auk þeirra, sem áður er getið hjer í blaðinu,
vinnumaður frá Háagerði á Skagaströnd, Guðmund-
ur Helgason að nafni; var á suðurleið og hafði
farið 9. f. m. frá Holti á Ásum, en eigi komið
fram síðar.
„2. þ. m. drukknuðu 3 menn af bát á Eyjafirði,
frá Geldingsá að austanverðu við fjörðinn, 2 af
þeim unglingsmenn, synir ekkju þar. Þeir voru
á leið út á Svalbarðseyri eptir vörum, sem Miaca
hafði sett þar upp“.
Jþyrir sakir ósanninda þeirra, sem fáeinir íslenskir
námsmenn í Khöfn reyna að úthreiða í dönsk-
um blöðum um dr. Finn Jónsson, lýsi jeg hjer með
yfir, að dr. Finnur á engan þátt í greinum þeim,
sem staðið hafa í Þjóðólfi út af kvæðinu um Rask
og það mál, og að hann ekki er frjettaritayi Þjóð-
ólfs, og hefur ekki verið í langa tíð.
Reykjavík, 19. marz 1888.
Borleifur Jónsson,
ritst.jóri Þjóöólfs.
; A U G LÝ SINGAR
Greiðasala.
Hjer með auglýsist, að í Ólafsdal í Dalasýslu
geta ferðamenn fengið næturgisting og annan greiða
eptir föngum, fyrir fulla borgun frá 14. maí næst-
komandi.
T. Bjarnason. 101
Einkasala fyrir Hanmörku á
p r j 6 n a v j o 1 u m frá Muhlliausen
og spólunaryjelum frá Cliemnitz
með nýjasta og besta lagi fyrir verk-
smiðjuverð. Menn geta fengið að sjá
unnið á vjelarnar.
ic Brúkaðar prjónavjelar fást með
hálfvirði.
Simon Olsen & Co. s Tricotagefahrik.
Kjöbmagergade 50, C, 2. Kbhvn K.
_______________102
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg.
Prentari: Th. Jensen.
54
og sagði Guttormi, að í Texas væri nú svo dýrðlegt og
dásamiegt í alla staði, og ásetti hann sjer því að flytja
þangað. Jafnskjótt, sem fært var orðið um vorið, út-
vegaði hann sjer hesta og vagna til fararinnar, tók eig-
ur sínar og hjelt af stað suður til Texas. Förin gekk
mjög seint og ógreiðlega um þetta veglausa og strjál-
byggða land, og optar en einu sinni leit eigi út fyrir
annað, en að nú kæmist hann ekki lengra. En hug-
prýði og þrek Guttorms og sona hans sigruðust á öllum
erfiðleikum og torfærum.
Eitt kveld settust þau að við læk, sem fyrir þeim
varð, og voru að matreiða til kvöldverðar kjöt af hjart-
kálfi, sem Kolbjörn, miðsonur Gruttorms, hafði skotið um
daginn. Þeir feðgar sátu í grasinu og Ingibjörg kom
með matinn til þeirra, en i sama bili þaut ör fram hjá
henni og straukst því nær við höfuð hennar. í einni
svipan spruttu þeir feðgar upp og tóku rifla sína. En
áður en þeir höfðu almennilega áttað sig, heyrðist skot-
kvellur, og Indíani* einn fellur dauður niður bak við
trje í svo sem 50 skrefa fjarlægð. Og í sama augna-
*) Indíanar eru, eins og flestum af lesendunum mun vera kunn-
ugt, þjóðflokkur, sem bjó í Ameríku, er Evrópumenn komu
þangað. Deir voru þá mjög menntunarlitlir; síðan hefurtek-
ist að koma á menntun hjá allmörgum þeirra og kristna þá,
en allmargir þeirra eru þó enn menntunarlitlir og ókristnað-
55
bliki heyrðist nýtt skot, og bak við annað trje veltur
annar Indíani um dauður. Nú varð fjörugt í skógin-
um. Hjer um bil 10 Indíanar komu nú í ljós, sinn
fram undan hverju trje, og flýðu sem fætur togliðu.
Þoir feðgar, Guttormur og synir lians, voru ekki seinir
á sjer að leggja riflana upp að vanga sjer, og skjóta á
þá, enda fjellu 4 Indíanar, sinn fyrir hverju skoti.
„Karlmannlega af sjer vikið, útlendingar, var sagt á
ensku frá skógarrunni þar rjett hjá, „þið eruð svei
mjer ekki neinir klaufar“. Út úr runninum kom mað-
ur í skinnfötum með tvíhleypta bissu i hendinni og
veiðitösku um öxl sjer. Það var ungur maður, þrek-
lega vaxinn, mjög veðurtekinn í andliti; hann var í jakka
og buxum úr hjartarskinni. Hann sagði þeim, að hann
væri frá Norður-Englandi, hefði verið 3 ár sem voiðimað-
ur í Norður-Ameríku og farið hvað eptir annað aptur og
fram um grassljetturnar og skógana. Nú var hann
á leiðinni til næstu borgar til að selja nokkuð af skinn-
um og fá sjer skotfæri og aðrar nauðsynjar. Hálfa
mílu þaðan varð hann var við Indíanahóp, og eptir því
sem þeir höguðu sjer, þóttist hann vita, að þeir mundu
vera að veita einhverjum eptirför. Hann skildi því ept-
ir, fara aptur og fram um landið og lifa á dýraveiðum, fiski-
veiðum og ránum.