Þjóðólfur - 31.03.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.03.1888, Blaðsíða 2
66 landi, sem olli því, að hann vildi verða sögumálari og mála viðburði úr fornsög- unum, og sama ættjarðarást kemur fram í ritgjörðinni um kvennbúningana, því að þegar hann er búinn að rannsaka, bvern- ig búningurinn var, getur bann ekki að sjer gjört að snúa sjer að búningnum eins og hann er 1857. Það á ekki illa við að minnast nú á þessum tímum þessara orða Sigurðar málara : „Allir vita, að búningurinn er mjög far- inn að breytast, og það til hins verra að mörgu leyti, og allt bendir á, að menn munu þurfa að halda í taumaua á þjóð- erni voru, bæði í smáu og stóru, ef duga skal; því að allt horflr til breytingar í landinu; en menn verða að gæta þess, að betur fari þá breytt er, en ekki taka báð- um höndum móti öllu útlendu, hvernig sem það er, og sleppa því, sem er inn- lent, og á vel við þjóðerni og landshag í alla staði. í þessu máli og öðru ríður á að gæta vneðalhófsins“. Ritgjörð þessi hef- ur haft mjög mikil áhrif og studdi einna mest að því, að ísl. búningurinn tók stakka- skfjTtum til hins betra, svo að nafnfrægir fagurfræðingar eins og Theodor Fr. Yischer1 tekur íslenska búninginn í riti sinu: Um „móðinn“ sem sýnishorn af fögrum þjóð- búningi, gagnvart hinum ósmekklega bún- ingi kvenna í útlöndum, danska búningn- um. Hefðu íslenskar meyjar og konur gott af að lesa ritgjörð þessa, til þess að læra, hvernig þær eiga að halda búningn- um þjóðleffiim, harjanlegum og fögrum, svo að ekki fari fyrir þeim eins og kvenn- fólki því, sem Sigurður talar um að liafl aflagað húfubúninginn „þó búningur þessi sje fagur“, segir hann, „þá hefur konum vonum fremur tekist að aflaga hann með alls konar hófleysum, með því að hafa skúfhólkana eins stóra, og hólka á meðal kvennkeyri, svo þessi þungi hólkur togar húfuna niður af höfðinu. Það er fagurt að sjá mátulega langan skúf og hólk, en eins ófagurt er það, þegar hann er of langur eða of stór, og alit þess háttar hóf- leysi eiga menn að varast, þvi með því má skemma allt það, sem annars er á- gætt. En þessi eru niðurlagsorð í ritgjörð- inni: „Látið því faldinn ættmæðra yðar 1) Theodor Fr. Vischer er einhver frægasti fag- urfræðingur á Þýskalandi á pessari öld, fyrst háskólakennari í Tiibingen, Ziirich og seinast í Stuttgart. Aðalrit hans er: „Æstnetik oder Wissenschaft des Schönen" (3 bindi, 1847—58). Rit hans Um „móðinn“ kom út á dönsku í Khöfn 1880. vera yðar heiðursmerki, af því að þær báru hann á undan yður á höfðum sjer, sem sigruðu flestar konur með vitsmunum, tryggð, kurteisi og skörungsskap, en gæt- ið yðar, eí þjer ætlið að kasta honum, að þjer ekki kastið um leið þjóðerni, tryggð og skörungskap hinna fornu kvenna". Það má sjá af þessari ritgjörð, að Sig- urður hefur þá verið farinn að rannsaka karlmanna búninginn. „Jeg skammast mín“ segir hann, „af því að jeg er íslendingur og einn af karlmönnunum, að ljósta upp þeim óhróðri, að hann er ekki umtalsverð- ur sem þjöðbúningur. Af fornbúningnum er nú ekki eptir nema einstaka slitur, og það er þá sitt á hverju landshorninu. Svona hefur nú farið um þessa grein þjóð- ernisins“. Seinna ritaði liann svo: „Um búning karlmanna til 1400“, og er það rit, óprentað. Um vorið 1856 kom Sig- urður til Islands, ferðaðist hann þá um og bjó til myndir af mönnum, en um haustið fór hann aptur til Khafnar og starfaði þá af miklu kappi. Á ferð sínní á íslandi, hafði hann lialdið spurnum fyrir forngrip- um, og eptir að hann kom aptur, fór það að verða honum ljósara og Ijósara, hversu nauðsynlegt væri að stofna hjer forngripa- safn, og svo segja vinir hans, að opt hafi hann þá talað um þetta. Var hann nú jafnframt að hugsa um að skrifa „Kult- ur-sögu“ íslands og rannsakaði hann nú með mesta áliuga söfnin í Khöfn, og fór að skrifa mönnum og grenslast eptir forn- gripum hjer á landi, og fullkomnaði sig í málaralistinni. Vorið 1858 kom hann aptur til íslands og málaði menn eins og 1856. En nú kom litið atvik fyrir. Sigurður var allra manna hreinlyndastur. Hann sagði ávallt skoðun sína afdráttarlaust og það opt með skýrum orðuin og skorinorðum, en liins vegar var liann og ágætur drengur og vildi gjöra vinum sínum allt gott, sem hann gat. Þá var það, að inaður, sem Sigurður skoðaði alúðarvin sinn, tældi hann til að lána sjer 400 kr. af því fje, sem liaun liafði unnið sjer inn um sumar- ið. Sigurður ætlaði fje þetta til siglingar, en þegar liann þurfti á því að halda, þá var ekkert hjá „vini“ hans annað að liafa en svikin. Sigurður liafði ætlað að stunda „Kultursögu“ í Khötn og fullkomna sig enn meir til að verða söguinálari. En nú fór svo, að Sigurður gat eigi siglt og neyddist liann því til að verða lijer í Reykjavík. Sigurði var nú hrundið út af braut sinni 25 ára að aldri fyrir lúaleg svik vinar síns, sem síðan hefur kveðið mikið að, en alstaðar reynst samur við sig. Fyrst eptir að Sigurður var sestur að í Reykjavík, sem þá var helmingi verri en hún er nú, var hann að mála andlits- myndii' af mönnum og altaristöflur, og tók þetta í fyrstu með allmiklu kappi. En hann hjelt þetta eigi lengi út. Enginn getur búist við, að söngfugl syngi í vetr- arhríðum, segir Benedikt Grröndal, og líkt mátti heimfæra upp á Sigurð. Hann var eins og allir framúrskarandi listamenn og skáld eru, han'n gat ekki starfað nema andinn byði honum það, en föðurlandsást hans fann enga fullnægju í þessum and- litsmyndum og altaristöflum. Málaraand- inn kom sjaldnar og sjaldnar yfir hann. Lífið hjer í Reykjavík gat ekki borið lista- mann. Áhugi lians fór að stefna að öðru. Eu það, sem þá einna mest tók áh uga Sig- urðar fanginn og batt hann við Reykja- vík, var Forngripasafnið, og munum vjer skýra frá því í næsta blaði, hvernig stofn- un þess komst á. Nokkur orð um heyásetning. (Niðurlag). Þegar landnefndin var sett 1770, tveim- ur árum eptir að „Deo, regi, patriæ“ kom út, tók hún þetta mál til athugunar, en það var eiginlega Þorkell Fjeldsteð, sem átti frumvarpið til „Lands- og Politi“- tilskipunarinnar. En stjórnin vildi eigi sinna upjiástungum hans um heyforða- búr og heyásetning í sveitum og þá náttúrlega heldur eigi sumir hinir æðstu höfðingjar hjer á landi, því að eptir höfðinu dansa limirnir; var þetta á hrakn- ingi fram og aptur um nokkur ár. En þegar lítil útlit voru fyrir, að það fengi framgang, þá var það, 1786, að ónefnd- ur föðurlands vinur* bað Stefán Thorar- ensen amtmann, að senda tillögur sínar um málið til rentukammersins, en eins og áður er sagt, svaraði rentukammerið eptir að Jón Eiríksson var dáinn, og tók illa í málið. Síðan tók Lærdómslista- fjelagið málið til athugunar, og þá kom Stefán Thorarensen með ritgjörð um mál- ið, sem prentuð er í 13. árg. Lærdóms- listafjelagsritanna. Síðan hefur þettamál aldrei gleymst alveg hjá almenningi, og *) Stefán Thorarensen segir 1794, að pessi mað- ur sje þá dáinn og hefur þetta því ef til vill einmitt verið Jón Eiríksson. 4

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.