Þjóðólfur - 31.03.1888, Blaðsíða 1
Kemur út, ú föatudags-
morgTta. Verð úrg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögii 8krifleg. bund-
in viö áramót, 6gild neraa
korai til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XL. ára;.
Reykjayík, laugardaginn 31. mars 1888.
Nr. 17.
í
3.-4. tðlubl. Þjdðdlfs þ. á.,
yerður kcypt á afgreiðslustofu blaðs-
ins fyrir fullt verð.
Sigurður Guðmundsson málari.
i.
Æska Signrðar og yera í
Kaupmannahöfn.
Þjóðhátíðin var haldin sumarið 1874,
en um haustið eptir, þúsundasta ár ís-
lands, dó Sigurður málari, einum vetri
moir en fertugur, og þá átti ísland að
sjá á bak ágsetismanni, sem annars staðar
myndi hafa hlotið frægð og fje, en lijer
fann lítil laun. Þá hafði danska stjórnin
öll fjárráð hjer á landi, en Sigurður kunni
eigi að smjaðra nje hræsna, og því lifði
hann við svo mikla fátækt, að þeim renn-
ur til rifja, sem um það hugsa, og það
kveikir gremju og sorg að hugsa til þess,
að annar eins listamaður, fræðimaður og
einlægur ættjarðarvinur og liann var,
skyldi deyja fyrir það, að hann varð að
vinna í nístandi vetrarkulda, fyrir það að
Imnn hafði eigi efni á að hita upp her-
hergið, þar sem hann sat við starf sitt.
A þeim sama tíma, sem danska stjórnin
mokaði fjenu í Gísla Brynjúlfsson, og
brúkaði fje landsins til að halda uppi níð-
ritum um þjoð og þjng 0g Jón Sigurðsson,
fjekk Sigurður málari enga viðurkenningu
og það er sagt, að þegar Sigurður var
dauðvona við þjóðhátíðiua á Þingvöllum,
Þw sem hann sagði fyrir hvernig ætti að
prýða konungstjaldið. binda blómsveiga o.
s. trv., hafi Kristján IX. viljað vcita hon-
um heiðurspening úr gulli, en þá hafi lands-
höfðingi afstýrt því með því að segja, að
slíkt mætti eigi viðgangast, því að hann
væri bæði „dum og dovcn“ (heimskur og
latur). Þá varð Randrúp riddari! En
hverfum frá þessu, sem að eins vekur
gremju og sorg.
Sigurður Guðmundsson er fæddur 9.
mars 1833. Gáfur og fyndni og maka-
laus náttúra til að teikna og tálga mynd-
ir, vöktu almenna eptirtekt á honum með-
an hann var í uppvexti. Menn hafa ýms-
ar sögur um þetta enn þá í Skagafirði,
þar sem hann var borinn og barnfæddur.
Þetta er ein sagan. Þegar Sigurður
var barn 10 eða 11 vetra, var hann með
fullorðnum manni að reka lömb. Kom
hann þá að Flugumýri til Ara lækiiis
Arasonar og var hoðið inn í stofu. En í
stofunni hjengu margar myndir af ljóm-
andi fallegum hestum og sjerstaklega var
einkar fögur mynd fyrir ofan rúm, sem
var í stofunni, af gráum hesti á harða
stökki. Sigurði þótti þessi ir.ynd falleg og
hafði ekki augun af henni, en þegarheim
kom, teiknaði hann mynd svo líka að all-
ir undruðust, sem sáu.
En kunnust er sagan um hrjóstmynd, (
sem Sigurður gjörði af Gísla Konráðssyni,
svo líka, að allir dáðust að. Sigurður var
sonur bláfátæks bónda, en það er nóg að
segja þetta, til þess að menn skilji, hvort
ekki liefur þótt mikils vert um hann, að
16 ára fór hann til Khafnar, og komst
eptir ýmisleg æfintýri á „Kunstakademíið“ ;
stundaði hann þar málaralist af alefli og
hlaut margra manna lof og velvild ágæt-
ustu málara. Olíumyndir af íslendingum,
sem hann ljet á málarasýningar í Khöfn,
vöktu allmikla eptirtekt, og lmgðu menn
bæðiafþessu og hversu houum gekkfram-
úrskarandi vel á „Kunstakademíinu“, að
haun myndi verða hinn frægasti málari.—
Um þessar mundir gjörði hann einnig lág-
mynd af Jóni Eiríkssyni, furðu vel gjörða.
Meðan Sigurður var á „Kunstakadcmí-
inu“, kom upp hjá lionum sú hugsun að
verða sögumálari; hann vildi mála við-
burði úr fornsögunum, og það eru ýmsar
myndir til eptir hann frá þessum tíma. Þá
teiknaði hann Gísla Súrsson og draum-
konuna, mjög fagra mynd, sem menn vita
ekki hvar vcra muni, og þá teiknaði hann
Guðrúnu Ósvífursdóttur eptir víg Bolla,
þegar Helgi Harðbeinsson þerrði blóðugt
spjótið á blæjuhorni hennar, og fleiri mynd-
ir. En það er undarlegt, livernig þet-ta
dró t:il annars. í „Hugvekju til íslcnd-
inga“, scm Sigurður málari skrifaði 1862
og verður síðar minnstá, segirhann: „Jeg
vil leyfa mjer að spyrja g'óða menn, hvern-
ig ætti söf/umálari að mála viðburði úr
okkar fornsögum, ef hann hcfði enga hug-
mynd um búninga, vopn, húsakynni og
skip fornmanna, því að allir vita, að þeir
gengu ekki naktir, og að allir söguvið-
burðir urðu að ske á sjó eða landi, inn í
hósum eða undir opnum liimni, en ekki
uppi í liimninum. Til þess að geta þetta,
þurfa menn einmitt forngripasafu“.
Hvað verður sá að gjöra, sem ætlar að
róa á sjóinn, þegar enginn bátur er til,
eða sá sem ætlar að fara að slá túnið,
þegar ekkert er orfið eða ljárinn til? Hann
verður að fara að smíða bátinn, orfið og
ljáinn. En hjer var meira að smíða en
orf eða ljá. Ef Sigurður málari hefði ver-
ið óvandaður maður, þá hefði hann málað
fornmenn í einhverjum og einhverjum bún-
ingi, en þetta gat hann ekki, og því hlaut
hann að fara að rannsaka sögurnar, rit um
búninga og leifar af fornmenjum. Árið 1857
kom á prent í Nýjum fjelagsritum ritgjörð
eptir Sigurð: „Um kvennhúuinga á ís-
landi“ með þessum einkunnarorðum:
„Áður sjerhver íald bar frú,
íálleg þótti venja sú“.
Þá var hann 24 ára að aldri og hafði þá
varið tíma sínum til að nema málaralist-
ina, en það má nefna ritgjörð þessa, sem
dæmi til þess, hve niikill eljumaður hann
var, að þá hefur hann verið húinn að lesa
ílestallar fornsögur vorar og rannsaka
handrit, myndir á söfnum í Khöfn, rímur
og kvæði á öllum öldum fram undir vora
daga, og mynda sjer ákveðnar hugmyndir
um búning kvenna á íslandi, og hafði rit-
gjörð hans hin mestu áhrif á allar konur,
sem nokkuð voru íslenskar í anda um það
leyti.
En svo verður að nefna annað, sem
verður að koma til skoðunar áður en
lengra er íarið út, í æfiferil Sigurðar, og
það er hans brennandi ættjarðarást, sem
að einu leytinu veldur því, að danska
stjórnin og hinir ráðandi höfðingjar ljetu
hann og fyrirtæki hans íara á mis við þá
hjálp og aðstoð, sem annars hefði mátt bú-
ast við, og að hinu leytinu veldur því, að
hann afrekaði það, sem uppi mun verða
meðan landið er byggt. Hvers vegna fór
Sigurður eigi að mála danska skóga og
danska menn, þegar hann kom af „Kunst-
akademíinu"? Það er að eins ást á ís-
i