Þjóðólfur - 13.04.1888, Page 2
74
Stephensen hefur sagt það í hrjefi frá 6.
mars 1870 til Sigurðar málara. Jón Ól-
afsson ritstjóri, sem vel þekkti Sigurð
málara, sagðil872: „Sigurður málari Guð-
mundsson er höfundur og viðhaldsmaður
hins íslenska fornmenja-ogþjóðgripa-safns“.
(Kvæði Kristjáns Jónssonar bls. 319).
Þetta sama er sagt í Víkverja 1874, og
enn fremur í æfiágripi Sigurðar málara
eptir skólastjóra H. E. Helgesen1, og sama
hefur Björn Jónsson sjálfur sagt, og yfir
höfuð allir þeir, sem höfðu persónuleg
kynni af Sigurði og þekktu stofnun forn-
gripasafnsins.
Sigurður málari er „höfundur11 hins ís-
lenska Forngripasafns, og hyggjum vjer
nú, að allir skynsamir menn og rjettlátir
muni sjá, að enginn vafi getur á þessu
verið.
Vjer vitum, að iesendum blaðsins muni
hafa þótt vænt um að fá að vita sannleik-
ann í þessu máli, því að þó Sigurður
málari heitinn væri ekki hlaðinn gulli og
gimsteinum, þá vitum vjer það, að almenn-
ingur hjer á landi hafði miklar mætur á
honum og er ekki enn búinn að gleyma
honum og starfi hans. En nú er að víkja
sögunni til þess, sem fyr er frá horfið.
Hinn 15. júlí 1863 má heita, að safnið
væri komið á laggirnar, en þá fyrst byrj-
uðn vandræðin fyrir alvöru, mest fyrir
fleleysi og dæmafáan fjandskap dönsku
stjórnarinnar við safnið. Fyrir áhuga Sig-
urðar og kapp óx saf'nið með ári hverju,
þótt það hefði ekki neitt fje til, ekki einu
sinni til að borga flutning á forngripum
þeim, er menn vildu gefa, hvað þá heldur
til að kaupa gripi, nema þegar einstakir
menn skutu fje saman tii að kaupa ein-
hvern sjerlega merkilegan grip. En svo
var Sigurður vinsæil, og svo höfðu menn
mikið traust á honum, að margir gáfu
dýrpripi til safnsins á þeiin árum. Árið
1866 voru komnir á safnið 360 gripir, og
loforð komin um nærri því eins mikið, en
safnið vantaði allt. Það vantaði skápa,
hirslur, borð og hæfilegt húsrúm. Það
fjekk að vísu kompu upp á kirkjulopti, en
þessari vesælu ofnlausu kytru átti það full-
hart með að fá að halda, og átti Sigurður
málari stundum í töluverðu stímabraki við
yfirvöfdin út af þessu, og því segir Sig-
urður málari 1867 um kompu þessa: „get-
ur það skjól brugðist þegar minnst varir,
og lítur út fyrir að innan skamms muni
1) Það er eigi rjett hjá Birni Jónssyni að Vík-
verji fari eptir æfiágripi þessu, því að hann kom
út löngu áður en það var prentað.
verða“. (Skýrsla. um forngripas. bls. 32).
— Þess var áður getið, að stiptsyfirvöldin
veittu Forngripas. 24 rdl. 40 sk. til skápa-
kaupa. En það var ekki að vilja stjórn-
arinnar. Skrifaði stjórnin stiptamtmanni
og ljet hann fá litlar þakkir fyrir, en
kvaðst þó láta „útborgun þessa standa ó-
raskaða“, en bætir því við: „en framvegis
má ekki greiða nein þess konar gjöld úr
ríkissjóðnum11. Þetta er skrifað 1. júlí
1865, og þá var safnið búið að standa á
3. ár og búið að gefa á 3. hundrað forn-
gripa.
Stjórnin neitaði að leggja nokkurn styrk
til forngripasafnsins. Fyrst sendi Sigurð-
ur og Jón Árnason bænarskrá 1863 með
meðmælum stiptsyfírvaldana, en stjórnin
svaraði: „ekki neinn styrk“. Svo sendu
þeir árið eptir bænarskrá með meðmælum
forstjórans fyrir konungl. forngripasafninu
í Khöfn, vísindamannsins Thomsens. Stjórn-
in hafði sömu svör. Nú sneri Sigurður
málari sjer til alþingis 1865 og bað þá al-
þing í einu hljóði í nafni þjóðarinnar um
styrk. Stjórnin svaraði, að hún tæki eigi
bænarskrá alþingis „til greina“. Samt
sem áður sendi Sigurður enn að nýju bænar-
skrá til alþingis 1867, og tók nú alþingi
alvarlegaí strenginn, ljetu þingmenn stjórn-
ina fá að heyra sannleikann. „Mjer er
sem jeg sjái“, sagði Jón Hjaltalín, „livað
afkomendur vorir, að 100 árum liðnum,
segi um þessi 300 rdl. vandræði, sem al-
þingi 1867 er að baslast við“. Og flestir
þingmenn sögðu. að það væri bæði sorg-
legt og mesta vanvirða, að stjórnin vildi
ekki veita neinn styrk, og Ólafur Sigurðs- {
son umboðsmaður í Ási sagði hreint og
beint, hver var hin sanna ástæða fyrir
illvilja stjórnarinnar. Hann minntist á
styrkinn til Gísla Brynjúlfssonar til að
semja ágrip af miðaldarsögu Islands, sem
aldrei hefur sjest snefill af, og sagði:
„mjer virðist það ekki vera fjárhagsástand-
ið eitt, sem hamlar stjórninni frá að veita
fje þetta, lieldur einmitt að safnið er stofn-
að og geymt á Islandi“. Stjórnin svaraði
enn að nýju, að bænarskránni hefði „ekki
orðið veitt áheyrsla“. En Sigurðurþreytt-
ist ekki, hann leitaði enn til alþingis
1869. Á safnið var nú komið þrátt fyr-
ir allt á 8. hundrað forngripa, eu allt
vantaði, húsrúm, skápa, hillur og allan
unibúnað, „en safnið liggur pakkað niður
í kassa og er húsvillt“, sagði Halldór Frið-
riksson á alþingi 1869. Tók nú alþingi
svo duglega í strenginn, að stjórnin veitti
500 rdl. árið 1870, sem mest gekk til að
búa út húsrúm fyrir safnið. Árið 1871
■ bað þingið um styrk fyrir fjögur ár, en fjekk
að eins fyrir eitt ár 1873, 200 rdl.; fyrst
! eptir að Sigurður var dáinn veitti lands- ,
höfðingi 5. des. 1874, 100 rdl. til umsjón-
ar; eptir að alþingi fjekk að ráða dálitlu
í fjármálum breyttist þetta, og hefur síð-
an 1875 árlega verið veitt fje til safns-
ins.
Það er þegar orðið langt mál um þetta
stríð og stapp við stjórnina, en saga þess
sýnir oss, að menn mega ekki leggja árar í
bát, þótt ekki gangi við fyrsta högg, og að
það er áríðandi að sýna staðfestu og kapp
gagnvart stjórninni, og um fram allt að
vera ekki að hræsna eða smjaðra fyrir
henni, heldur segja henni beiskan sann-
leikann, og muna henni það illa. sem hún
gjörir; það er ómetanlegt, hvern skaða
forngripasafnið hafði af fjandskap hennar,
því að ef það hefði fengið góðan styrk og
aðhlynningu, þá bæði mundi það vera nú
langt um stærra en það er, og hafafrels-
að margan grip, sem nú er landinu tap-
aður, en það dugir ekki að fást um það.
Sigurður málari vann sjálfur alveg kaup-
laust, og það var fyrst eptir að hann var
dáinn, að veitt var fje fyrir umsjón með
safninu. Sigurður málari gaf stöðugt út
skýrslur í Þjóðólfi um forngripi þá, er á
safnið komu, og síðan gaf hann út skýrsl-
ur um Forngripasafnið, sem Bókmennta-
fjelagsdeildin í Khöfn ljet prenta. Fyrir
rit þessi mundi Sigurður liafa orðið fræg-
ur maður, ef hann hefði verið í öðrum
löndum, og fengið góða stöðu. En hjer
var æfi hans ckki góð, og hafði hann ekki
þægilogt líf, þegar hann var að vinna á
Forngripasafninu; má nefna það sem dæmi,
að opt, þegar hann var að skrifa þar á
veturna, varð hann að verma blekið í
lófa sínum og anda á það, svo sem hann
framast mátti, til þess að þíða það. Svona
var æfi Sigurðar málara lijer, og svona
var aðhlynningin að Forngripasafninu, með-
an hin danska stjórn hafði algjörlega
töglin og hagldirnar í fjármálum vorum.
Auk Forngi'ipasafnsins hafði Sigurður
málari ýms önnur störf fyrir stafni og
skal minnst á það í næsta blaði með fám
orðum.
Fundarályktun úr ísafjaröarsýslu.
Á almennum fundi, er samkvæint fund-
arboði 1. þingmanns ísfirðinga var haldinn
á ísafirði 16. þ. m., og þar sem mættir voru
um 80 manns, þar á meðal flestir sýslu-