Þjóðólfur


Þjóðólfur - 24.08.1888, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 24.08.1888, Qupperneq 2
153 Páll Pálsson í Dæli (12 atkv.) og Andrjes Fjeldsted (11 atkv.). Daginn eptir (21. þ. m.) kl. 21/2 byrj- uðu aptur umræður (ályktunarumr.) um málið. Nefndin hafði þá lokið störfum sínum og kom með álit sitt og tillögur, sem með lítilli breytingu voru samþykkt- ar svohljóðandi: 1. „Fundurinn skorar á alþingi, að semja og samþykkja frumvarp til endur- skoðaðra stjörnarskipunarlaga fyrir Island, er hyggt sje á sama grundvelli og fari í líka stefnu og frumvörpin frá siðustu þing- um, þanriig að landið fái alinnlenda stjorn með Jidlri áhyrgð Jyrír alþingiA. Þessi tillaga var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 26 atkv. móti 1 (o: H. Hafst.). 2. „Fundurinn skorar á þá alþingis- menn, er eigi fylgdu stjörnarskrárfruni- varpinu 1887, að gefa nú þegar kjósend- um sínum fullnœgjandi loýorð um að fram- fylgja framvegis stjórnarskrárbreytingunni í frumvarpsformi hiklaust og röksamlega, enleggja ella tafarlaust niðurþingmennsku11. Samþykkt með öllum atkv. móti 1 (o: H. Hafst.). Við þessa tillögu kom fram svofeld breytingartill. frá fundarstjóra: „Fundurinn lýsir því yfir, að hann á- lítur æskilegt, að kjördæmi þeirra þing- manna, er eigi fylgdu stj órnarskrármál- inu á síðasta þingi, skori á þá að leggja niður þingmennsku sína, nema þeir lofi því skýlaust, að halda eptirleiðis hiklaust fram stjórnarskrárendurskoðuninni í frum- varpsformi í þá stefnu, sem farið er fram á í aðalályktuninni í þessu máli“. En þessi breytingartillaga var felld að við- höfðu nafnakalli með 23 atkv. móti 4 og sögðu Já: Arnór Árnason, Stefán M. Jónsson, Einar Jónsson og Jón Einarsson, en Nei allir hinir. Um tillögur nefndarinnar urðu allmikl- ar umræður, einkum hina síðari og breyt- ingartillöguna. Framsögumaður nefnd- arinnar, Skúli Thoroddsen, kvað suma nefndarmenn hafa viljað ganga lengra að þvi, er síðari till. snerti, en sumir hefðu viljað fara vægara í málið; þeir hefðu því tekið meðalveginn, sem allir hefðu komið sjer saman um. Úr því, að eindreginn vilji með málinu hefði lýst sjer á fundinum og alstaðar út um land, teldi nefndin þessa tillögu nauðsynlega. — En aptur á móti þótti þeim, sem voru með breytingartill., sig bresta umboð úr kjördæmum sinum að vera með tillögu nefndarinnar, enda eðlilegra, að slík á- skorun kæmi frá kjósendum minni hluta- manna. I undirbúningsumræðunni kom það fram, að í Húnavatns-, Skagaíjarðar- og Kjósar- og Gullbringusýslu höfðu komið fram tillögur um, að Þingvallafundurinn sendi konungi ávarp um, að stjórnin legði stjórnarskrárfrumvarp fyrir næsta þing, en eigi varð þó neitt úr þvi, að það væri borið undir atkv., enda hefði það orðið til lítils, því að fundurinn hefði fellt það, sjerstaklega af þeirri ástæðu, að slíkt er eigi stjórnskipulega rjett, og óvíst að slíku ávarpi væri veitt viðtaka, með því, að konungur getur ekki gefið önnur svör. en ráðaneyti hans leggur fyrir hann, hverja skoðun eða vilja sem hann hefði persónul. 2. Um búsetu kaupmanna á Islandi var samþykkt í einu hl. svohljóð. till. frá Skúla Thoroddseu: „Fundurinn skorar á alþingi að semja og samþykkja lagafrumvarp, er geri fasta- kaupmönnum á Islandi að skyldu, að vera búsettir hjer á landi. 3. Kvennfrelsismálinu hreyfði Sk. Tlior- oddsen eptir áskorun frá 73 kvennmönn-1 um í ísafjarðarsýslu; áskorun sama efnis kom P. Jónsson með frá 27 kvennmönn- um i Suður-Þs.— I málið var sett nefnd: Sk. Th., P. J. og H. Hafstein. Svofelld till. frá henni samþ. i e. hl.: „Þingvallafundurinn skorar á alþingi að gefa málinu um jafnrjetti kvenna við karla, sem mestan gaum, svo sem með því fyrst og fremst að samþykkja frumv. er veitir konum í sjálfstœðri stöðu kj'ör- gengi í sveita- og safnaðarmálum, í öðru lagi með því, að taka til rœkilegrar ihug- unar, hvernig eignar- og fjárráðum giptra kvenna verði skipað svo, að rjettur þeirra gagnvart bóndanum sje betur tryggður en nú er, í þriðja lagi með því, að gjöra konum sem auðveldast að afla sjer mennt- unaru. 4. Um afnám amtmannaembœttanna kom frain þessi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi að halda enn tastlega fram afnámi amtmannaem- | bættanna og koma á fót fjórðungsráðum“ (samþ. með 24 atkv. móti 3.). 5. Um gufuskipamálið var eptir all- J mildar umr. samþ. í e. hl. svofelld tillaga j frá fundarstjóra. „Fundurinn skorar á alþingi að taka gufuskipamálið til sjerstaklegrar íhngunar j og vill mæla einkanlega með gufubátsferð- \ um eingöngu með ströndum frarn og inn- fjarðaíl, og viðaukatillaga frá Skúla Thor- oddsen: „og að veita framvegis ekkert fje til danska guýuskipafjélagsins“, samþ. að við höfðu nafnakalli með 15 atkv. móti 7 og sögðu Já: A. Fjeldsted, P. Fr. Eggerz, Skúli Thoroddsen, Þorst. Ben., Arnór Árnason, Árni Árnason, P. Jónsson, Sveinn Brynj- ólfsson, Jón Jónsson á Sleðbrjót, sjera Páll Pálsson, G-uttormur Yigfússon, próf. Jón Jónsson, Jón Einarsson, Jón Hjör- leifsson og Jón Sigurðsson. Nei: sjera Stefán Jónsson, sjera Stef- án M. Jónsson, sjera Einar Jónsson, Frb. Steinsson, sjera Jón Steingrímsson, Þórður Guðmundsson og H. Hafst. Fjarverandi voru Jón Jakobsson, Jón- as Jónasson og Magnús Helgason; en Ásgeir Bjarnason og Páll Pálsson í Dæli greiddu ekki atkv. 6. Um afnám dómsvalds hœstarjettar í Khöfn í íslenskum málum var eptir nokkr- ar umræður samþ. í einu hljóði till. þessi frá sjera P. P.: „Fundurinn skorar á alþingi, að hlut- ast til um, að dómsvald landsins verði skip- að með lögum þannig, að hœsti rjettur í Kaupmannahöfn verði eigi lengur æðsti dóm- stóll í íslenskum málum“. 7. Landsskóli. Eptir tillögu frá Jóni Steingrímssyni var samþykkt svolátandi till. i því máli: „Fundurinn skorar á alþingi að semja og samþykkja enn á ný frumv. um stoýnun landsskóla á IslandP. 8. Um tolhnál var samþyklit svolát- andi till. frá fundarstjóra: „Fundurinn skorar á alþingi að, leitast við að rjetta við fjárhag landssjóðs með tollum á óhófs- og munaðarvöru, þar á með- al kaýfi og sykrp og viðaukatillaga frá Arn. Árnas. o. fl.: „svo og á álnavöru, qlysvarningi og að- fluttusmjöri'1, samþ. með 15 atkv. móti 8. 9. Alþýðumenntúnarmál var lítið rætt, með þvi, að samþ. var eptir litla stund, að hætta umr. Till. í því máli: 1. „Fundurinn skorar á alþingi, að styðja alþýðumenntunarmálið eptir því, sem efni og ástæður landsins Ieyfau, samþ. með samhljóða atkv 2. „Fundurinn skorar á alþingi, að aý- nema MöðruvaUaskólann og verja heldur því fje, sem, til hans gengur, til alþýðumennt- unar á annan háttu, samþ. að viðhöfðu nafnakalli með 14 atkv. móti 13, og sögðu Já: Sjera Stefáii Jónsson, Pjetur Fr.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.