Þjóðólfur - 24.08.1888, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.08.1888, Blaðsíða 4
160 sau.>rekstur skipauna, en sumir drukkn- uðu. Thingvalla varð og fyrir allmikl- um skemmdum. Regn var og dimmviðri, svo að skipin sáu eigi hvort annað fyr en ofseint ti! að geta afstýrt slysinu. Maiuialát og slys. 14. júlí þ. á. andaðist Hlíðarseli í Strandasýslu upp- gjaíaprestur Hcilldór Jónsson. fæddur 5. : sept. 1807, vígður 1838 sem aðstoðar- i prestur sjera Björns Hjálmarsonar í Trölla- , tungu. Eptir hann fjekk sjera H. J. veit- ingu fyrir því brauði 1847, og var þar prestur. þangað til hann fjekk lausn frá embætt.i 20. febr. 1886 írá fardögum s. á. Hann var samviskusamur embættismaður ! og sómi stjettar sinnar. Síðastliðinn sunnudagdrukknuðuí Varmá | í Mosfellssveit tveir menn. Finnbogi, sonur Finnboga Arnasonar á Suður-Reykjum og Gísli, sonur Eiríks í Hrísbrú; höíðu ásamt fleiri mönnum verið að baða sig eða gera til- raunir við sund í hyl undir fossi í ánni, og hringiða sogað þá niður, án þess að hin- um væri möguiegt að bjarga þeim. 21. þ. m. andaðist hjer i bænum Þor- I steinn Ouðmundsson, fyrrum kaupmaður á Akranesi eptir stutta legu í lungnabólgu. í Önnur athugasemd fyrlr sjera F»órarinn Bödvarsson. Á þjóðfundinum 1851 voru sett. þing- sköp fyrir fundinn, sem sýna, hversu þjóð- fundarmennirnir hafa álitið það vítavert, að blanda nafni konungs inn í deiluefni manna, til þess að hafa áhrif á frjáls at- kvæði manna. Sumir vildu að eins telja það vítavert, „að beita valdi konungs eða vilja hans“, „í því skyni, að beygja frjáls atkvæði manna“. En Jón Sigurðsson sagði sem framsögumaður nefndarinnar í máli þessu: „Það má líka beita nafninu tómu eða hátignarnafninu, eða meiningu þess manns, er hefur hátignina í sjer“ (Þjóð- fundartíð. 1851, bls. 89). Fyrir því sam- þykkti fundurinn í 7. gr. þingskapanna: „Það er þingsafglöpun . . . ef maður beit- ir konungi eða vilja hans i því skyni, að beygja frjáls atkvæði manna“. En þings- afglöpun varðaði áminningu og jafnvel brottrekstri og dagpeningamissi. Þetta sýnir, hvernig þjóðfundarmenn 1851 mundu hafa skoðað tilraunir sjera Þórarins til að beita konungi eða vilja hans eptir sínum skýringum, til að hafa áhrif á frjáls atkvæði manna í stjórnar- skrármálinu. Auglýsingar. 1 samfeldu máli með smáletri kostar 2 a. (þakkaáv. 3 a.) hvert orö 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setninp, 1 kr. fyrir humlun^ dálks-len^dar. Borgun útíhönd. Nr. 1345, 46, 47 og 48, nægar birgðir komnar aptur. Póstpappír 120 arkir á 30 aura og yfir. Nægar birgðir. Hvítur skrifpappír g ó ð u r, 20 aura bókin og þar yfir. 120 arkir póstpappír og 100 umslög í öskjum fyrir 1 krónu. Sigf. Eymundssonar Bókverzlun. 351 ^!pé©®T-©®®m©§§©[ím©[íii'88 4 aura 'nvert, 25 fyrir 75 aura, 100 fyrir 2 krónur, fást í bókverzl. Sigf. Eymundssonar. 352 Hjer með auglýsist, að bæjarstjórnin hefur skipað Þorvald Björnsson (frá Holti) lögregluþjón í Reykjavík næsta ár frá 1. sept. þ. á. Bífijarfógetinn i Reykjavík, 17. ágúst 1888. Halldór Haníelsson. 353 Bigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. S. Eymundssonar og S. Jðnssonar. 142 málum af nöfnum á ákveðnum hlutum. Þetta á sjer þó að eins stað um lægri tölurnar, en aptur á móti er slikt eigi hægt að því er snertir töluna þúsund; það skýra menn þannig, að svo há tala þekktist ekki, fyr en seinna á öldum. Hina núgildandi myndun töluorða skoða menn þann- ig: Ef menn vildu hafa nýtt nafn fyrir hverja nýja tölu, þá yrðu að vera jafnmörg nöfn eins og menn þyrftu margar tölur. En slíkt mundi hafa orðið óíram- kvæmilegt minnisverk, svo að menn hafa blátt áfram tekið sjer hvildarstað við ákveðna tölu og myndað töl- urnar á eptir með samsetningu. í flestöllum, en þó ekki í öllnm, málum eru tíu hinn fyrstí hvíldarstaður, hundrað annar og þúsund þriðji. Það mátti auðvitað taka hverja aðra tölu, t. a. m. tólf, sem fyrsta hvíldar- stað. í stað þess að segja þrettán, yrði maður þá að segja tólf og einn. En það verðr naumast gefin önnur skýring á því, hvers vegna flestar þjóðir hafa kosið tiu, en að vjer mennirnir erum nú einu sinni fæddir með 10 fingrum. Ef töluorðin hefðu verið tilbúin af lærðum mönn- um við skrifborðið sitt, eptir að menntun mannanna var komin af bernskuskeiði, hefðu menn sjálfsagt ekki valið töluna tíu heldur töluna tólf sem grundvallartölu, af því að tíu er deililegt að eins með tveim öðrum tölum 143 (o: 2 og 5), en tólf er deililegt með fjórum öðrum töl- um; enda heíur þctta orðið til þess, að flestar þjóðir hafa um tíma skipt peningum sínum, máli og vigt með 12. Það er Frökkum að þakka, að flestar jijóðir eru nú að nokkru eða öllu leytj íarnar að haía peninga, mál og vigt deililegt með 10, af því að tugareikning- urinn er svo margfalt hægri. Að því er snertir myndun talnanna, sem á eptir grundvallartölunni íara, þá fylgja flest mál þcirri reglu, að setja grundvallartöluna (o: tugatöluna) á undan, en hinar tölurnnar (o: einingartölurnar) á eptir. Þannig segja Frakkar dix-neuf = 19, sem er orðrjett útlagt tíu-níu. Þýska, danska og arabiska eru þó frábrugðn- ar öðrum málum í þcssu efni, því að í þessum tung- um eru einingatölurnar settar á undan tugatölunum. Þannig segja Danir t. d. ni og tyve (=29) en ekki tyve-ni. Ef menn vildu hafa að eins eina hvíldartölu, mundu töluorðin verða óþægilega löng; ef menn á þann hátt vildu t. d. tákna 40, yrðu menn að segja tíu-tíu- tíu-tíu. Þess vegna liafa flest mál hjálpað sjer með margföldun við myndun töluorða. Og t,il hægðarauka hafa nálega öll mál tekið sjer hvíldarstað við 100 og 1000; moð margföldun og samlagningu haía menn þannig náð upp til 9999; en ef menn vildu vera sam- kvæmir, ættu menn að hafa nýtt orð fyrir 10,000. Svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.