Þjóðólfur - 24.08.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.08.1888, Blaðsíða 1
Keinur út á föstudags- morgna Verð árg. (60 arka 4 ki (erlindis 5 kr.). Borgist fyrir 10. júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bund- in við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reykjayík föstudaginn 24. ágúst 1888. Nr. 10. ÞIN&Y ALL AFUND AR-K? ÆÐI 20. ÁGÚST 1888. Fnlltrúar þjóðar! Fornaldar sjrnir! Frelsisins hetjur! Framfara menn! Hrist.ið nú lilekki Höfga af ryði! Eilíf er sólin! Söm er hún enn. Látið nú liljóma Líkt eins og áður Ljóðvilja fastan Þingvöllum á! Vit.ið, að geymir Vel inn i hömrum Eilifðar orðin Almannagjá. Hristið nú hlekki Hátt svo að glymji Hjartnanna höl við Hamranna skarð! Kvaldir þó krefji Konunga rjettar, Engum það fyr að Álasi varð. Mænir vor móðir, Móðir vor allra, Traustið hún setur Til yðar nú, Djer sem að þolið, Þjer sem ei flýið, Ðjer sem að hafið Heilaga trú! Til hverra lítur Tárug og rýjuð Fölnuð og fegin Fjallkonan nú? Yðar, til yðar Augum hún rennir, Frelsisins vinir, Fastir í trú! Löng þó að þyki Líðandi stundin Langar með vonir, Líður hún samt — Stutt eru fetin, Stikar þó jörðin Áfram í geimi Ekki svo skamt Rennnr í fjarska Roðinn á tinda Frelsis af sólu, Finnum það vjer. Hver spennir hurðir Helgar á gættir Framfara þjóðar? Það eruð þjer! Hrekið úr hjörtum Hatur og öfund! Njótið svo afls er Alvaldur gaf! Samtaka yður Snerti og blessi Trúin með sínum Töfrandi staf! b. a. Þingvallafundurinn. Eins og tij stóð höfðu hinir kosnu full- truar ur flestum kjördæmum landsins safn- ast saraan á Þingvelli við Öxará 20. þ. m. til fundarhalds. Einn af fundarboð- endunum, alþingismaður Benedikt Sveins- son, setti fundinn kl. 11 f. h. Að því húnu var sungið kvæði það eptir Bene- dikt Gröndal, sem hjer fer á undan. Ept- ir tillðgu B. Sveinssonar stýrði ritstjóri Björn Jónsson fundarstjórakosningu og könnun á kjörbrjefum fulltrúanna, sem öll voru tekin gild. Á fundinum voru mættir þessir 28 fulltr.: Úr Borgarfjarðarsýslu: 1. Andrjes Fjeldsted á Hvítárvöllum. Úr Mýrasýslu: 2. Ásgeir Bjarnason í Knararnesi. Úr Snæfellsnessýslu: 3. Sjera Stefán Jónsson í Hitarnesi. Úr Dalasýslu: 4. Pjetur Fr. Eggerz. Úr ísafjarðarsýslu: 5. Skúli Thoroddsen sýslumaður, 6. sjera Þorsteinn Benediktsson á Rafnseyri. Úr Strandasýslu: 7. Sjera Arnór Árnason í Felli. Úr Húnavatnssýslu: 8. Páll Pálsson í Dæli, 9. sjera Stefán M. Jónsson á Auðkúlu. Úr Skagafjarðars.ýslu: 10. Jón Jakobssou, cand. phil. á Víðimýri, 11. sjera Einar Jónsson á Miklabæ. Úr Eyjafjarðarsýslu: 12. Frb. Steinsson á Akureyri, 13. sjera Jónas Jónasson prestur að Grund. Úr Norður-Þingeyjarsýslu: 14. Árni Árnason í Höskuldarnesi. Úr Suður-Þingeyjarsýslu: 15. Pjetur Jónsson á Gautlöndum. Úr Norður-Múlasýslu: 16. Sveinn Brynjólfsson á Vopnafirði, 17. Jón Jónsson á Sleðbrjót. Úr Suður-Múlasýslu: 18. Sjera Páll Pálsson í Pingmúla, 19. Guttormur Vigfússon búfræðingur á Strönd. Úr Austur-Skaptafellssýslu: 20. Próf. Jón Jónsson í Bjarnanesi. Úr Vestur-Skaptafellsssýslu: 21. Jón Einarsson á Hemru. Úr Rangárvallasýslu: 22. Jón Sigurðsson i Syðstumörk, 23. Jón Hjörleifsson í Eystri-Skógum. Úr Árnessýslu: 24. Sjera Jón Steingrímsson i Gaulverjabæ, 25. sjera Magnús Helgason á Torfustöðum. Úr Gullbringu- og Kjósarsýslu: 26. Þórður Guðmundsson á Hálsi, 27. Hannes Hafstein cand. jur. Úr Reykjavík: 28. Björn Jónsson ritstjóri. Fulltrúinn tyrir Barðastrandarsýslu, alþm. próf. Sigurður Jensson, kom eigi og enginn mætti úr Vestmannaeyjum. Auk þess voru viðstaddir 18 þjóðkjörn- ir alþingismenn og margt manna að auki, alls á að geta um 200 manns, þar á með- al nokkuð af kvennfólki; sumir langt að t. d. Haraldur Ó. Briem í Búlandsnesi í Suðurmúlasýslu og úr Isafjarðarsýslu auk fulltr. og þingm. þaðan: Halldór Jónsson á Rauðsmýri, Jakob Rosinkarsson á Ogri og Jón Einarsson á G-arðsstöðum. Þess- ir 7 Isfirðingar höfðu sitt eigið tjald með dreka máluðum á framhlið og þar fyrir ofan málað: „Isfirðingabúð“ og hjátjaldi sínu höfðu þeir flaggstöng með fána (fálkamerkið). Fundarstjóri var kosinn Björn Jóns- son ritstjóri með 20 atkv. og varafund- arstjóri sýslum. Skúli Thoroddsen með 22 atkv. Með sainþykki fundarins tók fundarstjóri fyrir skrifara sjera Einar Jónsson og sjera Jón Steingrimsson. Atkvæðisrjett höfðu fulltrúar einir, en málfrelsi allir, sem viðstaddir voru, en þó skyldu fulltrúar, sem eigi hefðu tal- að um eitthvert mál, sitja fyrir þing- mönnum, og fulltrúar og þingmenn jafn- an fyrir öðrum. Fulltrúar afhentu fundarstjóra fundar- gjörðir úr kjördæmum sínum. Eptir fund- argjörðum þessum og tillögum frá full- trúum og einstökum þingmönnum voru tekin til umræðu og ályktunar þessi mál: 1. Stjórnars'krárm.álið. TTm það urðu allmiklar umræður (undirbúningsumr. frá kl. 1 til 4 og frá kl. 5 til 7 e. h. 20.). Marg- ar af ræðunum lutu áð því, að sýna fram á, hver væri vilji kjósendanna i hinum einstöku hjeruðum landsins. Alstaðar hafði lýst sjer meira og minna sterkur vilji að halda málinu hiklaust áfram og allir, sem tóku til máls, töluðu með þvi, nema Hannes Hafstein, sem þó talaði móti málinu fremur eptir sinni eigin skoðun, en kjósenda sinna, þótt hann að vísu hjeldi því fram, að meiri hluti þeirra mundi vera móti málinu; en því mót- mælti bæði hinn fulltrúinn úr Kjósar- og (xullbringusýslu og Gnðmundur Magn- ússon i Elliðakoti og sjera Jens Pálsson. Ymsir urðu og til að mótmæla skoðun- um H. H. á málinu, t. d. Skúli Thor- oddsen og Benedikt Sveinsson. Kl. 7 e. h. var samþ. að hætta umræð- um og setja7 manna nefnd i málið. I hana voru kosnir: Slddi Thoroddsen með 21 atkv., sjera Páll Pálsson (18 atkv.), sjera Jbn Sjleingrímsson (15 atkv.), Pjetur Jóns- son (14 atkv.), próf. Jón Jónsson (13 atkv.), L *

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.