Þjóðólfur - 24.08.1888, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.08.1888, Blaðsíða 3
159 1 Eggerz, sjera Stefán M. Jónsson, Jón Jakobsson, Einar Jónsson, Arni Arnason, Pjetur Jónsson, Sveiun Brynjólfsson, Jón Jónsson á Sleðbrjót, Jón Einarsson, Jón Hjörleifsson, Jón Sigurðsson, Magnús Helgason og Þórður G-uðmundsson. Nei: A. Fjeldsted, Ásgeir Bjaruason Þorst. Benediktsson, Arnór Árnason, Páll Pálsson í Dæli, Frb. Steinsson, Jónas Jónasson, sjera Páll Pálsson, Guttormur Vigfússon, próf. Jón Jónsson, sjera Jón Steiugrímsson, Hannes Hafstein og Björn Jónsson. Skiili Thoroddsen stýrði þá fundi og greiddi því ekki atkv. 10. Fjölgun þingmanna. Svohl. till. frá Sk. Th. um það efui var samþ. nær í e. hl. „Fundurinn skorar á alþingi. að sam- þykkja löq um breytingu á 15. grein stjórnarskrárinnar i þá átt, að tekin verði up;p 6 ný kjördæmi, svo að í eýri deild al- þingis sitji ýramvegis 14 þingmenn og í neðri deild 28 þ:ngmennu. Ben. Sv. og fleiri tóku fram um þetta atriði, að nú gætu konungkjörnir þing- menn ráðið öllu í efri deild og þá einn- ig á þinginu, ef forseti þeirrar deildar er úr flokki þjóðkjörinna þingm. Þingið í fyrra vildi bæta úr þessu með því, að setja 3 þingm. úr neðri deild í hina efri, en stjórnin neitaði að staðfesta þau lög (sbr. 24. tbl. Þjóðólfs þ. á.) og bar fyrir sig meðal annars, að ekki mætti raska því hlutfalli, sem nú er, milli tölu þing- manna í deildunum, en með því að fjölga þeim, eins og tillagan fer fram á, er stjórnin svipt þeirri ástæðu. 11. ÍJni sjómannaskóla var samþ. með öllum þorra atkv. svolát. till. frá Sk. Th.: „jFundurinn skorar á alþingi að koma á stofn sjómannaskóla á íslandiu. 12. Ávarp ýrá Þjóðliði íslendinga til fulltrúa fundarins var lesið upp af Pjetri Jónssyni. Var þar sjerstakleg áhersla lögð á, hve nauðsynleg væru pólitisk samtök um land allt og hve ómissandi væri, að þingmenn og aðrir landsmenn Væru samtaka i öllu, sem eflt gæti gagn og framfarir Islands. Gerðu menn góð- an róm að því; en eigi var þó neitt gert í þessu efni á sjálfum fundinum. Fleiri mál voru eigi tekin til umr. Áður en fundi var slitið, minntist fund- arstjóri konungs vors með fám orðum og mælti að endingu: „Lengi lifi kon- ungur vor Kristján hinn níundi! tóku menn undir það með níföldu lvúrra. Var síðan fundi slitið undir miðaptan 21. þ. m. Guf'uskípið Princess Alexandra kom hingað í gær morgun frá Leith og með því Sigfús Eymundsson ásamt konu sinni, sem farið höfðu í sumar til Englands og Danmerkur, enn fremur Jón Vidalín frá Englandi og einn Englendingur. Skip- ið fór frá Leith 19. þ. m. Hafði póst- skipið Laura farið þaðan deginum áður og er væntanlegt hingað i dag.— Skip- ið fór í nótt með um 300 hesta. Frá útlöndum eru engin stórtiðindi í stjórnmálum eða viðskiptum landa eða ríkja. Helstu frjettir eru, að tvö dönsk stór gufuskip, Tliingvalla og Oeysir, eign Thingvallafjelagsins, rákust á í Átlants- hafinu 14. þ. m. Thingvalla var á leið til Ameríku, en Geysir á leið frá Ame- ríku og ætlaði til Stettin með marga far- þegja, Þjóðverja og Dani, sem verið hafa í Ameríku og ætluðu að heimsækja ætt- lönd sín. Skipin rákust saman um kl. um morguninn og voru farþegjar í fasta svefni. Thingvalia rakst á Geysir miðjan og brotnaði hliðin á honum inn, svo að hann sökk eptir fáar mínútur og 119 menn biðu bana, sumir þegar við 144 samkvæmir sjálfum sjer voru þó að eins Forn-Indverj- ar, sem haía verið kennendur hins menntaða heimsyfir höfað að þvi er snertir talning og reikning. í sanskrít er hver ný stigtala táknuð með nýju orði, sem ekki er samsett með töluorðsstofninum; þannig liöfðu menn mörgum öldum á utidan tímatali voru sjerstök stofnorð fyrir allar stigtölur upp að hundrað þúsundum biljóna, og eptir þann tíma hafa verið mynduð enn fieiri töluorð. En með því að töluorðin eða tölurnar eru óendanlegar. skrifuðu menn heilar bækur um, hvernig menn með samsetningu ýmsra bókstafa gætu táknaðnýjar og nýjar stigtölur í liið óendanlega. Á þennan liátt komust menn svo langt, að hafa táknanir fyrir stigtöiu, sem er svo stór, að ef hún væri skrifuð með vorum tölustöfum, mundi hún vera 1 með sextiljó: 11 núlla á eptir, með öðrum orðum, þótt hún væri prentuð með minnsta letri, mundi hún verða miljónum sinnum lengri en fjarlægðin milli jarðarinnar og stjörnu, sem væri svo langt burtu, að ljósíð frá henni þyrfti þúsund biljónaára þaðan til jarð- arinnar, og fer þó ijósið 40,000 mílur á sekúndunni. Á þeim ölduin, sem Búddhatrú ríkti á Indlandi, ljeku Indverjar sjer þannig með töluorð, þótt oss sje það lítt skiljanlegt. Jafnvel Búddha á að hafa búið til 1 Ein sextiljón er ein miljón kvinkviljóna. 141 hvers konar það er, sem talið er. Það er jafnómögu- legt að segja, að þessi svertingi hafi kunnað að telja^ sem það er ómögulegt að segja það um önd, sem þekk- ir ungana sína og þess vegna veit, þegar einn þeirra vantar. Það eru þó til villimenn, sem geta látið óathugað, hvers konar það er, sem talið er. Þannig segir Bastían í bók um ferð sína til Loangostrandarinnar, að íbúarn- ir þar telji á fingrunum og þegar þeir eru komnir að tíu, fá þeir aðstoðarmann, sem rjettir upp einn fingur fyrir livern tug og Bastían hefur jafnvel sjeð þá liafa annan aðstoðarmann til að tákna hundruðin. Zúlúkafi- ar telja einnig á fingrunum og klappa saman lófunum við hvern tug. En því fer nú betur, að mennirnir hafa eigi ávallt staðið á þessu stígi. Þegar menn vilja tákna með orð- um einhverja tölu minni en t. d. klukka slær mörg högg, væri eðlilegt að nefna tölurnar eptir hlutum, sem benda á, hve margt er átt við, t. d. að hafa orðið vœng- ur til að tákna tvo, enda finnast mörg dæmi til þessa meðal villimanna. En eins og auðskilið er, hlaut þetta að valda misskiluingi, svo að menn voru ekki komnir á liátt menntunarstig, þegar menn hættu að tákna tölur með hlutum, jafnvel þótt allir málfræðingar hneigist að þeirri skoðun, að leiða megi töluorðin í hinum ýrnsu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.