Þjóðólfur - 21.09.1888, Síða 2

Þjóðólfur - 21.09.1888, Síða 2
174 svo aptur borið saman við það, sem sam- þykkt var á sama Þingvallafundi, og því næst á alþingi sama ár, og svo apt- i ur í neðri deild 1887, þá mun það koma fram, hvers flokksmenn það eru, sem skipt hafa skoðun sinni; og fengi alþýða að vita, hverjar brellur brúkaðar voru — nöfn ekki nú, en síðar — í Almanna- gjá og í húsloptinu á Þingvöllum 1885, til þess að snúa landsmenn af laginu, og koma fram breytingu þeirri, sem nú er barist fyrir5 6 *, þá mundi það koma í ljós, hverjir hefðu haft ærlegri vopn til , að berjast með, þeir, sem nú eru lið- hlauparar kallaðir, eða hinir, sem fljóta nú ofan á hyidýpi „Humbugsins“, með frelsi og frjálslyndi á vörunum, en gefa eftir á sama tíma af rjetti landsins í á- ríðandi atvinnuvegum þess (sjá fiskiveiða- I lögin) og þröngva atvinnurjetti stórs flokks af landsins eigin börnum(sjá þurra- | búðarmanna lögin8). Af því, að þjer teljið yður með frjáls- lyndu ritstjórunum, þá þykir mjer gam- í an að biðja yður um pláss í blaði yðar ! fyrir grein þessa; þá fæ jeg að sjá, hversu frjálslyndur þjer eruð, að lofa annara skoð- unum að komast að, án þess að limlesta þær. j Jeg læt hjer með úttalað í þessu upp- tíningsmáli. Tryggvi Gunnarsson. * * * Menn hafa nú sjeð greinar frá vorum á- gætustu og merkilegustu mótstöðum. og geta verið fullvissir um, að engum úr mót- stöðuflokknum mundi hafa betur tekist. Menn geta sjeð, hverjum kurteisisorðum j er beint að oss. Oss og öllum þeim, er ! framfylgja innlendri stjórn, er brigslað um óhyggni, óhagsýni, ólagkæusku, „en ekki batnar, ef theoretiska þekkingu vant- ar“, vjer fljótum ofan á „hyldýpi hum- bugsins41 * , erum „þessa tíma pólitisku smiðjubelgir11 o. s. fr. Þetta gjörir litið til; slík orð sýna að eins reiði mótstöðumanna vorra. Hitt skiptir miklu meiru, hvern- 5) Yjer vorum á Þingvallafundi 1885 og þar átti sjer ekkert slíkt stað, sem T. Gr. er að dylgja með; hann var þar heldur ekki sjálfur og því hef- ur einhver logið heldur meinlega að honum. Bitstj. 6) Eins og ilestir játa, sem ekki eru sjálfir „tðmthúsmannakongar“ og hafa grætt á því, að kúga þurrabúðarmenn til að róa á skipum sínum með því, að láta þá fá hýbýli, sem varla hafa ver- ið hundum hæf, o. s. frv., þá miða þurrabúðariög- in til að vernda og tryggja velferð þurrabúðar- manna með því. að veita þeim mikilvæg rjettindi gagnvart landsdrottnum, og því eru orð T. G. ekki mjög skynsamleg. Ritstj. ig greinarnar eru að öðru leyti. Það er þannig ekki sjerlega virðingarvert af sjera Þ. B., að taka orð manna á ráð- gjafaþingunum og hafa þau sem ástæðu móti því, sem vjer teljum stjórnskipu- lega rangt, nú eptir að stjórnarskráin er komin í gildi, eða að segja, að orð, sem hann er að bera fyrir sig, sjeu orð Jóns Sigurðssonar, þótt hann hafi aldrei talað þau1, auk þess, sem Þjóðólfur hefur aldr- ei andmælt þeim. En vjer höfum ekki rúm til að hrekja allt, sem rangt er í greinum þessum. Vjer skulum að eins geta þess, að mótstöðumönnum vorum sýnist vera mjög umhugað um, að al- menningur ætli, að þeir fýlgi fram skoð- unum J. S., en vjer ekki. T. G. vill þannig villa sjónir fyrir mönnum með því, að telja mönnum trú um, að það sjeu að eins „sumir hinna yngri manna“, en ekki J. S., sem hafi talið stjórnarskrár- málið þýðingarmeira en öl! önnur, og þó varði J. S. til þess öllu lífi sinu, að rita um landsrjettindi Islands og brýna fyrir mönnum þessi sannindi, og vjer vitum eigi hvernig á að taka betur af skarið heldur en að vitna í þessi orð J. S. : „Aðalinál vort nú sem stendur er stjbrnarmáiið, því að það er undir- rót alls fyrirkomulags stjórnar- innar í landinu, bæði í smáu og StÓru“. (Ný Fjel., XXI., bls. 101). Hr. T. G. hlýtur að vita, að stjórnar- skrárfrumvörp alþingis eru alveg samkv. skoðun J. S., nema hvað þau fara eigi eins langt og hann vildi fara. En ef T. G. viJl ekki játa þetta, þá viljum vjer biðja hann að lesa ritgjörð JónsSigurðs- sonar, „Stjórnarskrá íslands", í Andvara 1874, og vjer viljum minna hann á þessi orð J. S., sem eru í niðurlagi þessarar ritgjörðar, þar sem J. S. minnist á orð stjórnarinnar, sem þá hjelt eins og nú dauðahaldi í kreddu sína um ríkisskip- unina, um að „framfarir og hagsæld lands- ins“ sjeu mark og mið stjórnarinnar, Og segir svo: „Þetta er vituriega talað og fagurlega, en hvernig endist þetta, þeg- ar það rekur sig á ríkisskipunina „þá sem nú er“. Þá verða framfarir og hag- 1) Orðin, sem sjera Þ. B. hafði eptir J. S. nm kennsluna við háskólann, sagði hann eigi hvar væru að finna, og því gátum vjer ekki sagt, neitt um þau síðast, en nú höfuin vjer fundið þau í And- vara, IV., bls. 46 í neðanmálsgr. Þau eru alls eigi eptir J. S., heldur eptir núlifandi mann, sem hefur í Andvara stafinn S sem höfundarmerki. sæld íslands að láta undan, til þess, að ríkisskipunin þurfi ekki að haggast, úr þvi sem hún er nú! — Og hvað verð- ur nú þessi ríkisskipun, þegar farið er að gá beturað? Ekkert annað en stjórnar- tildur, sem molnar jafnóðum og hrynur rneira eða minna. I stjórn Islands sýn- ir hún sig annaðhvort í mótstöðu gegn frjálsri framför lands og þjóðar, eða í drottnunarfýsn yfir þeim, sem eru minni máttar, meðan þeir ekki hafa djörfung eða ráðdeild til að neyta sín“ (Andvari 1874, bls. 137—38). Ritstj. * * * Leiðrjetting. I annari athugasemd við gr. T. G. í síðasta blaði hefur fallið úr lína, sem gjörir villu. Niðurlag athuga- semdarinnar á að vera svo: „en hitt er ekkert þrek hjá T. G., að berjast í skjóli hinnar voldugu dönsku stjórnar gegn þeim, sem eru „minni máttar“, eins og hann sjálfur kallar, gegn fátækri þjóð, sem hefur hvorki vald nje vilja til að láta" o. s. frv. Til frjettaritara Dagblaðsins, Jeg hef nýlega sjeð brjef í Dagblaðinu 29. júlí, þar sem frjettaritarinn hjer í Kvík uppnefnir mig og kallar „hinn litia pro- kurator“, segir, að jeg hafl skrifað „smán- andi greinar um hina dönsku l>jóð“, er staðið bafi í Þjóðólfi, að jeg sje frjettarit- ari Morgunblaðsins og fer um það ýmsum óvirðulegum orðum. Meðal annars segir liann um mig: „Jeg lief mörgum sinn- um áður gripiö hann í ranghermi (faktiske Unöjagtigheder), að jeg ekki segi beinum ósannindiun“. Jeg hef engan tíma til að vera að fást við persónulegar deilur við frjettaritarann, en jeg vona samt, að liann taki þeusi orð sín aptur, ef liann er „vandaður mað- ur“, því að þau eiga sjer engan stað, og sjerstaklega verð jeg að segja honum, að hann þarf ekkert. að reiðast við mig út af því, sem hefur staðið í brjefum til Morgunblaðsins; mjer hefði aldrei dottið í hug, að segja sumt, sem í brjcfunum hef- ur staðið. í Morgunblaðinu hefur t. a. m. rjúpnafrumvarpið verið spottað miskunar- laust, en jeg man ekki betur, en að jeg greiddi allt af atkvæði með því í neðri deild, af því, að jeg skoðaði það scm frið- unarlög fyrir rjúpur, þótt það væri í nokk- uð undarlegu formi, og gæti mjer því ekki til hugar komið, að spotta það; en líkt er um fleira í þessum brjefum. Mjer er auðvitað hálfvegis ilia við, að frjettarit- arinn útmáli mig sem eldrauðan fant í Dagblaðinu, en ef hann endilega vill gjöra það, þá vil jeg mælast til þess, að liann reyni að flnna það út úr því, sem jeg

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.