Þjóðólfur


Þjóðólfur - 12.10.1888, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 12.10.1888, Qupperneq 2
186 ráðsmanni Þorláki G-uðmundssyni. Meðal annars var þar tekið fyrir: 1. Bkkju Guðlaugu Þorvarðardóttur í Dalbæ í Hrunamannahreppi voru veittar 200 kr. af jafnaðarsjóðnum fyrir að hafa uppalið og kennt til fermingar munaðar- lausum heyrnar- og málleysingja, Jóni nokkrum Jónssyni. 2. Sjera 0. V. Gíslasyni voru veittar 100 kr. af jafnaðarssjóði til að lialda á- fram ferðalagi við Faxaflóa og austan- fjalls til að gefa mönnum leiðbeiningar um sjávarútveg og fiskiveiðar. 3. Var rætt „um stofnun búnaðarskóla fyrir Suðuraintið á Hvanneyri í Borgar- firði og kaup á þessari jörð í því skyni af sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu fyrir allt að 16000 kr., og ef unnt er, í viðbót við hið árlega búnaðarskólagjald og vexti af búnaðarskólasjóði Suðuramtsins, aðfá nægi- legt peningalán, að setja þar á stofn að vori komandi búnaðarskóla, og felur amts- ráðið forseta sínum að semja um kaup jarðarinnar við sýslunefnd Borgarfjarðar- sýslu og að taka lán þau, er nauðsynleg eru fyrirtæki þessu til framkvæmdar, og j veðsetja fyrir þessum lánum veðskulda- brjef búnaðarskólasjóðs Suðaramtsins, og að gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir málinu til framkvæmdar“. Gufuskip norskt, „Norau, lítið hval- veiðaskip, kom hingað frá Kristjaníu 10. þ. m. Kom við í Trangisvogi á Færeyj- um á leiðinni. Laura ókomin þangað 7. þ. m. „Nora“ fór í gær til ísafjarðar; er að skoða sig um hjer við land, líklega upp á hvalveiðar næsta ár. Fj’árkaup Sliinons. Coghill gefur líkt fyrir fje og í fyrra, almennast allt að 14 j kr. fyrir sauði. Af Sauðárkróki fór gufu- skipið Penelope með 1400 fjár og af'Borð- eyri Princess Alexandre með 1800 fjár, sem hann keypti fyrir norðan. Gufuskipið Galvanic, fjárkaupaskip Slimons, kom hingað í gær; hafði farið frá Granton 3. þ. m.; hafði eigi meðferðis nokkur blöð eða póst, sem hafði vorið sendur með Lauru, er fór s. d. frá Leith. Latínuskóiinn. Útskrifaður þaðan 5. þ. m.: Einar Þórðarson (frá Skjöld- ólfsstöðum) með 3. einkunn (58. st.). 5 ný- sveinar hafa bætst við í haust. Afiabrögð. Mokafli má heita alstaðar við Faxaflóa, alveg upjn á grunni. Á Reykja- víkurhöfn t. d. fengust í fyrra dag og í gær 40—50 í hlaut af þorski á nokkrum klukkustundum. Mannslát. 5. þ. m. andaðist hjer í bæn- ! um fyrverandi kaupmaður Sveinn Guð- mundsson, frá Búðum, um sextugt. Drukknun. í ofsa norðanveðri snemma j í morgun drukknuðu á sigiingu í fiski- j róður vestan til á Hrauninu bræður tveir j hjeðan úr bænum, Bergur og Jón, Þórð- arsynir, látins bónda á Einholti á Mýrum, hinn fyrri vinnumaður Jóhannesar Zoega, hinn síðari vinnumaður Ám. Ámundason- j ar í Hlíðarhúsum, sem átti skipið. Yoru 7 á, en 5 var bjargað af Runólfi Runólfs- syni í Hábæ. Gufuskipið Mauritius kom aptur að vestan í morgun. Útlendar frjettir. „Noralí hafði meðferðis norsk blöð, sem ná til 26. f. m. fíelstu frjettir í þeim eru þessar: í Noregi var verið að kjósa til þings- ins með kappi miklu, bæði frá hægri og vinstri mönnum, en eigi sjeð fyrir endann á þeim, eða hvor flokkanna mundi taj»a eða græða við kosningarnar. A Frakklaiuli í fylkinu Correze varð j verkfall í f. m. meðal járnbrautarverkmanna j og róstur miklar, svo að Iierlið varð að skakka leikinn, og einu sinni lenti því saman við 1000 karlmenn og 200 kvenn- menn af verkamönnunum. Varnarrit Mackenzies gegn árásum hinna þýsku lækna út af meðferð hans I á banameini Friðriks keisara er nú út komið bæði á ensku og í þýskri útlegg- j ingu. Sem dæmi um, hve fýknir menn ! eru að sjá rit þetta, má geta þcss, að þýskur bóksali, sem kostar útgáfuna á ! þýsku, hafði, áður en ritið kom út, feng- ið 90,000 áskrifendur að því. Um kvennmorðin í Loiulon, sem get- ið var í 45. tbl., ekkert nýtt að frjetta. Eigi komið upp enn, hver að þeim sje valdur. Leikliús brann í London aðfaranótt ' 20. f. m. upp til kaldra kola, án þess, að j nokkur maður biði bana af. Skurðurinn gegn um Korintueiðið lialda menn að verði albúinn í apríl næsta ár. Nú sem stendur vinna að honum um 1700 verkamenn. Kostnaðurinn var áætl- uður um 18 miljónir króna, en verður um 27 miljönir. Suezskurðurinn kostaði 20 miljónir pd. sterl. og í Panamaskurðinn er búið að eyða 36 milj. pd. sterl. Akaficgir vatnavextir liafa orðið á Norður Ítalíu. Árnar iiafaflætt þar yfir land- ið og borgir, svo að hús hafa hrunið, brýr og járnbrautir sópast burtu og sumstaðar margir menn beðið bana; ástaudið hörmu- legt. í fylkinu Sondrio í Lombardíinu er skaðinn metinn margar miljónir. Nýdáinn er frakkueski hershöfðing- inn Bazaine, fæddur 1811, nafnkendur fyrir herforustu í mörgum stríðum, t. d. í Krimstríðinu 1854, í Mexikó 1863 og í stríðinu milli Frakka og Þjóðvcrja 1870, er liann var yfirforingi alls hers Frakka og varð að gefa Metz upp 27. okt 1870. Yar hann ákærður fyrir að hafa eigi gjört þar skyldu sína og síðan dæmdur til dauða, en náðaður með 20 ára fangelsi á eyjunni Marguerite; þaðan flýði liann með tilstyrk konu sinnar til Spánar og dvaldi þar til dauðadags. Yfirlit yflr veðráttu á Vestinaniiaeyjum árin 1881—85. 1 Ár. Hiti Veðurlag. Lopt- vog. Úr- koina. Meðal Mestur Minst- nr. Skýja- megn. Ur- komu dagar. Snjó- dagar. Hagl- dagar. Þoku- dagar. Rok- dagar. Þrum- udag. 1 milli- rnetium í þuml- nngum 1881 16,o 216 41 21 39 36 3 753,2 46,„ 1882 4,0 15,s -f- 15,, 228 39 32 49 19 rt 751,4 49,8 1883 5,3 14,o -5- 9,s 6.3 241 47 25 52 36 4 750,8 56,» 1884 5,, 1^5 - 9,3 6,5 267 57 28 54 29 4 750,5 60,o 1885 4,3 14,7 • 14,0 6,1 245 60 20 43 23 1 752,8 37,, Meðaltal. 4,8 15,6 12w 239 49 25 47 29 751„ 50,, Aths. Árið 1880 var meðalhiti: 5„ me.stur, 16,„ minnstur -f- 17,8. Með úrkomu er meint hvers kyns úrferð, hvort sem það er regn, snjðr eða hagl. Með roki er meint það, sem almennt er kallað drifaveður; veðurfræðingar tákna þessa vindhæð með tölunni 5. Með því að ýmsum kynui að þykja fróðlegt að sjá, hvernig viðrar á hinum syðsta og heitasta bletti landsins, þá leyfi jeg mjer að senda Þjóðólfi ofanritað yfirlit yfir veðráttuna hjer á Yest- mannaeyjum árin 1881—85. Skýrslan nær nú að vísu að eins yflr stutt árabil, en mun þó geta gefið mönnum nokkurn veginn rjetta hugmynd um veðráttu hjer; þó ætla jeg, að meðalhiti þessi 5 ár sje

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.