Þjóðólfur - 05.11.1888, Page 2
202
staka sinnum er hann fjekk aðra með
sjer eða í sinn stað, er hann var fjar-
verandi. Fyrsta blað undir hans rit-
stjórn kom út 10. nóv. 1852, en hið síð-
asta 18. apr. 1874. Jón Guðmundsson
ritaði ekki eins lipurt mál og fyrirrenn-
ari hans Sveinbjörn Hallgrímsson, en
var aptur á móti atkvæðameiri i öll-
um þjóðmálum. Það má með sanni
segja, að er hann tók við Þjóðólfi, gekk
hann næst Jóni Sigurðssyni í þeirri
grein, enda kom það fram í blaðinu, sem
undir hans hendi styrkti og hvatti ís-
lendinga í baráttunni fyrir landsrjettind-
um sínum og flutti marga snarpa og
gagnorða grein um landsmál vor, vítti
með einurð það, sem aflaga fór hjá em-
bættismönnunum og öðrum, og var yfir
höfuð einbeitt, frjálslynt og gagnort
blað. Það má fullyrða, að Þjóðólfur hef-
ur undir hans stjórn beint í rjett horf
mörgum málum, sem þá voru á dag-
skrá hjá þjóðinni, og ekki að vita, hverja
stefnu sum þeirra hefðu tekið, ef hann
hefði ekki verið.
Eptir Jón Guðmundsson varð sjera
Matthías Jochumsson útgefandi og rít-
stjóri Þjóðólfs og var það í 6‘/2 ár.
Margt skrifaði hann lipurt og fjörugt í
Þjóðólf, en um þetta leyti var fögnuð-
ur manna yfir „frelsisskrá í föðurhendi",
sem Nellemann hefur gjört að ófrelsis-
skrá, og almenn deyfð í stjórnmálum
vorum. Þjóðóifur varð eins og almenn-
ingur; hann gaf sig minna að stjórn-
málum en áður hafði verið, en var þó
frjálslyndur öll þessi ár.
Sjera Matthías fjekk blaðið í hendur
bóksala Kristjáns 0. Þorgrimssonar, sem
kostaði útgáfu þess í tvö ár, en skrifaði
ekkert í það sjálfur. Fyrst var Egilson
í Glasgow aðalritstjóri þess hjá honum,
og síðan Jónas Jónasson, er þá var presta-
skólastúdent, en nú er prestur að Grund
í Eyjafirði.
Eptir það tók alþingismaður Jón Ó-
lafsson við Þjóðólfi. Þá varð Þjóðólfur
harðorður mjög og vakti megnt hatur á
sjer hjá embættismönnum í Reykjavík.
En fyrir þrem árum tókum vjer við
Þjóðóifi, og þótt vjer höfum jafnan tal-
að með mestu hógværð og stutt mál
vort með rökum, þá hefur Þjóðólfur þó
eigi getað aflað sjer vinsælda hjá sum-
um hærri embættismönnum höfuðstaðar-
ins, en hitt verðum vjer að segja Þjóð-
ólfi til hróss, að aldrei hefur hann áður
haft jafnmikið alþýðufylgi sem nú. Kaup-
endur Þjóðólfs eru nú fleiri en nokkru
sinni áður. Kaupendur hans hafa ekki
verið „að blása upp“ á síðustu árum.
Þjóðólfur horfir með ánægju á fortíðina
og góðum vonum til framtíðarinnar.
Amtsráðið fyrlr norðan,
Amtsráðið fyrir norðan hjelt fund í vor,
eins og lög gera ráð fyrir. Meðal ann-
ars fór amtsráðið að gera aðfinningar
við sýslunefndina i Suðurmúlasýslu fyr-
ir — hvað hún styrkti mikið búnaðar-
j skólann á Eyðum. Hið göfuga ráð vildi
samt leyfa þetta í þetta sinn, „en bjóst
við, að nefndin eptirleiðis hefði sem mest-
ar gætur á því að gjaldþegnum yrði
ekki íþyngt um of með háu sýslusjóðs-
gjaldi“.
Þarna hefur maður eitt af afreksverk-
j um amtmannanna, því að vjer erum sann-
færðir um, að þetta stafar frá amtmann-
inum sjálfum. En þetta er ljóta afreks-
verkið. Það er nærri því eins og amts-
ráðið væri að reisa sjálfu sjer ævarandi
minnisvarða. + Það er fyrst og fremst
að amtsráðið með þessu gjörir tilraun til
að hnekkja búnaðarskólanum á Eyðum,
og sýnir með því, hversu því er illa við,
að menntun eflist í landinu. I öðru lagi
gjörir það sig að talsmanni hins ljeleg-
asta og lúalegasta hugsunarháttar, sem
fyrir kemur í mannlegu fjelagi, en það
er sá hugsunarháttur, þegar menn barma
sjer og kvarta yfir því, að leggja fram
nokkraskildingatil almenningsþarfa, þeg-
ar menn eyða í munað og óþarfa ærnum
peningum, en tala þegar um, að þeim
verði „íþyngt um of“, ef þeir eiga að láta
dálítið af hendi rakna til að efla mennt-
un og framfarir almennings. En í þriðja
lagi hefur það gjört árás á skynsamlegt
hjeraðafrelsi. Hefur amtsráðið þannig
drýgt þrjár syndir, og er hin síðasta
verst, því að það liggur í augum uppi,
hversu fráleitt það er, þegar þrír menn
fara að blanda sjer í innanhjeraðsmál,
sem þeir ekkert þekkja, og ætla sjer að
skoða bestu menn hjeraðsins eins og ó-
myndug börn.
Ef almenningur í Suðurmúlas. tímir ekki
að leggja peninga til Eyðaskólans, þá er
það hans að fá breytt stefnu sýslunefnd-
arinnar, en amtsráðinu er best að lata
sem allra minnst bera á sjer. Með þvi
gjörir það landinu mest gagn.
Ráöleggingar gamla Þjóöólfs.
-'W-'irV-tyt-VV
Heyrið þjer, góðir drengir! Gætið að
yður við skuldunum. Skuldirnar eru
eins og snara um hálsinn á góðum dreng ;
þegar skuldheimtumaður tekur i snöruna,
þá finnið þjer, að þjer eruð eigi frjálsir
menn. Hvað margir hafa eigi logið, af
því þeir voru í skuldum ? Hvað marga
áhyggjustund hafa eigi skuldirnar gjört
yður ? Svo sagði Kíkarður gamli (Frank-
lín): „Lántakan er fyrsta rimin í mis-
gerðastiganum; lygin er einu stigi neð-
ar. Lántakan situr í hnakknum, en lyg-
in situr á lendinni“.
Gáið þjer í kring um yður. Nágranni
yðar skuldar bankanum og afborgar
skuld sína, eins og vera ber, eru nokkuð
bágari yðar ástæður, því getið þjer þá
eigi lagt hið sama í sparisjóðinn og hann
afborgar? Viljann og kjarkinn vantar.
Hann má til, en ykkur vantar viljann.
Það er munurinn. Vjer þekkjum mann,
sem kom 15 ára til góðs bónda, hann
átti varla fötin utan á sig, og fjekk fyrst
80 kr. í kaup, sem smáhækkaði; þegar
hann var 22 ára, átti hann 800 kr. í
sparisjóði. Hann fjekk margt orð i eyra
fyrir samhaldssemi sina, en vjer erum
vissir um, að hann verður með tímanum
góður bóndi og sveitarstoð. A sama
heimili var annar vinnumaður; hann
fjekk 80 kr. í kaup; liann átti kofort
með dálitlu af fötum í; þegar drengur-
inn var búinn að spara saman 300 kr.,
átti hinn kofortið sitt og ekkert meira.
Nú er hann farinn að lýjast, og efhann
verður gamall, fer hann á sveitina ; hann
kann að verða settur niður einhverstað-
ar, þar sem hann fær slæmt að borða
og hefur ónotalegt atlæti; eins og mað-
ur sáir, sker maður upp.
Vjer þekkjum bónda; iágústlok í sum-
ar átti hann 1400 kr. tilgóða hjá einum
kaupmanni í bænum; eptir 6 vikur
vildi kann taka út um 100 kr., en kaup-
niaðurinn sagði: „En nú eigið þjer ekki
meira til góða“. „Það er ómögulegt“,
sagði bóndi, jeg hlýt að eiga nokkur
hundruð krónur tilgóða". En svo fjekk
hann að sjá reikning sinn, ogþá sá hann,
að hann hafði tekið út á liðugum sex
vikum — 1400 kr. Þá sá hann, hvern-
ig menn geta eytt peningunum, efmenn
gá ekki að sjer. En ekki er þetta hollt
fyrir sjálfan mann og ekki fyrir landið
og ekki fyrir konuna og börnin, og þetta
er það, sem menn þó elska mest í heim-