Þjóðólfur - 05.11.1888, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 05.11.1888, Blaðsíða 4
204 Þ j ó ö ó 1 fu r í „Armaimi á al])in£i“. Maður hjet Sighvatur og var Atlason; hann bjó norður í Skagafirði; hann var vel viti borinn og búsýslumaður mikill. Það var eitt vor, að hann fór suður á land til skreiðarkaupa og áði á Hof- mannaflöt á Jónsmessunótt; þar láu tveir menn fyrir, er komið höfðu að sunnan. Annar hjet Ön- nndur; hann var þurrabúðarmaðnr sunnan af Sel- i tjarnarnesi, oflátungur og fremur flysjungslegur. En hinn hjet „Þjóðnlfur og var ættaður austan úr Elóa; hann var lágur maður vexti og þreklegur, móeygður og svarthærður, stórskorinn i andliti og heldur ófríður, örðugur í skapi, þegar svo hauð við að horfa, og ekki þótti hann mikill vitsmuna maður veru. Hann var yfrið mótfallinn ölluin ný- breytingum og fylgdi torfeðra sinna siðvenju í öll- um sínum háttum'ú Þessa menn lætur Baldvin Einarsson koma fram á alþingi og þar hlýða þeir á ræður manna, og reyndist Þjóðólfur besti kall. Árið 1832 kom út 4. árg. af „Ármann á alþingi11. Þjóðólfur var sá seinasti, sem hjelt ræðu og end- aði þannig: „Hugsum við nú allir um engja og túnarækt, þangað til að ári. Jeg vona, að við get- um haft miklu fleiri ær og kýr á eptir og fyrnt hey til frambúðar i hallærum“. Það var auðsjeð, hvað Baldvin Einarsson ætlaði sjer i næsta árgangi, en svo dó hann í æsku blóma litlu síðar. Þjóðólfur hefur haldið uppi nafninu og starfað að landsmálum í 40 ár. P j óöólfur er einbeitt og stefnufast blað. í hann skrifa ýmsir meðal hinna merkari þing- manna, bænda og yngri menntamanna landsins. Hann er fjölbreyttur að efni, en fremur öllu ræðir hann framfaramál landsins í heild sinni. Sögusafn Þjóðúlfs flytur sögur og fræðandi greinir eptir góða höfunda. Nýir kaupendur að næsta árgangi fá ókeypis og kostnaðarlaust sent sögu- sajn Þjbðólfs yfirstandandi ár með 7—8 sögum og fræðigreinum, sem verða nm 220 bls., æfisögu Sigurðar málara 48 bls., fyrirlestur Páls Briems um stjórnarskrár- málið 32 bls., sem þeim verður allt sent, þegar sögusafnið fyrir þetta ár er allt út komið. Enn fremur fá nýir kaupendur 16 síSustu blöcíin af þessum árgangi, sem þeim verða send jafnóðum og þau koma út. Það, sem þeir fá ókeypis, verður þann- ig hátt ujip í það, sem einn árgangur af blaðinu kostar. Nýir kaupendur gefi sig fram sem allra fyrst. 496 Þjöðólfur á ferð. Þjóðólfur: Gnð gefi yður góðan daginn, og sæl verið þið nú öll sömun“. Fólkið: „Sæll og blessaður Þjóðólfur minn“. Þjóðölfur: „Nú er jeg 40 ára og nú vevðið þið að taka vel á móti mjer. Margt sporið hef jeg farið um landið og margan kætt og margan frætt. En ekki er jeg samt þreyttur. Munið þið, þegar jeg kom hingáð í fyrsta skipti ? Þásagðijeg líka: Guð gefi yður góðan daginn, og þetta segi jeg við alla mína kaupendur og eins þá, sem ekki kanpa mig, en lesa mig samt“. Bóndi: „Þetta er satt, Þjóðólfur minn. „Marg- an kætt og inargan frætt“ Jeg held jeg muni eptir, þegar þú komst hingað í fyrsta skipti. Þú fórst þá strax að tala um þjóðerni vort og þjóð- lega stjórn. Þá var Jón Sigurðsson upp á sitt besta, og þú varst að hvetja oss til að lesa Nýju Ejelagsritin; margir voru þá á mðti, eins og nú, og betur hefði verið, að allir hefðu farið að ráð- um Jnnum. En gerðu svo vel og kastaðu mæðinni og segðu tíðindin. Viltu ekki þiggja kafflsopa?" Þjóðólfur: „Þakka þjer fyrir. En bestu góð- gjörðirnar væru, ef þú útvegaðir menn til að kaupa mig; ef þjer tækuð ykkur nú saman á öllu landi, til að kaupa mig meira en áður, svo að jeg fengi nokkur hundruð nýja kaupendur, þá skyldi jeg verða meir en helmingi stærri en jeg er“. Auglýsingar. óð kýr, snemmbær eða miðsvetrarbær, fæst keypt eða ljeð. Bitstjórinn vísar á. 495 Greiöasala. Hjer eptir sel jeg ferðamönnum næturgisting og greiða eptir föngum. Hvassahraunskoti, 2. nóv. 1888. Hallur Pálsson. 497 M Y N D af Einari Asmundssyni í Nesi (kostar 50 aura) fæst í Reykjavík hjá Sigurði Kristjánssyni. 498 H u 1 s t u r (á 10 :i 11 ra) til að geyma í viöskiptabækur við landsbankann (Sparisjóðsbœkur) fást á afgreiðslustofu landsbankans og hjá Sigurði Kristjánssyni. 499 Ekta anilinlitir, mjög ódýrir, hollenskt reyktdbak, (tvær Stjörnur) o. fl. fæst í verslnn Sturlu Jónssonar. 500 Hjer með auglýsist, almenningi til vitundar, að frá nóvemher byrjun þ. á. selur undir- skrifaður ferðamönnum allan þann greiða, er hann lætur af hendi, mót sanngjarnri borgun. Þormóðsdal, 29. okt. 1888. Halldór Jónsson. 501 Commercial Union, vátryggmgarfjelaq í Lundúnum, tékur í ábyrgð hús, vörubirgðir, alls konar innan- hússmuni o. fl. o. fl. fyrir lægsta vátrygg- ingargjald. Umboðsmaður í Beylcjavík er Sighvatur Bjarnason bankabókhaldari. 502 Svart geldingslamb hefur mjer verið dreg- ið í haust með mínu rjetta marki: sneiðrifað fram- an hægra, sneitt framan vinstra. Með því aðjeg á ekki lamb þetta, er hjer ineð skorað á eigand- ann að semja við mig um markið. Úlfmannsfelli í Mosfellssveit, 3. nóv. 1888. Jón Þórðarsson. 503 er ekki oitta nema ájjhverjum pakka staudi eptirfylgjandi ein- kenni: Máttþrot, magaveiki, svefnleysi. Fyrir ári síðan var jeg mjög þjáður af máttþrotum. Allur líkaminu var magnlan8! þar með fylgdi magaveiki og svefnleysi. Jeg leitaði ráða til lækn- is mins, Dr. Rörby, og keypti síðan 1 glas af Mansfeld-Bullners & Lassens Brama-lífs-elixír. Fann jeg fljótt bata á mjer, er jeg neytti þess, mjer óx styrk- ur, fjekk betri matarlyst og gat sofið. Jeg get með góðri samvisku sagt, að bitter þessi heldur heilsu minni við. Ræð og þeim öllum, er þurfa, að reyna þenn- an ágæta bitter, er á allt það lof skilið, er honum er svo ríkulega veitt. Jaberg við Skive. J. Hansen. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan- um. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir báa til hinn ver&launaða IlrQfrtUzlifs-elixír. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: ISI'órregade No. 6. \ 505 - Eigandi og áhyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.