Þjóðólfur - 05.11.1888, Síða 3
203
inum. Því segi jeg, munið eptir feitu
og mögru kúnum hans Faraó. Munið
ið eptir sparisjóðnum. Þjer, sem lesið
gamla Þjóðólf, segið þeim, sem ekki lesa
hann, frá þessum sögum um vinnumenn-
ina og bóndann, því að þær eru sannar.
Bóndinn er hjer nálægt, en vinnumenn-
irnir eru suður með sjó.
Vöxtur Þióðólfs.
Þjóðólfur fæddist eins og Aþena;
hann stökk albrynjaður fram á vígvöll-
inn; varð höfðingjunum bilt við, er þeir
heyrðu vopnagnýinn, og b'tu ófrýnum
augum á hinn unga svein; vörpuðu þeir
öndinni mæðilega, og var sem þeim segði
hugur um, að hann myndi standa yfir
höfuðsvörðum sínum, enda hefur svo átt
að verða, að Þjóðólfnr hefur átt eptir
flesta ijandmenn sína að mæla. Sveinn-
inn var þegar knálegur og harðgjör, og
fær í flestan sjó, en lítill var hann vexti.
Hann var ekki nema ein spönn og hálf
fingurhæð á iengdina, en svaraði sjer
nokkurn veginn á breidd. Og ekki kom
hann nema tvisvar í mánuði. Þegar
hann var fjögra ára, óx hann töluvert;
lengdinni og breiddinni hjelt hann að
vísu, en varð þriðjungi gildari og kom
nú út þrisvar í mánuði. Svo var hann
að smágildna hjá Jóni Gruðmundssyni og
var hið gildasta blað, er þá var uppi á
landinu.
Þegar Þjóðólfur var orðinn 26 vetra,
missti hann Jón Guðmundsson, og rann
hann þá svo, að hann varð þynnri en
hann hafði nokkru sinni verið, síðan hann
var á fjórða árinu; en svo varð hann
langur, að hann varð fullar tvær spann-
ir og að því skapi breiður.
Árið 1884 óx Þjóðólfur allmikið ; leidd-
ist honum lengdin, og gekk saman á þann
veginn, en varð hinn gildasti á velli,
og kom nú út á hverri viku. Síðan
hefur Þjoðolfur þreknað allmikið, og er
hann hið þreknasta blað, sem nú er
uppi hjer á landi. En honum er ekki
enn fullfarið fram; hann munvaxajafnt
og Þjet'ú; hann veit, að íslendingar hafa
óbeit á öllum ofvexti, sem ef til vill
hjaðnar niður á miðju ári, en veit, að
þeim þykir vænt um eðlilegan vöxt og
viðgang.
Ofsóknir gegn Þjóðólfi.
Snemma var Þjóðólfur ofsóttur og
banaráð brugguð gegn honum af ófrjáls-
lyndum embættislýð og skilningslausum
almúgamönnum. Reykj aví kurpósturinn,
embættismannablað, hið eina blað, sem
út kom hjer, er Þjóðólfur var stofnaður,
tók þegar að níða hann; en Beykjavík-
urpósturinn dó árið eptir; stofnuðu þá
embættismennirnir í Keykjavík annað
blað, Landstíðindin, sem áttu að drepa
Þjóðólf. Stiptsyfirvöldin, sem þá höfðu
yfirstjórn landsprentsmiðjunnar, gerðu
Sveinbirni Hallgrímssyni erfitt fyrir með
að fá blaðið prentað í þessari einu prent-
smiðju, sem þá var hjer, og á öðru ári
bönnuðu þau prentun á honum með öllu,
þegar 6.—7. tölubl. annars árg. var al-
sett, þvert ofan í skriflegan samning um
prentunina. I þessu tbl. átti að koma
grein um uppþot skólapilta gegn Svein-
birni Egilssyni, þar sem ritstjórinn tók
málstað pilta. Stiptsyfirvöldunum hefur
þótt bera vel í veiði, að fá þetta sem á-
stæðu til að reyna að fá Þjóðólfi í hel
komið, en þeim varð ekki kápan úr því
klæðinu. Landstiðindin gáfu í skyn, að
i þessu tölubl. hefði átt að koma nokk-
uð, „sem landinu væri skaðiegt og frem-
ur til að spilla en bæta“. Sveinbjörn
Hallgrímsson gat ekki þolað þennan á-
burð, og rjeð því af að sigla til Khafn-
ar og láta prenta hið bannaða tölublað
þar; en hann var ekki svo efnum bú-
inn, að hann gæti kostað för þessa af
eigin rammleik ; skutu þá bændur í kring
um Reykjavik saman 100 rd. á einum
sólarhring handa honum til fararinnar,
og tveir menn lánuðu honum sína 100
rd. hvor. Sýnir þetta, hve mikil alþýðu-
hylli blaðsins var þá þegar orðin og jafn-
framt skörungskap bænda á Seltjarnar-
nesi, því að þá var hver skoðaður varg-
ur í vjeum, er Þjóðólf studdi. „Með
þessum 300 rd. frelsaði jeg æru mína og
Þjóðólfs“, segir Sveinbjörn Hallgríms-
son (Þjóðólfur 1850, 34.—35. tbl.). Það
blað, sem prentað var erlendis, heitir
Hljóðólfur. í utanför sinni kærði Svb.
Hallgrímsson þetta gjörræði stiptsyfir-
valdanna fyrir stjórninni, en fjekk aldr-
ei leiðrjetting á því.
Þetta ofríki stiptsyfirvaldanna, er
merkilegt, ekki að eins í sögu Þjóðólfs,
heldur einnig í sögu landsins, þvi að
það sýnir, hversu skammt menn voru þá
á veg komnir hjer á landi í prentfrelsi
og málfrelsi.
Þótt ekki væri eptir þetta reynt að
banna prentun blaðsins, þá var þvi þó
sýnd sama mótspyrna og fjandskapur,
eptir að Jón Guðmundsson tók við því.
Embættismennirnir reyndu hvað eptir
annað að halda blöðum úti, til þess að
ríða Þjóðólf niður, en þau þrifust ekki,
vesluðust upp og hættu innan skamms
aptur. Og á annan hátt reyndu þeir,
sumir hverjir, að spilla fyrir blaðinu,
eptir mætti, í smáu og stóru. Þannig
var t. d. hinn þáverandi háyfirdómari
svo smásmuglegur að neita Jóni Guð-
mundssyni um, að fá eptirrit af dómum
yfirdómsins til birtingar í blaðinu, þótt
J. G. byði fulla borgun fyrir. Ekki
fjekkst Þjóðólfur prentaður í landsprent-
smiðjunni, nema prentkostnaðurinn væri
borgaður fyrir hvert blað, jafnóðum og
það var prentað, en aptur á móti vægt
mjög til við önnur blöð, og lenti stund-
um nokkuð af prentkostnaði þeirra á
prentsmiðjunni sjálfri.
Meðan Jón Ólafsson var ritstjóri Þjóð-
ólfs, rjeðust embættismennirnir hjer í
staðnum á auglýsingarnar. Þeir fóru
baktröppurnar hjá Nellemann, eins og
vant er að vera í mikilsvarðandi mál-
um og fengu hann til að veita Suðra
þær, en síðan gaf Magnús Stephensen
ísafold dúsu þessa, því að það blað kunni
hann „spakast11 á landi voru. Jón Ó-
lafsson átti í mörgum meiðyrðamálum.
Síðan vjer höfum tekið við ritstjórninni,
hafa verið hafin tvö meiðyrðamál á hend-
ur blaðsins. I öðru var blaðið sýknað
algjörlega fyrir yfirdómi, en í hinu hætti
sækjandinn í miðju kafi, og varð að
borga oss ómak og timatöf við það.
Reykjavík, 5. nóv. 1888.
Tíðarfar. Fptir því, sem fvjettist með póstunr
að norðan og vestan, sem nú eru nýkomnir, hef-
ur tíðarfar verið úgætt i haust allstaðar, þangað
t.il 23. f. m. að hríðarkast gerði snögglega fyrir
norðan, en mun þó eigi hafa staðið lengi.
Gufuskip til Kuudsens kaupmanns kom á
Borðeyri 16. f. m. með vörur; það kom og með
stýri fyrir gufuskipið Lady Bertha, sem braut
stýrið á skeri á Húnaflóa í sumar og hefur legið
síðan á Borðeyri. Bæði skipin fóru siðan norður
á Sauðárkrók og hafa farið þaðan til Englands með
íje og hesta.
Ailabrögð. Því nær fiskilaust víðast fyrir Norð-
urlandi; en góður afli fyrir vestan.