Þjóðólfur - 14.12.1888, Blaðsíða 1
Kemur öt á föstudags-
morgna VerÖ árg. (60
arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.).
BorgíHt fyrir ló. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifieg, bnnd-
in við áramót, ftgild nema
komi til ritgefanda fyr-
ir 1. oktöber.
XL. árg.
Reykjavík föstudaginn 14. des. 1888.
Nr. 58.
Þaö þarf aö mennta alþýðu.
(Niðurl.) Pað er orðið rótgróiði meðvit-
und alira, að það sje bæði kristileg og
siðferðisleg skylda að koma böruum sín-
um, sem menn segja, í kristinna manna
tölu, og þykir það hin mesta vansæmd,
ef þetta að nauðsynjalausu dregst fram
yfir lögaldur. Þótt skilyrðunum fyrir
fermingunni væri fjölgað, myndi það ekki
að neinu leyti raska þessari tilfinningu,
heldur myndu allflestir reyna að kljúfa
þrítugan hamarinn, til þess að fnllnægja
þessum skilyrðum, svo að barnið þeirra
kæmist á rjottum tíma „í kristinna manna
tölu“. Náttúrlega er hjer mikið undir
prestunum komið, en jeg vænti svo góðs
af þeim, að þeir gangi ríkt eptir, að ferm-
ingarskilyrðunum sje fullnægt samkvæmt
fyrirmælum hinna gildandi laga. En sjeu
menn liræddir um vanrækslu í þessu efni
af þeirra liálfu, þá er ekki annað en leggja
sektir við slíkri vanrækslu að dæmi Krist-
jáns konungs 7. Að endingu skal jeg
taka það fram, að ef þetta skilyrði yrði
til þess, að barnið næði ekki fermingu í
lögákveðinn tíma, sem jeg er sannfærð-
ur um að sjaldan kæmi fyrir, þá þarf
það ekki eð „útiloka það frá guðsborði“,
því ef það hefur náð viðunandi þekkingu
í kristilegum fræðum og finnur hjá sjer
köllun til að neyta hinnar iioilögu kveld-
máltíðar, þá ætti því að leyfast það.
Þetta mætti ákveða með lögum. En hver
prestur myndi og gjöra þetta lagalaust,
ef hann fyndi, að hugur fylgdi máli, þar
sem lögin á annað borð heimila undan-
fekningar í þessu efni, eins og áður er
ávikið, svo að óþarfi væri að gefa út ný
lög nm þetta atriði. Yfir höfuð finnst
mjer, að tilfinning og trú eigi að ráða í
slíkum efnum, en engin laga ákæði.
Því fje, sem varið væri til unglinga-
menntunar, skyldi skipt milli sýslnaúna
eptir fólksfjölda, og svo úthlutaði sýslu-
nefndin því hreppunum eptir íbúatölu,
en tæki jafnframt tillit til efna og ástæðna
sveitarinnar, strjálbyggðar og fl. Sjóþorp
og kaupstaðir ættu tiltölulega lítinn styrk
að fá, því þar verður tilkostnaður til
kennslunnar minnstur, þjettbýlar sveitir
ættu að fá minna en strjálbyggðar, og
s. trv.
Það mun jafnan verða nokkur ágrein-
ingur um það, hver aðferð skuli höfð við
uppfræðing unglinga, er verði landinu
kostnaðarminnst og notadrýgst. Sumir
halda fram föstum skólum (barnaskólum),
líkt og tíðkast í öðrum löndum, sumir
umgangskennurum eða reykiskólum. Það
er óefað, að kennslan yrði reglubundnari
í föstum skólum, og hlyti að koma að
meiri notum í þeim en reykiskólunum,
og allt eptirlit með þeim yrði miklu
auðveldara. En kostnaðurinn við þá
yrði líka margfalt meiri, eflaust miklu
meiri, en sem því svaraði, hvað kennsl-
an kæmi að meira gagni. Þó að landið
hefði efni á að koma npp skóla í hverri
sveit, þá gætu margar sveitir ekki stað-
ið straum af skólunum, nema með mikl-
um árlegum styrk úr landssjóði, og þó
að sveitin og landsjóður kostaði skólann
að öllu leyti, þá væru fjölmargir ein-
staklingar, sem ekki gætu notað skólann
styrklaust, og er auðsætt, að allar þær
styrkveitingar gætu orðið ókljúfandi fyr-
ir landssjóð. — Við reykiskólana fjelli
skólahúss kostnaðurinn burt að miklu
leyti, og svo yrði miklu auðveldara fyr-
ir fátæklinga að nota kennsluna. Jeg
hef hugsað mjer það þannig, að kennsl-
an færi fram á helstu bæjum í sveitinni
og þangað söfnuðust svo börnin af bæj-
unum í kring. I Skagafirði og Húna-
vatnssýslu hefur þessi aðferð verið höfð
lengi í stöku sveitum, og reynst vel.
Margir fátæklingar hafa á þennan hátt
fengið mjög ódýra kennslu handa börn-
um sínum. Fastir skólar ættu að vera
alstaðar, þar sem þvi verður við komið,
t. d. í kaupstöðum, sjóþorpum og mjög
þjettbýlum sveitum.
Áöllum unglingaskólum ætti að kenna:
lestnr, teikninq, skrift, kristileg frœdi,
reikning, rjettritun, valda kafla úr al-
mennri sögu og sögu Islands, og helstu
meginatriði náttúrufrœðinnar, almennrar
landafrœði og lieilbrigðisfrœðinnar. Auk
þess ætti að láta unglingana temja sjer
ýmsa leikfimi og handavinnu.
I fljótu bragði kann mörgum að finn-
ast, að hjer sje til of mikils mælst. En
menn verða að hafa það hugfast, að hjer
er að eins um frumatriði þessara greina
að ræða, og að barnið á ekki að læra
neitt af þessu utan að, ekki „kverið“
einu sinni, heldur á kennslan eingöngu
að miða til þess, að vekja gáfur og eptir-
tekt barnsins og þroska skilning þess, eins
og jeg áður drap á. Námsgreinarnar
eru því eins og verkfæri í hendi kenn-
arans, til þess að ná þessum tilgangi, en
um leið fær barnið undirstöðuþekkingu
í þessum þýðingarmiklu fræðigreinum,
er svo getur vakið löngun hjá því til
þess að afla sjer yfirgripsmeiri þekking-
ar í þeim, og þannig er menntalöngun
barnsins vakin, jafnframt því, sem gáfur
þess eru glæddar. En þar sem hentugar
bækur* í mörgum af þessum greinum
vanta, þá ætti hið opinbera að annast
um, að þær væru samdar og kosta þær
að öllu leyti, eins og „meiri hluta frum-
varpið“ fer fram á, því með því móti er
meiri trygging fengin fyrir því, að þær
yrðu góðar og sniðnar við unglinga hæfi,
og mátulega dýrar. Væri hentast að
gefa út smápjesa í hverri grein. Þrjár
hinar síðast töldn greinar mætti að vísu,
efnisins vegna, sameina í einn pjesa. —
í frumvarpi Ól. Briems stendur „uppeld-
isfræði“ á meðal þeirra greina, sem kenna
ætti í unglingaskólum, og hlýtur þetta
að vera komið inn í frumvarpið af ein-
hverju ógáti, eða að Briem skilur eitt-
hvað annað við uppeldisfræði en almennt
er skilið við það orð, því jeg get ekki
ímyndað mjer, að nokkrum, sem veit
hvað uppeldisfræði er, detti í hug að
gjöra hana að kennslugrein í barna- eða
unglingaskóla, — þar á móti væri mjög
heppilegt, að hún væri kennd við presta-
skólann.
Möðruvöllum, 12. maí 1888.
Stefán Stefánsson.
Reykjavík, 14. des. 1888.
Um líf og lífsvon sjómanna hjelt
sjera Oddur Y. Gislason fyrirlestur í
fyrrakveld hjer í bænum. Talaði hann
*) í lestri og rjettritun eru kver Yaldimars Ás-
mundarsonar ágæt.