Þjóðólfur - 29.01.1889, Side 1
Kemur út á í'östudags-
morgna. Verö árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. jóli.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XLI. árg. ReykjaUk þriðjudaginn 29. jan. 1889.
Útlendar frjettir
Hnfn, 15. jan. 1889.
Iraskiptin. Árið, sem var skrifað með
þrem áttum, er liðið og afmælisár stjórn-
arbyltingarinnar miklu á Frskklandi
komið í staðinn. E>vi hefur opt verið
spáð, að á þessu ári mundi verða stór-
kostleg verkmannabylting, en það ræt-
ist varla. Það lítur ekki eins ófriðlega
út í Evrópu núna. og um nýjársleitið
1888. Frakkar, sem eru liklegastir til
að hefja ófrið, vilja fyrir hvern mun
komast hjá honum, þangað til sýning-
unni, sem byrjar 5. mai, er lokið. En
herbúnaður er eins mikill og um síðustu
áraskiptin. Pjóðverjar auka flota sinn
nær qm helming, Frakkar hafa á þessu
umliðna ári varið 1000 miljónum franka
til aukaútgjalda við her sinn, ítalir
veitt.u á þingi um jólaleytið hjer um bil
100 miljónir króna til útgjalda við her
og flota, Austurríkismenn samþykktu um
sama leyti herlög, sem auka her þeirra
töluvert; Rússar halda áfram, að þoka
herdeildum sínum vestur á bóginn, og
fjölga þeim; Bélgíumenn og Spánverjar
eru að reyna að lögleiða almenna varn-
arskyldu hjá sjer; jafnvel Englendingar
víggirða hafnir sínar og auka flota sinn,
og Danir víggyrða Höfn í óða önn. Hvar
á þetta að lenda og hvað lengi geta
stórveldin haldið áfram að auka herbún-
að sinn?
Þessum spurningum getur víst eng-
inn lifandi maður, og ekki Bismarck sjálf-
ur, svarað.
Franska þjóðvcldið í hættu. Þetta
þjóðveldi var 18 ára gamalt 4. septem-
ber 1888. Engin stjórn í Frakklandi á
þessari öld hefur orðið svo langlíf, enda
uiá nú marka af mörgu að það á ekki
langt olifað. Ráðaneyti Floquets, sem
nú er við stjórn, er hið 24. ráðaneyti,
síðan þjóðveldið var stofnað. Vinsældir
Boulangers fara dagvaxandi og nú hugs-
aðist Floquet og öðrum mótstöðumönn-
um hans heillaráð. Þegar Napoleon III.
braust til valda 2. desember 1851, þá
var einn af þingmönnum þeim, sem vildu
verja þjóðveldið, Baudin, skotinn af her-
liði Napoleons. Ráðið var, að allir sem
elskuðu þjóðveldið, skyldu ganga í pró-
sessíu þann dag fram hjá gröf Baudins,
til að láta í ljósi viðbjóð sinn á Boulan-
) ger og öllu hans athæfi. Um sama leyti
j var altalað manna á milli og í blöðun-
um, að Floquet ætlaði að láta takaBou-
langer höndum og draga hann fyrir lög
og dóm. Prósessían átti að verða stór-
kostleg, hundruð þúsunda af fólki, en
þegar til kom urðu ekki nema tæp 10,000
í henni. Floquet fjell allur ketill í eld
og Boulanger var látinn afskiptalaus.
Síðan komu 2 merkisræður, sem sýna að
þjóðveldinu er hætta búin; Challemel-
Lacour, mikill mælskumaður, hjelt hina
fyrri ræðuna í efri málstofunni 19. des.;
einn af fiokksmönnum Boulangers, sem
ætlaði að svara honum, var að kalla rek-
inn út úr þingsalnum, en sneri sjer við
í dyrunum og sagði: næstu kosnn igar
munu sópa ykkur burt, herrar minir!
Ferry, sem er talinn helstur af stjórn-
vitringum Frakka um þessar mundir,
hjelthina ræðuna nokkrum dögum seinna.
En eptir nýjár er Boulanger orðinn enn
þá meiri vogestur. Tveir af fylgismönn-
um hans voru kosnir til þings 6. janúar
í Amiens og Rochelle, en rjett á undan
dó einn af þingmönnum Parísar og verð-
ur þar kosning 27. janúar. Boulanger
hefur boðið sig fram og á móti honum
er Jacques, formaður í stjórn Seinefylk-
isins. Kjósendur eru 564,000 og af blöð-
unum i Paris er meiri hlutinn móti Bou-
langer. Það er almælt, að efhannverð-
ur kosinn, og Paris er með honum, þá
sje úti um þjóðveldið, svo framarlega sem
hann ekki vill halda því við. Hvert bol-
magn hann hefur má marka af því, að
blöð fjandmanna hans segja, að hann j
hafi eytt 3 miljónum franka í kosning-
ar og því um likt árið 1888. Konungs-
og keisarasinnar hjeldu fund 4. janúar j
og Du Barail, einn af foringjum þeirra,
sagði meðal annars: „Boulanger er kúla,
sem vjer skjótum í brjóst stjórninni og
opnum oss með þvi skarð, sem vjer göng- j
um inn um og drepum þjóðveldið".
Sýningin í minningu stjórnarbylting-
Nr. 5.
arinnar byrjar 5. maí (þann dag var þing
sett i Versailles 1789) og verður hin stór-
kostlegasta sýning, sem verið hefur. Eiffel-
tnrninn er nú orðinn milli 7 og 800 feta
hár; vinnumennirnir fá hærri laun, því
hærri sem hann verður, vegna hættu
við að smiða hann. Sagt var, að hann
hallaðist, og Parísarbúar urðu hræddir, en
það er borið aptur af Eiffel sjálfum.
Eigendum Panamaskurðarins lá við
peningaþrotum og vildu fá stjórnina til
að taka að sjer skurðinn, en þingið gekk
ekki að þvi. Lesseps gamli er samt bú-
inn að koma Panamafjelaginu á lagg-
irnar aptur, Boulanger hefur styrktþað,
og hinir 15,000 vinnumenn við skurðinn
eru aptur teknir til starfa. Skurðurinn
verður búinn 1890.
Bismarck í kröggum. Jeg hef áður
getið þess, að Geffcken sá, sem gaf út
kafla af dagbók Friðriks keisara, var tek-
inn fastur 29. september, og höfðað mál
gegn honum fyrir landráð. Ríkisrjett-
urinn í Leipzig felldi dóm í málinu 4.
j anúar. eptir að hann hafði setið í fang-
elsi 99 daga. Geffcken er dæmdur sýkn
og leystur úr fangelsi og ríkissjóðurinn
borgar málskostnað. Þetta er almennt
talið kjaptshögg fyrir Bismarck, sem
ljet höfða málið. Svo er annað. Köln-
ische Zeitung, eitt af aðalblöðum Bis-
maroks, kom skömmu fyrir nýjár með
þá ákæru gegn Morier, sendiherra Eng-
lendinga í Pjetursborg, að hann hefði
gefið Bazaine njósnir um hinn þýska
her, 1870. Morier skrifaði syni Bis-
marcks og bað hann að bera þessa lygi
aptur og þegar hann gerði það ekki, þá
setti Morier í Lundúnablöðin brjef frá
Bazaine, sem neitaði þessari ákæru. Út
af þessu hefur spunnist hörð blaðarimma,
°g þykir Bismarck hafa orðið undir í
henni enn sem komið er.
í Afríku eiga Þjóðverjar fullt í fangi og
hafaorðið aðbiðjaEnglendinga um að hjálpa
sjer í Austur-Afriku. Englendingar hafa
síðan 2. desember skip á vakki með strönd-
inni, ásamt Þjóðverjum, sem banna þræla-
flutning frá landinu og vopnaflutning inn
landið, en raeir vilja þeir ekki hjálpa.
Þannig eru Þjóðverjar, að kalla, reknir