Þjóðólfur - 29.01.1889, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.01.1889, Blaðsíða 2
18 burt af meginlandinu. Á Samoaeyjunum Jiafa Þjóðverjar beðið ósigur í bardaga; þeir hafa troðið nýjum konungi upp á eyjar- skeggja, sem þeir með engu móti vilja þýðast. Nú kvað Bismarck á morgun ætla að leggja fyrir þing frumvarp um nýlendur Þjóðverja. Hann kom til Berlín- ar á fimmtudaginn var, en hefur verið hás, svo hann gat ekki talað á þinginu fyr en nú á morgun. í nóvemberlok var lagt fyrir þingið merkilegt frumvarp til laga um sjúkra og örvasa sjóð fyrir vinnumenn. Ríkið, hús- bóndinn og vinnumaðurinn leggur hver um sig þriðjung í sjóðinn (vinnumaðurinn fimtugasta hlut af vikulaunum sínum); með þessu móti fá vinnumenn eftirlaun eins og embættismenn. Um 12 miljónir vinnumanna er sagt að lög þessi nái yfir (kvennmenn og karlmenn). Ekkja Vilhjálms fyrsta hefur á prenti neitað, að hún hafi borið í Morier 1870 njósnir um her Þjóðverja. Nú verður gaman að sjá á morgun, hvernig Bismarck bjargar við öllum þessum málnm. England. írska málið situr við sama. Parnellsmálið heldur áfram og hvað kosta Times 100,^? (18,000 krónur) á dag! Kemur það mest til af því, að það Ieiðir fram írsk vitni svo hundruðum skiptir. Gladstoue var 79 ára 29. desember og ernúáltalíu; hannfer þangað á hverjum vetri vegna loptslagsins. Grenfell liðstjóri Englendinga í Suakim, vann mikinn sigur yfir Osman Digma og Súdansbúum 20. desember; Osman hafði þá nýlega iogið upp að Mahdíinn í Khartum hefði tekið Stanley og Emin pasja höndum. Pessu var almennt trúað um tíma, en nú trúir eng- inn því lengur. Nýlendan Queensland (í Australíu) neit- aði að taka við Blake, fyrverandi lands- stjóra í Newfoundland, sem Governor af stjórninni í London, eptir að hún hafði skipað hann í embætti. Ástæðan var sú, að Blake var á móti sjálfsforræði íra. Þessu lauk svo, að stjórnin varð að láta undan og setja annan mann sem lands- stjóra yfir Queensland. Danmörk. Stjórnarafmæli konungs 15. nóvember var ekki haldið af vinstrimönn- um. Konungur er sjötugur, en Óskar Svía og Norðmanna konungur er sextugur 21. janúar. Stjórnin er nú að víggirða Höfn milli Utterslev og Kjöge Bugt, hér um bil 2 mílur vegar; þegar það er búið, þá er Kaupmannahöfn öll víggirt; 8 milj- ónir króna ganga til þessa hluta af víg- girðingunni. Sljesvíkingar hafa fengið jólagjöf, ný lög um að eingöngu skuli kenna á þýsku í öllum almúga og barnaskólum, og þykir það hart. Tveir Sænskir fjelausir skósmiðir voru reknir yfir í Svíaríki; Svíar eru fokvondir út af þessu, og í fólksþinginu hjer á að gera fyrirspurn um það til stjórnarinnar. Sagt er að nýjar kosningar til fólksþingsins eigi að vera í lok þessa mánaðar. Noregur. Árið 1884 voru 84 vinstri- menn og 30 hægrimenn á þingi í Noregi; nú eru eitthvað 54 hægrimenn, 27 Sver- drupsmenn og 33 vinstrimenn á þinginu ; ef hægrimenn hefðu orðið 56 hefðu þeir haft meiri hluta atkvæða á þingi. Stanley og Nansen. Það hafa komið flugufregnir um Stanley (Klettabrjót kalla Afríkumenn hann), sem hafa reynzt lygi. Um jólin kom hraðfrjett frá landsstjóra í Kongoríkinu, sein er sönn. Stanley hafði komið 17. ágúst 1888 tilAruwimi fljótsins að sækja vistir, en ætlaði aptur til Emin pasja. Brjef frá honum geta ekki komist til Kongó fyr en í mars, og þangað til verður nánari frjetta að bíða. Dr. Nansen situr í Godthaab á Grænlandi, og skipið sem sækir hann fer í fyrsta lagi af stað 31. mars svo ekki koma frjettir af honum, fyr en í maílok. Ýmislegt. Franz Jósef Austurríkiskeis- ari hélt 2. desember 40 ára afmæli sitt í kyrþey og gaf stórgjafir. Vilhjálmr 3. Hollendiuga konungur liggur fyrir dauðanum ; ríkiserfingi er dóttir hans 6 ára gömul. Serbaþing hefur samþykt stjórnarskip- un, sem Mílan konungur lagði fyrir það og sem er sú frjálslegasta í Evrópu. Salisbury sagði í ræðu i Edinburgh í desember, að hann væri með kosningarjetti kvenna, að fullu og öllu. Rjett á eptir vann frú Kovalevski í Stokkhólmi verð- laun hins franska vísindafjelags (Institut de France), fyrir svar upp á spurningu þess i talfræði, sem allir vísindamenii í Evrópu höfðu leyfi til að svara. Svarið var svo gott 'að fjelagið hækkaði launin úr 3000 frönkum upp í 5000 franka. Reylcjavík, 29. jan. 1889. Tíðarfar fyrir norðan segir Norður- ljósið „ágætt“ til ársloka, og sama er skrifað úr Skagafjarðardölum. Úr Svína- vatnshreppi er skrifað 5. þ. m. „Nú er skipt um tíð; síðan fyrir jól mátt heita stöðugar hríðar og ofsaveður af suðvestri. Ófærð er svo mikil af fönn hjer í sveit, að naumast mun vera farandi milli bæja. Allt fje inni síðan fyrir jól“. I Vatns- dal voru ýmsir farnir að taka inn úti- gangshross eptir nýjárið. Ofsaveðrið á Þorláksmessu. Úr Dala- sýslu er skrifað 17. þ. m. „Á Þorláks- messu gerði aftaka veður af suðri. Mest var veðrið um kveldið frá kl. 9—12, enda er það eitthvert hið hvassasta veður, er menn muna hjer eptir. Á Þorbergsstöð- um í Laxárdal fauk járnþak af heyhlöðu. Á Narfeyri á Skógarströnd fauk ný timburkirkja, sem komið var langt með að endurbyggja, og brotnaði í spón“. Af Ströndum er skrifað, að ofveðrið hafi verið „óminnilegt“, og úr Húnavatns- sýslu, að það hafi verið „ofsaveður með fannkomu af suðvestri. Sumstaðar gerði það skemmdir á húsum og heyjurn". Afialítið eða nær aflalaust er að frjetta nú hvarvetna af landinu. I Strandasýslu hefur afli verið lítill í haust, gæftir mjög slæmar. „200 hæstur hlutur á Gjögri af fremur smáum fiski“. 50 kr. sektin. Ymsir borgarar á ísa- firði hafa sent sýslumanni Skúla Thor- oddsen ávarp, þar sem þeir láta í ljósi megna óánægju yfir, að hann skuli hafa verið sektaður fyrir för sína á Þingvalla- fundinn, og þakka honum fyrir framkomu hans á þeim fundi. Gufuskijiið á Sauðárkróki, sem get- ið var um í siðasta blaði, heitir „AVaa- gen“ og stýrir því Otto AVathne; er hann sendur af vátryggingarfjelagi til að bjarga skipi Knudsens kaupmanns, „Lady Bertha“. Er hann góðrar vonar um að það takist. Verslunarmál. í Skagafirði er all- mikill áhugi hjá ýmsum að koma á pönt- unarfjelagi. „í fyrra hættu menn við pöntun hjá J. Coghill og eru nú að hugsa um, að snúa sjer til Zöllners, sem Þing- eyingar eiga skiptin við, og panta fram- vegis fyrir eigin reikning". „Kaupmenn á Blönduósi settu þegar upp matvöru í haust, er vörur fórust með skipi Knud- sens, því er strandaði á Sauðárkrók“ (o: Lady Bertha). Á Ólafsvík var allc allt uppgengið nema salt, grænsápa og brennivín. 26 lömb brunnu inni í fjárhúsi á Ögri í Helgafellssv^it 27. f. m. og 10 hestar af heyi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.