Þjóðólfur - 29.01.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.01.1889, Blaðsíða 4
20 eru menn hræddir um að sje drukknað- ur. Hann sigldi í nóvember í haust með seglskipi frá Isaíirði og er skipið eigi komið enn fram. Þeir bræður A. Zöllner og L. Zöllner. sem hafa útvegað pöntunarfjelögUnum vörur fyrir milligöngu Jóns Vídalíns, hafa skilið fjélagsskap sinn í árslok. Hættir hinn eldri (A. Z.) við íslensku verslunina, en yngri bróðirinn, Louis Zöllner, heldur áfram, enda hefur hann fyrirfarandi eingöngu sjeð um allar vöru- útvegur til íslands. Brjef úr Mýrasýslu 16. jan. „Hjer sjer varla á dökkan díl. Fannkyngi yfir allt. . . . Ekki heyrist æðruorð enn þá, þótt illabyrji; — en mikið er hjer treyst á útbeitu. Smávegis. Málskostnaður á Eng-landi. í hinu mikla máli milli Times og Parnells, hafa menn reiknað, að hver mínúta, er nefndin í málinu heldur fund, kosti 54 kr., hver kluKkustund 3,240 kr. og bver dagur 16,200 kr. Af þessum málskostnaði á dag greiðir Times 9,000, en Parnellsmenn 3,600 kr., hitt horgar ríkissjóður. Hinn skipaði kærandi fær 1,800 kr í laun á dag. fmyndunaraíiið. Læknir við spítala í New York gaf fyrir skömmu síðan 100 sjúklingum of- urlítinn skammt af sykurvatni. Eptir fjórðung stundar kom hann með öndina í hálsinum og þótt- ist í misgripum hafa gefið inn uppsölumeðal og yrðu sjúkra-konurnar að hafa allt til, ef fólkið færi að selja upp. Að lítilli stundu liðinni voru 80 farnir að selja upp. Þö undarlegt sje voru þeir 20, sem ekki sem ekki seldu upp, eintómir kvenn- menn, og mestur hluti hinna 80 karlmenn. — Rödd samviskunnar. Margir menn sitja á veitingahúsi og eru að spila við ýms borð. Þjónn- inn kemur inn og segir: „Mínir herrar! Það er kona, sem biður úti fyrir; hún segir, að maðurinn sinn sje hjer inni, og að hann hafi lofað að koina heim fyrir löngu síðan. Hún biður hann að koma út, því að hana langi til að tala við hann“. Allir mennirnir stökkva upp og segja í einu hljóði: „Það er líklega konan mín". — Þingmennirnir í þjóðþinginu á Prakklandi fá 9,000 franka laun á ári. — Adelina Patti er nafnfræg söngkona; hún fór nýlega söngferð frá Spáni til Suður-Ameríku og söng í 4 bæjum. Tekjur hennar voru í Mad- rid 80,000 franka, í Lissabon 70,000 franka, í Buenos Ayres 657,000 franka og i Montevideo 213,795 franka. Pyrir ferð sina hafði hún þann- ig 1,020,795 franka, eða um 700 pús. kr. Auglýsingar. ALMANAK Þjóðvinafjelagsins um árið 1889 er til sölu: í Reykjavík hjá hóksala Sigfúsi Eymunds- syni og bóksala Sigurði Kristjánssyni; á Akranesi hjá kaupmanni Böðvari Þor- valdssyni; á Blönduósi hjá kaupmanni J. G. Möller. Rostar 50 aura. 32 V&tryggingarfielaqið„ Cominercial „Un- ion“ tekur í ábyrgð fyrir eldsvoða hús, alls konar innanhússmuni vörubiryðir, o. fl. o. fi. fyrir lægsta ábyrgðargjald. Tlm- boðsmaður í Beykjavík er Sighvatur Bjarna- son bankabókhaldari. 33 Með því, að sá kvittur er hjer í bænum, að jeg hafi selt bakari mitt og ætli úr landi, lýsi jeg yfir ]iví, að þetta er tilhæfulaust. Jeg ætla að vísu, að ferðast til Noregs í næstkomandi júlímánuði og dvelja þar um tíma, en i fjarveru minni heldur bakarí mitt áfram sem að undan- förnu. Reykjavík, 28. jan. 1889. 0. S. Endresen. 34 Hinn 27. des. síðastl. var við opinbert uppboð í Bessastaðahreppi seld hvít kindarritja rekin af sjó. Mark á henni var sýlt hægra, sýlt vinstra, standfjöður aptan. — Sá, er átt hefur kind þessa, vitji andvirðis hennar til undirskrifaðs að frádregnum áföllnum kostnaði. Hliði, 11. janúar 1889. Jón Þórðarson. 35 Eigandi: Þorleif'ur Jónssou, cand.phil. Ábyrgðarmaður: Páll Briem. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. lCymundssonar. 18 þar sem við gátum eigi iengur sjeð brunann, heldur að eins roðann, sem sló á skýin. Faðir minn bar vatns- fötu, og jeg sagði, að hann skyldi þegar íylla hana í ánni. Hann tók ekki eptir orðum mínum, en sagði mörgum sinnum, hvað eptir annað við sjálfan sig: „Max- el, að þetta skyldi koma fyrir þig!“ Jeg þekkti litla Maxel mjög vel. Hann var rösk- legur, glaðlegur, lítill maður um fertugt; hann var mjög bólugrafinn í andliti, og hendur hans voru dökk- leitar og harðar eins og trjábörkur. Svo langt sem jeg mundi, haíði hann verið skóghöggvari í Waldenbach. „Þegar húsið brennur íyrir öðrum“, sagði faðir minn, „nú, þá er það húsið, sem brennur“. „Er það ekki eins fyrir litla Maxel?“ spurði jeg. „Fyrir honum brennur allt. Allt, sem liann átti í gær og á í dag og hefði getað átt á tnorgun“. „Eldingin hefur ef til vill orðið honum sjálfum að bana“. „Það hefði verið hið besta. Jeg ann honum lífs, það veit guð, jeg ann honum þess, — en ef hann hefði skriptast, áður og hefði ekki neina dauðasynd á sjer, þá myndi jeg segja, að það allra besta hefði verið, ef hún hefði hitt hann sjálfan. „Þá mundi hann nú vera í himnaríki“, sagði jeg. „Yaddu ekki svona í votu grasinu! Gakktu rjett 19 á eptir mjer og haltu þjer fast í treyjuna mína. Jeg skal nú segja þjer um Maxel". Vegurinn fór smátt og smátt að verða upp á móti. Faðir minn sagði frá: Það mun nú vera um þrjátíu ár, síðan Maxel kom hingað. Fátækra barn. Fyrst var liann smali hjer og hvar hjá bændum, en seinna, eptir að hann var orðinn fullorðinn, tók liann fyrir sig að liöggva skóg. Góður verkmaður og ávallt iðinn og sjiarsamur. Hann varð verkstjóri og bað skógeigandann þá um lcyfi til að ryðja mýrina, þar sem liúsið hans stendur, og liafa hana með- an Iiann lifði, því að Iiann langaði svo mikið til að liafa sjálfur dálítinn jarðarblett. Leyfið fjekk hann með gleði, og svo fór Maxel á liverju kveldi, þegar menn hættu að höggva skóginn, yfir í mýrina og ruddi kjörskóginn og gróf skurði og klauf steina, og brenndi illgresisræt- ur, og eptir tvö ár var öll mýrin þur; þar óx gras, og hann gat jafnvel ræktað korn á ofurlitlum akurteig. Það var jafnvel komið svo langt, að hann hafði reynt kálræktun og sjeð, að hjerunum fjellst á kálið, og þá fór hann að hugsa til þess, að útvega sjer timbur. Það gat hann ekki fengið gefins eins og mýrina, en varð að vinna fyrir því. Svo borgaði hann það með nokkru af vinnulaunum sínum og felldi trjen og hjó þau ferstrend og sagaði þau niður í timburstokka — allt á kveldin,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.