Þjóðólfur - 29.03.1889, Síða 1
Kemur út á, föstudags-
morgna. Verö árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR
öppsögn skrifleg, bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
Reyb,Íavík föstudaginn 29. mars 1889.
Nr. 14.
LXI. árg.
Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms-
sonar selur Helgapostillu innhefta
meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áð-
ur 6 kr.). 104
Helga-Postilla,
lieft 3 kr.; í velsku kandi fryltu 4 kr.;
í alskinni, g-ylt, 4 kr. 50 au. og1 5 kr. 105
Sigf. Eymundsson?í Bókverslun. 105
Svíaríki og verslunin.
Fyrir liðugri hálfri fjórðu öld var nokk-
uð líkt ástatt í Svíaríki, eins og hjer á
landi er nú. En þá skipti uin; þeir
höfðu áður verið í sambandi við Dani,
Kalmarsambandinu, um liðug 100 ár og
lotið Danakonungum, en eptir Stokk-
bólmsvígin 1520 gerðu þeir uppreisn og
tóku Giustaf Vasa til konungs. Það var
hann, sem lagði grundvöllinn til vegs og |
veldis Svia. Svíar voru fátækir, landið j
í órækt, samgöngur í bágu ástandi, engir
almennilegir vegir. iðnaður litill og versl-
unin i hönduiii Lybikumauna. Þetta
tók stórum stakkaskiptum, meðan Gustaf
Vasa sat að völdum, og einna mest er
þetta því að þakka, að hann gat losað
ver3lunina. úr höndum Lybikumanna og
gert hana innlenda; einmitt þetta at-
riði þykir A. W. af Sillén, sem ritað hef-
ur sögu vprslunar og iðnaðar Svía und-
ir Vasaættinui, svo mikilvægt, að hann
segir: „Vjer þorum að staðhæfa það, að
lausnin undan verslunarveldi Lybiku-
manna, er eins dýrmætur gimsteinn í
kórónu Q-ustafs, eins og frelsunin und-
an oki Dana og páfaus. Bláfátæk þjóð
hefur eigi mikla ástæðu til að gleðja sig
yfir frelsinu" (A. W. af Sillén, Svenska
handelns och naringarnes historia under
^asaátten, 4. bd., Stockb., 1865, bls 69
til 70).
Lybikumenn voru búsettir í Lybiku,
en höfðu sina þjóna í Svíariki. „Versl-
un var þung", segir Sillén, „Lybikumenn
höfðu hjer sína föstu þjóna, sem skipuðu
upp vörum þeirra eptir því, sem þeim
þóknaðist og settu það verð á þær er
þeir vildu“. Fyrir sænskar vörur og
peninga „Ijetu þeir í staðinn ónýtt „kram“
eða verðlitlar vörur“. „Þær vörur, sem
þeir sendu til Sviarikis voru sviknar og
ónýtar“ (S. b. bls. 61 og 67). Verslun-
arlagið var líkt og hjer með það, að inn-
lendar vörur voru stundum í hærra verði,
en fjekkst fyrir þær í útlöndum. „Þann-
ig kom upp hið einkennilega ástand, að
ein lest af járni var keypt fyrir 40 mörk
innanlands og seld í útlöndum fyrir 30
—36 mörk; það sem á vantaði varð að
bætast með hækkuðu verði á innfluttum
vörum“ (S. b. bls. 195).
„Gustaf Vasa hafði nóg að gjöra inn-
anlands; en samt er lausnin undan kúg-
un Lybikumanna og hin færandi verslun
Sviarikis við vesturríkin í Evrópu hans
verk“, segir Sillén. En til þess að fá
þessu framgengt beitti hann hörðu, „ þann-
ig bannaði hann alla verslun við Lybiku-
menn 1548, og gerði upptæk skip þeirra
og muni“, og margt var Hkt þessu. Sví-
ar voru jafnvel sjálfir i móti honum, því
að þeir voru í stórskuldum við kaup-
menn í Lybiku „og margir sænskir kaup-
menn voru jafnvel þjónar og þrælar
þeirra“.
Gustaf Vasa lagði þunga skatta á Svia,
og landsmenn undu svo illa við, að þeir
gerðu jafnvel uppreistir gegn honum. En
árangurinn var þó sá, að „á siðustu árum
Gustafs konungs voru Svíar orðnir all-
miklir kaupmenn og farmenn og fluttu j
vörur á skipum sjálfra sin til annara
landa“, segir Páll Melsteð (Nýja sagan
1. h., bls. 155).
Gustaf Vasa sagði við Svia: „Það er j
kunnugt, að mörgmn hefur þótt jegvera I
ærið harður konungur, en þeir tímar munu
koma, að Svíar mundu kjósa, að ná mjer
aptur upp úr moldinni, ef þess væri kost-
ur“. — Sviar hafa sjálfir best viðurkennt,
hvílka ávexti starf hans hefur borið, með j
því að kalla hann föður fósturjarðarinnar.
títlendar frjettir
Hifn, 28. febr. 1888.
Sllillll BOllAtifiERS 0« A1 AIIMiJA JAKIIB. Jeg gat
þess í síðustu frjettum, að kosning til
þings ætti að vera í París ‘27. janúar, og
að Boulanger hefði boðið sig fram á móti
Jacques, formanni í sýslunefnd Seine-
fylkisins. Boulangistar og þjóðveldis-
menn kepptust allt hvað þeir gátu að ná
kjósendunum í sitt lið. Ávörp frá Bou-
langer og Jacques voru límd á götuhorn-
in, hvert ofan á annað, svo að það varð
kaka marga þumlunga á þykkt. Dagana
næst á undan kosningunni gengu sendi-
menn Boulangers um göturnar syngj-
andi visur um Jacques (Jakob). ,,Awm-
ingja Jakob, hvar ertu?“ og „Þekkið þið
Jakob?“ Svo kom hinn mikli dagur og
kosningin fór fram með spekt. Nokkru
j eptir miðnætti var lokið að telja atkvæð-
in, Boulanger fjekk 244,070, Jakob 162,520
og Boulé nokkur 16,760. Sama dag var
kosning í Cðté d’Or og þar völdu 11,707
kjósendur Boulanger og þó bauð hann
I sig ekki fram þar (!!!). Floquet fjell all-
ur ketill í eld við þetta og bauðst til að
segja af sjer, ef Carnot forseti vildi. En
| það varð ekki úr því. Floquet lagði fyr-
| ir þingið frumvarp um að engar auka-
kosningar til þings skyldu hafðar á und-
; an hinum almennu kosningum (október
1889), og lika annað um að listakosning
(scrutin de liste*) skyldi úr lögum num-
in og hjeraðakosning (scrutin d’arrondis-
sement; hver þingmaður valinn sjerstak-
lega) koma í staðinn. Þessi frumvörp
voru í snatri afgreidd frá báðum þing-
deildum og gerð að lögum. Eptir þetta
var Floquet svo djarfur, að hann ljet
koma til umræðu frumvarp sitt um end-
urskoðun á stjórnarskránni, sem hefur
verið lengi í nefnd. En þingið samþ.
uppástungu um, að fresta því þangað til
í haust eptir nýjar kosningar. Þetta var
13. febrúar og Floquet lagði strax nið-
ur völdin. Hann hefur haft forstöðu
hins 24. ráðaneytis hins franska þjóðveld-
is siðan í marslok 1888. Carnot forseti
var nii í 10 daga að basla við að fá nýtt
ráðaneyti og fjekk loksins Tirard, sem
hafði forstöðu ráðaneytis frá 12. desem-
ber 1887 til 20. mars 1888 (fyrsta ráða,-
neyti Carnots), til að skipa ráðaneyti.
Þetta er 25. ráðaneyti þjóðveldisins og
*) Þingmenn hvers fylkis (departement) valdir
í einu lagi og hefur þannig hver flokkur sinn lista.