Þjóðólfur - 20.04.1889, Síða 2

Þjóðólfur - 20.04.1889, Síða 2
66 má, af því hann þarf ekki að gjalda vexti af því; en þetta er mjög ósann- gjarnt, einkum þegar er að ræða um sjóð, sem hann hefur tekið við, án þess hann hafi haft neitt fyrir innheimtunni. Jeg verð hiklaust að ætla, að sjóðurinn sje til vegna kirkjunnar og safnaðarins, en ekki vegna prestsins, nema að því leyti sem honum, ekki síður en öðrum, áað vera gagnlegt og ánægjulegt að kirkja hans sje í sem bestu ásigkomulagi. Að vísu getur presti orðið örðugt að greiða af hendi mikinn kirkjusjóð, nær sem söfnuður kynni að vilja taka við fjárhaldi kirkju, — jafnvel þótt honum ætti að veita ljettara að útvega sjer lán, en tekjulausum mönnum; en það er hvort- tveggja, að söfnuður mundi trauðlega heimta það af presti sínum, þegar svo á stæði, nema brýn nauðsyn bæri til, og svo mætti líka ákveða, að það skyldi heyra undir úrskurð hjeraðsfundar og jafnvel biskups, hvort greiðandinn gæti fengið borgunarfrest, og þá hve langan, eptir atvikum í hvert skipti, en setja skyldi hann trygging fyrir því, sem ó- greitt væri, og gjalda vexti og afborgun árlega. Þótt nú 1. gr. laga þessara yrði breytt í þessa átt, sem hjer er ávikið, og það án efa mundi greiða mikið fyrir fram- kvæmd málsins, má óttast, að sóknar- nefndir mundu opt kynoka sjer við, að takast umsjónina og fjárhaldið á hendur, þar sem þær að sjálfsögðu yrðu að breyta kirkjugjöldunum í peninga. Kynni því að vera hyggilegra að ætla þeim hærri innheimtu- og ómakslaun, en nú er á- kveðið, t. d. 8 af hundraði, og mundi það vera vel til vinnandi. Eptir minni skoðun er mál þetta svo þýðingarmikið, að næsta alþing ætti að taka til íhugunar lögin um umsjón og fjárhald kirkna frá 12. mai 1882 og breyta þeim þannig, að úr 1. gr. falli burt orð- in: . . . „og eigandi eða umráðaiuaður hennar (kirkjunnar) er fús til að láta það (fjárhaldið) af hendi“. Nýrri grein sje aukið við þannig, eða bætist inn í 3. gr.: Nú vill forráðamaður kirkju ekki selja kirkjusjóðinn af hendi, eða bið- ur um frest á greiðslunni. Skal þá heyra undir úrskurð hjeraðsfundar og biskups, hvort slíkur frestur eigi að veitast, og hve langur, eptir atvikum í hvert skipti; en skylt er forráðamanni að setja trygg- ing fyrir því, sem ógreitt er. Vexti og afborgun skal hann gjalda árlega. í 4. gr. breytist: „6 af 100“ i 8 af 100. Eða: Hjeraðsfundur og biskup á- kveður. hve mikið sóknarnefndin skal fá af árstekjum kirkjunnar fyrir innheimtu og ómak sitt. Grímstungu, 27. mars 1889. Björn Sigfússon. IJr Isafjarðarsýslu. „ísafjörður er vorw. — Múrbrjöturinn. — Ný kynslóð. — Ísafjarðarlífið. — Ötulir iðnaðarmenn. — Almennt bókasafn. — Einlit bæjarstjórn. — Kosningaáhugi og áflogavon. „’ísafjöröur er vor’ hefur leugi hljómað af vör* um vorra dansk-íslensku kaupmanna, og J)etta var I orð og að sönnu; fyrir 4—5 árum var það manns- morði næst, ef einhver hugsaði til að fá sjer korn- hnefa eða kaffibaun annars staðar en við búðar- : borðið. En nú eru komin stór skörð í virkismúr- ; ana, og ísafjörður er ekki lengur „vor gamli og góði bær“. „Kaupfjelag ísfirðinga11 er múrbrjóturiun, sem kaupmannaborgin hefur orðið undan að láta. Fje- lag þetta nær yfir ísafjarðarkaupstað og 12 hreppa sýslunnar, og ætlar sjer í ár að versla í útlöndum með nálægt 1900 skpd. af saltfiski; ef fiskur ekki verður í lægra verði en i fyrra, nemur verslun fje- lagsins að minnsta kosti 80 þús. króna. Ekki hefur enn borið neitt á því, að kaupmenn sýni kaupfjelagsmönnum óbilgirni öðrum fremur, i enda versla flestir fjelagsmenn við þá meira eða minna. Kaupfjelagsfundir eru einatt fjölsóttir og fjörug- ir, og er það eitt með öðru góðu, er af kaupfjelag- j inu leiðir, að það eykur fjelagslyndi manna, gefur j bestu mönnum hjeraðsins kost á aðkoma saman og j skrafa saman um landsins gagn og nauðsynjar. I stuttu máli, það er ný og betri kynslóð að skapast í hjeraðinu. Kaupstaðurinn ísafjörður, er að mörgu leyti leið- indabær; óhreinlyndi og óvild manna á milli er í stórum stýl, og hver vill skóinn ofan af öðrum; lýsing hr. G. Pálssonar á „lífinu í Keykjavík“ er ágætur spegill fyrir allmarga af íbúum ísafjarðar- kaupstaðar; að minnsta kosti eru þeir alls ekki „flatteraðir“ í þeirri skuggsjá. Vonandi er þó, að þessi bæjarbragur deyi út með eldri kynslóðinni á ísafirði. Iðnaðarmenn á ísafirði taka eflaust öðrum iðnað- armönnum á landinu fram að fjöri og framtaksemi; þeir eiga með sjer fjelag og halda fund í hverri viku, temja sjer ræðuhöld og kynna sjer ýms al- menn málefni. Engir eru þeir apturhaldsseggir, eins og iðnaðarmennirnir, í Keykjavik eru sagðir. Mikill áhugi er vaknaður á að fá almennt bóka- safn á ísafirði, og hefur iðnaðarmannafjelagið gerst forkólfur þeirrar hreyfingar; smábókasöfn hafa að vísu verið hjer áður, en oltið út af, af því að öt- ula forstöðu og fje hefur vantað; en nú vænta menn þess, að alþingi rjetti oss hjálparhönd á sumri kom- anda. Ýmsir betri menn á ísafirði eru loks teknir að sjá, hve óhyggilegt það er, að hafa einlita bæjar- stjórn, en svo hefur verið undanfarin ár, þar sem verslunarmenn hafa ráðið meiri hluta atkvæða. Hversu valinkunnir, sem mennirnir kunna að vera í sjálfu sjer, er það þó ekki nema eðlilegt, að þeir hafi verslunargleraugu á bæjarstjórnarfundum, eins og eudraruær. Væri ákjósanlegt, að sjómenn og iðnaðarmenn ættu meiri atkvæði um bæjarmál, en nú er. Það stendur til, að kosning á eiuum bæjarfull- trúa verði í vor, ef satt reynist um fráfall hr. Thor- steinsens, og kosninga-undirróður er þegar töluvert farinn að gera vart við sig. Verði kosningaaðgang- urinn öllu meiri, en við kosningarnar í fyrra, þá skal lukka til, að kosningadagurinn verði eigi ame- rikanskur áflogadagur". Strandasýslu, 1. apr. 1889. „Veturinn hefur verið frostalítill en úrfellasamur fram að Góu; hag- litið og víðast haglaust frá þvi seint og snemma á jólaföstu til þorraloka. Hey reyndust góð og vel verkuð. Heybirgðir nægilegar og mundu víðast hafa enst til sumars, þó hagi hefði eigi komið fyrri; en með Góu kom viða upp nokkur jörð, og með Einmánaðarbyrjun alls staðar. Heyjaásetning og fjárskoðanir hafa farið fram i 3 hrcppum og una allir vel við, og álita bestu tryggingu fyrir góðri afkomu undan vetrinum. Þessav heyjaásetuingar og fjárskoðanir eru að þakka búuaðarfjelögum, er sett voru á stofn síðastliðið vor i 4 innstu hrepp- um sýslunnnr. Þessi 4 smáfjelög voru 22. f. m. sameiuuð, að minnsta kosti til bráðabirgða, i eitt fjelag, og verða t því 3—4 deildir, allar undir sömu lögum. Framkvæmdir fjelagsins í jarðabót- um siðastl. ár voru hátt á 4. hundrað dagsverk, og er þó ept-ir lögum fjelagsins lagt allt að helrn- ingi meira i dagsverk, en flest önnur slík fjelög gjöra. Vonandi er að þetta fjelag komi í ýmsum efnum góðu til leiðar, þvi allir betri menn hafa áhuga á að styrkja það og koma því svo fyrir, að það taki til flestra greina í búnaðinum. Hákarlsafli hefur verið með besta móti í vetur, einkanlega við Steingrímsfjörð, allt fram að þeim tíma, er samþykktin lejdir að skera tiiður (10. mars). Munu þvi flestir eða allir una samþykktinni vel, og álita að hún muni koma að góðu gagni. Síðan róið var í skurðarróður, í síðustu viku Góu, hefur ekki frjettst af afla. Vörubirgðir eru á Borðe.yri, en lítið eða ekkert að fá i Reykjarfjarðar kaupstað. Bjargarástæður þvi erfiðar i norðursýslunni. 18. f. m. andaðist. Olafur Gislason bóndi á Kol- beinsá við Hrútafjörð, 81 árs (f. 18. jan. 1808). Hann hafði verið aðkvæðamaður í mörgum grein- um. Þugnaðarbóndi og framfaramaður, eptir þvi sem tíðkaðist á þeim árum, er hann var á bestaskeiði; greindarmaður, fjörugur og þrekmikill. Hafði ver- ið hreppstjóri fyrrum og siðar hreppsnefndaroddviti 6 ár, sáttamaður allt að 40 árum; hafnsögumaður í Hrútafirði, síðan sigling tókst að nýju til Borð- eyrar. Hafði lært talsvert i siglingafræði og farið með skip milli landa, verið lengi fyrrum þilskipa- formaður og tvisvar gjört tilraun til að koma áþil- skipaveiðum á Húnaflöa (keypt þilskip). Á síðari árum var hann opt í förum, sem hafnsögumaður og aðstoðarmaður við hinar síðustu strandmæhngar á Húnaflóa. Nokkru fyrri (seint i febr. ?) andaðist Sigurður Gislason á Kleifum á Selströnd, sá er fór til Vest- urheims og kom fjelaus aptur og bar upp kvein- stafi sína, yíir óförunum, í Isafold 1887. Hann hafði áður verið með betri bændum í hjeraði þessu og búið á Bæ á Selströnd“. Dýrafirði, 18. mars. „Heilbrigði fólks og fjár yfir höfuð gott. Siðan Góa byrjaði, hafa optast verið staðviðri, en jarðbann hefur verið hjer síðan á jólaföstu og útlitið ekki gott með heybjörg hjá sumum. 14.—15. þ. m. þíðviðri, en leyst litið og skildi illa við, þvi að strax sletti i þýtt. — Gufu-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.