Þjóðólfur - 20.04.1889, Page 3

Þjóðólfur - 20.04.1889, Page 3
67 skip er væntanlegt á Flateyri til hvalveiða; hinir norsku hvalveiðamenn á Langeyri við Álptafjorð eru þegar búnir að drepa 2 hvali og höfðu nú selt, bæði spik og rengi; er það happ fyrir ísfirðinga; þeim vill flest til hjargar, sem betur fer, en það er allt verra hjer i vesturparti sýslunnar. Menning- arfjelag Mýrahrepps heldur fund og fyrirlestur i hveijum mánuði. Búið er að halda 4 fyrirlestra: l. um almenna menntun, 2. og 3. um rjettarfar o. fl. á íslandi frá 1262—1888, og 4. nú siðast 26. f. m. um landbúnað, sem búfræðingur Sæmundur Björns- son hjelt“. Reykjavík. 20. apríl 1889. Klemens Jónsson, caml. jur. hjelt 13. þ. m. hjer í bænnm fróðlegan fyrirlestur um „Jörund Hundadagakonung“. Fyrir- lesturinn var vel sóttur ; ágóðii in af hon- um gengur til þvottahússins, sem Thor- valdsensfjelagið hefur komið upp inn við laugarnar. Tíðarfar. Fyrri part vikunnar besta hláka, en gerði siðan hret 17. og 18. þ. m. Aflabl’Ög'ð. Agætur afli suður i G-arði og Leiru; hlutir þar orðnir 300 600 eða jafnvel meir. Fiskilaust í Höfnum og á Miðnesi. Róa Miðnesingar norður í Garðs- sjó, sem er slæm sjóleið, því að fara verður yfir Skagaröst, enda var 6 manna- far af Miðnesi hætt komið í röstinni um helgina var, og hefði farist, ef’ Einar Sveinbjörnsson frá Sandgerði hefði eigi með mjög miklum dugnaði bjargað mönn- unum. — Fyrri part vikunnar 20—30 í hlut á Innnesjum. Á miðvikudag- inn gaf ekki á sjó og síðan ekki róið vegna helgidaganna. I síðustu viku mok- fiski í veiðistöðunum austanfjalls, 60 — 150 í hlut á dag; hlutir þá orðnir þar 400—700; „menn muna ekki jafnmikinn afla á jafnstuttum tíma“, skrifað þaðan að austan. — Maður, sem nýlega kom vestan af Skógarströnd, sagði, að góður afli væri uudir Jökli. Danska herskipið Fylla kom hingað 16. þ. m. frá Khöfn. Með því bárust engin tíðindi frá útlöndum. Skipakomur. Ragnheiður, vöruskip til kaupmanns J. 0. Y. Jónssonar, kom hingað 13. þ. m. — Nýlega er og kom- ið kaupskip í Hafnarfjörð til Linnets. I fyrra dag kom skip hingað til Brydes verslunar. Verðlagsskrár. Meðalalin næsta far- dagaár fyrir Skagafjarðarsýslu 47 a., Eyja- fjarðarsýslu og Akureyri 44 a., Þingeyj- arsýslu 47 a., Norður-Múlasýslu 54'/2 e., Suður-Múlasýslu 52‘/2 eyrir og Vestm,- eyjasýslu 43 a. Manualát. Nýlega er dáinn sjera Stef- án Thordersen, prestur í Yestmannaeyj- um, sonur Helga biskups Thordersens. „4. þ. m. andaðist Magnús Arnason í Vatnsdal í Fljótshlíð, nálega fimmtugur að aldri, merkur bóndi, tvígiptur; átti fyrst Onnu Valgerði, dóttur Páls alþm. í Árkvörn, og með henni 2 dætur, og síðan Helgu Guðmundsdóttur prests Jóns- sonar á Stóruvöllum“. Á mánudaginn var varð bráðkvaddur Helgi á Lambastöðum í Garði, mesti merk- isbóndi, hníginn á efri aldur. Enskutalandi þjóðir. Eptir því sem visindamönnum telst til, eru það 105 milj. manna, sem tala ensku, þ. e. 85 milj. fleiri en fyrir einni öld. Gladstone dregur af þessu þá ályktun í ritgjörð, sem hann hef- ur nýlega skriíað í enskt tímarit, að ept- ir eina öld muni þeir, sem á enska tungu mæla, vera orðnir 700,000,000. Sumir aðrir hafa haldið, að þeir mundu þá vera orðnir jafnvel 1,000,000,000. Vínuppskera Norðurálfunnar er tal- in árlega að meðaltali; á Frakklandi 45 milljónir hektólitrar, á Ítalíu 27,538,000 á Spáni 25 miljónir, í Austurríki og Ung- arn 14 miljónir, í Portúgal 4 miljónir, á Grikklandi 2,500,000, í Þýskalandi 2,130- 68 Þetta var 13. október og var nú liðið nærri ár frá því Stanley hóf ferð sína trá Zanzibar. Vildi Stanley fyrir hvern mun halda áfram. Minnti hann Mtesa á, að hann hefði lofað, að hjálpa honum til að kanna Nzigevatnið, en það er vatn 20—30 mílum fyrir vest- an Viktoría Nyanza. Mtesa ljet hann fá mikið lið og setti mann, er Sambuzi hjet fyrir liðið. En þegar Stau- ley var kominn af stað, reyndist Stambuzi ekki betur en Megassa. Stanley fór lijer um bil 30 mílur i vestur. Eu er liann var kominn að Nzigevatni (Muta Nizge), neyddi Sambuzi Stanley til að snúa við, áður en Stan- ley fengi kannað vatnið. Um þetta leyti var Stanley rjett undir miðjarðarlínunni. Rjett fyrir norðan línuna eru afarhá fjöll, nálega 15,000 fet, og kallaði Stanley hæsta tindinn Gordon Bennett eptir öðrum kostnaðar- manni ferðarinnar. Þegar Mtesa heyrði um háttalag Sambuzis, varð hann næsta reiður, lagði Sambuzi í fjötra og bauð Stanley 100,000- manns til fylgdar, en Stan- ley þorði eigi að eiga uiulir trúleik slíkra manna, skrif- aði Mtesa og þakkaði honum fyrir og kvaddi hann1. b Eptir þetta ríkti Mtesa um nokkur ár og var vel til kristni- boða, er til hans komu, og tóku margir þegnar hans kristni. Sá, er eptir hann kom, ofsótti kristna menn og var annars hinn grimm- asti maður. Hann var drepinn af lifverði sinum, og komst þá ann- ar til valda, sem dró mjög fram kristna menn. Gerðist af þvi kurr 65 „Nei, Mtesa, það er búið að úthella nógu blóði, og það er kominn tími til að hætta ófriðnum“. „Hvað segir þú?“ kallaði Mtesa í mestu geðshrær- ingu og óttalega ofsalegur. „Jeg skal láta drepa hvert mannsbarn i Uvuma, höggva upp hvert trje og hlífa livorki mönnum eða konum eða börnum!“ „Svona gat heiðinginn Mtesa talað, en það sæmir illa liinum kristna Mtesa, „Mtesa hinum góða“, sem fólkið elskar. Nú hefur Mtesa ekki talað eins og krist- inn maður, heldur eins og villimaður. En það er nóg — nú þekki jeg hann“. Með þessum orðum ætlaði Stanley að fara burtu, en Mtesa skipaði honum að bíða. „Nú, hvers vegna haldið þið ekki áfram?“ hrópaði keisarinn til böðlanna, sem þegar stóðu hjá bálinu. Hinn hertekni Wavuma-höfðingi var þegar dreg- inn að því. „Að eins eitt orð, Mtesa“, sagði Stanley að nýju við keisarann. „Kintu* fór burtu frá Ugunda fyrir blóðs- úthellingar. Jeg ætla einnig að fara og kem aldrei aptur, ef þú lætur drepa vesalings gamla Wavuma-liöfð- ingjann. En hvar sem jeg kem, frá Zanzibar til Kairo, og langtum, langtum lengra, skal jeg segja hverjum, *) Það var guðhræddur prestur, sem sagt er, að hafl stofnað ríkið.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.