Þjóðólfur - 10.05.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á t'ÖBtudags-
morgna. Verö árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. jftll.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bund-
iu viö áramót, ógild nema
l.omi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XLI. árg.
Reyk,jayík föstudaginn 10. maí 1889.
Nr. 21.
Depot og Eneforhandler for Island
söges for vore Fabrikater:
Soda & Séltersvand
Medicinske Mineralvande
Specialiteter i Monsserende Frugt og Vin-
limonader, Svensk Sodav. og Afhólden-
hedsdrikke.
Skriftlig Henvendelse besvares og nær-
mere meddeles.
S0DRING & Co.
Kgl. privil. Mineralvandsfabrik og Brnndanstalt.
Kjabenhavn 0. 155
Kaupfjelag EyfirÖinga.
í blaði yðar hafa birst nokkrir grein-
arstúfar, er snerta hin ýmsu ínnlendu
verslunarfjelög, en þar eð ekki hefur ver-
ið enn sjerstaklega getið um kaupfjelag
Eyfirðinga, skal jeg leyfa mjer að fara
nokkrum orðum um það, í þeirri von,
að þjer gerið svo vel, að ljá þeim rúm.
Jeg ætla ekki að þreyta lesendurna á
því, að rekja hina stuttu æfisögu kaup-
fjelagsins, heldur einungis gefa yfirlit
yfir verslun þess síðastliðið ár, og hnýta
þar við nokkrum niðurlagsorðum.
Kaupfjelaginu er innbyrðis skipt í 3
aðaldeildir: Ongulstaða-, Saurbæjar- og
Hrafnagilshrepp. Borgarar á Akureyri
og nokkrir fleiri þar, hafa pantað vörur
gegn um fjelagið, án þess að þeir enn
hafi myndað deild út af fyrir sig. Hef-
ur deildarstjórinn í Öngulstaðahrepp, —
sem og er framkvæmdarstjóri fjelagsins —
verið fyrir hönd Akureyringa þeirra, er
þátt hafa tekið i vörupöntun fjelagsins.
Kaupfjelagið hefur haft viðskipti sin
við A. Zöllner & C0. í Newcastle á
Englandi fyrir milligöngu J. Vídalíns;
hafa þeir reynst fjelaginu góðir og áreið-
anlegir viðskiptamenn. Vörur þær, sem
allt fjelagið hefur fengið á siðastliðnu
ári, nema um 27,000 krónur að meðtöld-
um öllum innlendum og tvtlendum kostn-
aði.
Svo hægt sje að fá nokkra hugmynd
um, hvernig verslun þessi hefur gengið,
skal jeg setja hjer stutt ágrip ársverslun-
arinnar í Saurbæjarhr. Því miður hefi
jeg ekki í höndum sams konar ágrip úr
hinum deildunum, en ætla má, að niður-
staðan yrði nokkuð lík, þar eð allar deild-
irnar teljast undir sama fjelag.
Vörur þær, sem komu i Saurbæjarhr.
síðast í febrúar 1888, námu að verðhæð,
að meðtöldum öllum kostnaði, rúmum
2200 krónum. A þessari upphæð hafa
fjelagsmenn unnið rúm 8°/0, ef reiknað
er eptir verði á sams konar vörum hjá
kaupmönnum á Akureyri. Dreg jeg þó
frá vöruverði kaupmanna 10°/0 i þessum
sem eptirfylgjandi samanburði. Síðast-
liðið sumar og haust komu hjer í hrepp
vörur fyrir nálega 4,400 krónur að kostn-
aði meðtöldum, og var hagur fjelags-
manna á vörum þessum 19°/0.
Hagnaðarmismunur sá, sem kemur fram
í samanburði þessum, leiðir af hinum
mikla kostnaði, er vetrarpöntunin hafði
í för með sjer, svo sem afarháu flutn-
ings- og ábyrgðargjaldi, og enn fremur
það, að helmingurinn af vöruverðinu var
lánaður fjelagsmönnum til sumars, en
hinn helmingurinn til hausts. Var það
því að gjalda miklar rentur af láni þessu
eða 6°/0 um árið. Veturpöntun þessi var
lika gerð fremur sökum yfirvofandi neyð-
ar, en af hagnaðarvon. Haustið 1887
var svo geigvænlegt útlit með matvöru-
birgðir á Akureyri, að auðsætt var, að
ekki mundi nægja til vors. Tóku því
allmargir það ráð, að panta upp mat-
vöru að vetrinum. Þetta tókst líka von-
um betur, og má eflaust fullyrða, að það
bætti stórum úr vandræðum þeim, er hlut-
ust af matvöruskorti síðastliðið vor. Þess
utan höfðu og fjelagsmenn sjálfir nokk-
urn beinlínis hag af pöntuninni, eins og
áður er sagt.
Sauðasala fjelagsins gekk allvel síðastl.
haust. Eptir markaðsverði á sauðum hjer,
má óhætt fullyrða, að ijelagsmenn hjer í
hreppi hafa haft til jafnaðar 20°/0 bag á
sauðum sínum. Ull sú, er ijelagsmenn
sendu i sumar, seldist með líku verði, að
frá dregnum kostnaði, og kaupmenn tóku
hana; verður því ekki talin sjerstakur
hagUr á þeirri vöru, enda nam það og
litlu verði, er sent var. Lítið eitt af mó-
rauðu hespubandi þrinnuðu og nokkur
pör af mórauðum fingravetlingum var og
sent til sölu, en var óútgengið síðast, þeg-
ar frjettist, og lítið útlit fyrir, að fást
myndi viðunanlegt boð i vörur þessar.
Þegar litið er yfir ársverslun fjelags-
ins, verður þvi ekki neitað, að hagurinn
er mjög mikill í þetta sinn, þegar mið-
að er við vöruverð kaupmanna. Meiri
hluti hinnar pöntuðu vöru hefur verið
borgaður í sauðum og kemur því mikill
hluti ágóðans bæði á gjaldeyrinn og hin-
ar útlendu vörur.
Ágóði fjelagsverslunarinnar kemur apt-
ur nokkuð misjafnt niður á hvern ein-
stakan fjelagsmann. Er það mikið kom-
ið undir þvi, hvort meir eða minna hef-
ur verið tekið af vetrarvörum og hvort
borgað hefur verið meir eða minna í sauð-
um eða öðrum gjaldeyri; svo er og á-
góðinn nokkuð mismunandi eptir því,
hvaða vörutegundir fjelagsmenn hafa
pantað. Ekki allfáir fjelagsmenn tóku
eingöngu sumar- og haustvöru og borg-
uðu þær aptur í sauðum. Eptir áður-
sögðu hefur ágóði þeirra átt að vera til
jafnaðar 39°/0 eða nær 2/g hlutar.
Þrátt fyrir hin góðu úrslit fjelagsversl-
unarinnar á síðastl. ári, eru þó hugir all-
margra mjög á reiki, hvort gjörlegt sje
að halda áfram, eða hverfa aptur til kjöt-
katla dönsku selstöðuverslananna. Óvissa
þessi er sjálfsagt fyrir sumum sprottin
af því, að þeir hafa ekki vít eða vilja á
að gæta þess, hver hagnaðurinn er og í
hverju hann er fólginn ; að minnsta kosti
lítur þetta svo út fyrir þeim, er neita
þvi, að ágóðinn af fjelagsverslaninni hafi
nokkur verið, eða þá svo lítill, að vart
sje teljandi. Framburður þessi sýnir ein-
ungis andlegt ósjálfstæði eða þverhöfða-
skap, því að reikningar fjelagsins sanna
einmitt hið gagnstæða.
Því verður ekki neitað, að þegar vör-
ur eru útvegaðar og sendar upp á ábyrgð
þeirra er panta, þá hefur þetta ávallt
nokkra hættu í för með sjer. Er því íull
nauðsyn á, að í hverju kaupfjelagi sje
stofnaður tryggingar- eða varasjóður, er
grípa mætti til, ef sjerstakt óhapp ber
að höndum. Þess konar varasjóður var
myndaður hjer síðastliðið ár; var ákveð-
ið að taka skyldi l°/0 af verði útlendu
vörunnar, eins og hún væri hingað kom-
in að landi.