Þjóðólfur - 10.05.1889, Blaðsíða 2
82
Það heyrist ekki ósjaldan kvartað yfir
kostnaðinum við Qelagsverslun þessa;
einkum eru það deildarstjórarnir, sem
eiga að bera sitt úr býtum. Reyndar er
nú launum þeirra svo háttað, að þeir eiga
að gera reikning fyrir hverju því viki,
er þeir vinna í fjelagsins þarfir; skulu
reikningar þessir síðan vegnir og dæmd-
ir af fj e] agsmönnu m. Það liggur nú
nokkurn veginn í augum uppi, að deild-
arstjórar geta ekki lagt fram jafnsmá-
smuglegan reikning og þyrfti, ef þeir
ættu að vera skaðlausir, enda er þá og
alvegundir náð fjelagsmanna komið, hvort
slíkirreikningar fá komistgegn um hreins-
unareldinn; nái hann ekki fram að ganga,
verður deildarstjóri að fxtja upp á nýtt,
og getur það þannig gengið langa hríð
í sífelldu þrefi og leiðindum.
Hjer í hreppi er svo komið — og lít-
ið betur mun ástatt í hinum hreppun-
um, — að enginn vill ári lengur taka að
sjer deildarstjórastörf. Síðast þegar kosn-
ing fór fram, lá við sjálft, að enginn
myndi fást til þess starfa af þeim mönn-
um, er atkvæði hlutu og fjelagsmenn
gátu borið traust til. Hið eina eðlilega
og rjetta er, að deildarstjórar fái laun
sín talin eptir prósentum, en slíkt hef-
ur ekki verið viðkomandi hjá meginþorra
fjelagsmanna. Prósentur þessar ættu að
vera svo háar, að deildarstjórar væru vel
sæmdir af. A þennan hátt er því fyrir-
komið í kaupfjelagi Þingeyinga og farn-
ast vel. Það er auðsjáanlega miklu betra,
ef völ er á góðum mönnum til þess að
veita fjelaginu forstöðu, að launa þeim
betur, og eiga ekki á hættu, að þeir yfir-
gefi starfa sinn að ári liðnu. Hin sí-
felldu skipti á deildarstjórum, er átt hafa
sjer stað hjer í hreppi, og óánægja með
stöðu þessa, eru til hins mesta hnekkis
fyrir fjelagið.
Kaupfjelag þetta er, eins og sjálfsagt
flest sams konar fjelög, mjög í barndómi.
Það vantar vöruhús, áhöld og flest það,
er talið verður nauðsjnlegt til slikrar
verslunar. Lakast af ölfu er þó samtaka-
leysi, skortur á alvarlegum áhuga fjelag-
inu til eflingar, tortryggni, flokkadrátt-
ur og smámunasemi. Þessar meinlokur
álít jeg miklu hættulegri fjelagi voru
heldur en þó „eitthvað batnaði í ári“.
Núpufelli, 30. niars 1889.
J. Sigfússon.
Brjef úr Suður-Þingeyjarsýslu 9.apr.
„3. apríl var haldinn pólitiskur fundur
að Ljósavatni; mættu þar, eptir áskorun
þingmanns vors, sjera Benedikts Krist-
jánssonar, 2 kjörnir menn úr hverjum
hreppi kjördæmisins. Auk þess voru
þar margir aðrir, allir sýslunefndarmenn
og allir (5) alþingismenn þeir, er heima
eiga hjer í kjördæminu. Á fundinum
voru rædd mörg mál, svo sem stjórnar-
skrá, hæsti rjettur, háskóli, fjölgun þingm.,
alþýðumenntun, kvennfrelsi, fjárhagur
landssjóðs, gufuskipaferðir umhverfis land,
leysing á vistarbandi o. fl. — I mörg
þessara mála voru settar nefndir. Eiga
nefndir þær að koma fram með álit sitt
og tillögur á kjördæmisfund í vor fyrir
þing. Þar verða þá fundarályktanir stað-
festar með almennum atkvæðum, sem
eigi var gert á þessum fundi. I umræð-
um málanna á fundinum lýsti sjer all-
mikið fjör og áhugi. — Sýslunefndar-
fundur er nýafstaðinn. Hið helsta nýnæm-
islegt, er þar gerðist, var það, að sýslu-
nefndin fjellst á þá tillögu, að Þingeyj- (
arsýsla og Eyjafjarðarsýsla gangi i sam-
band við Skagafjarðar- og Húnavatns-
sýslur, að því er snertir búnaðarskólann
á Hólum. Eiga 2 kjörnir menn af hverri
sýslunefnd, ásamt amtmanni, að semja |
reglur og ákvarðanir fyrir sameiningunni.
Jón á Gautlöndum og Einar i Nesi voru
kosnir til þess fyrir sýslunefndina hjer.
Yonandi er, að þetta verði Hólaskóla til
svo mikils trausts, að framtið hans sje
tryggð.
Tíðin hefur nú um stund verið stillt
og hæg, en frost mikið, svo að eins
klökknar litið eitt um hádag, þótt sól-
skin sje og logn. Víðast er jörð til gagns.
— Vetur þessi hefur lagst mjög misjafnt
á. Sums staðar hefur verið snjoljett og
optast jörð; á öðrum stöðmn hefur apt-
ur verið ákaflega mikill vetur, 4 5 mán-
uði stöðug innigjöf fyrir allan pening.
— Það hefur enn sem fyrri sýnt sig, að
eigi hefði verið nauðsynjalaust að setja
á hey í haust. Ymsir eru komnir í hey-
þrot, og enn fleiri eru þeir, er svo hafa
hert að peningi sínum, að það verður til
að rýra afnotin. En ekki þarf samt að
óttast að fellir verði“.
Brjef' úr Eyjafirði, 20. apr.... „Seint
í mars gerði góða hláku og leysti ná-
lega allan snjó af láglendi; síðan hefur
mátt heita öndvegistíð, og í skjóli mót
sólu er fárið að votta fyrir gróðri. — Is-
laust er að ö]lum líkindum úti fyrir, því
að hákarlaskip, sem kom inn í fyrrá dag,
hafði ekki orðið vart við neinn ís, og
eptir þeim sjógangi að dæma, sem verið
hefði úti fyrir, fullyrti formaðurinn, að
ís mundi ekki í nánd. — Gránufjelags-
; skipið Rosa, sero er nýkomið, hafði held-
ur ekki orðið vart við ís. — Seinustu
dagana af mars varð fyrst fiskvart hjer
úti á firðinum, og síðan hefur verið reit-
ingsafli af meðalvænum fiski utau til á
firðiuum, en aflalaust hjer innijarða. —
Hákarl er sagður mikill hjer úti fyrir.
Selir hafa verið drepnir allmargir hjer á
firðinum seinni partinn í vetur. — Skepnu-
höld almennt mjög góð og velliðan manna
á meðal.— Vesturheimsferðir ekki nefnd-
ar á nafn. — Allir, sem jeg hef talað
við, eru eindregnir stjórnarskrármenn,
nema nokkrir af fylgifiskum minni hluta
þrenn ingarin uar “.
Reykjavík, 10. maí 1889.
íslenskt gufuskipsfjelag er nýfætt
hjer í Reykjavík. Fundur var haldinn
af nokkrum útvöldum mönnum að kveldi
hins 6. þ. m. hjer i bænum og fjelagið
þar sett á laggirnar. Tilgangurinn er
„að koma á innlendum gufuskipsferðum
fyrst og fremst við Faxaflóa og svo jafn-
framt við Vesturland, ef ástæður leyfa“.
Til þess áleit fundurinn, að þyrfti 80,000
kr. innstæðufje. Innstæðan á að vera,
fólgin i hlutabrjefum, að upphæð 100
kr. hvert, sem eiga að borgast á fjórum
gjalddögum, 25 kr. í hvert skipti, 11.
sept., 11. des. þ. á., 11. mars og 11. júní
næsta ár. — Bráðabirgðarstjórn var kos-
in (Árni Thorsteinsson landfógeti, Björn
Jónsson ritstj., sjera Jens Pálsson, ljós-
myndari Sigfús Eymundsson og kaup-
maður Steiugrímur Johnsen) til næsta
aðalfundar íjelagsins, sem ákveðinn er í
Reykjavík 29. júni, þar sem frumvarp
til fullnaðarlaga fyrir fjelagið verður
lagt fram til umræðu og samþykktar.
Bráðabirgðarstjórnin á að safna hlutalof-
orðum til fjelagsins og „leita liðsinnis
bestu manna til að greiða fyrir þessu
nauðsynja- og framfaramáli". Er hún
þegar farin að senda út áskoranir um
það.
Hve mikið verður úr þessu fyrirtæki
eða hversu greiðlega það gengur, er mest
komið undir fjárframlögum manna, æðri
sem lægri, sem einhvers eru megnugir,
ekki að eins við Faxaflóa, heldur einnig
um allt Vestuidand, þar sem ætlastertil,
að Sunnlendingar og Vestfirðingar sam-
eini krapta sína í þessu máli og hvorir-
tveggja njóti góðs af því. Þörfin er
auðsæ fyrir þvílikar gufuskipsferðir.