Þjóðólfur - 10.05.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.05.1889, Blaðsíða 3
83 Flutningar eru eigi alllitlir um Faxa- flóa og Yestfirði og mundu að líkindum aukast stórum, ef innlend. gufuskipsferðir kæmust þar á, og gufuskip færi inn á þær víkur og voga, sem unnt væri, því að það mundi eigi að eins gera vöruflutn- ing sjávarmanna hægri, heldur og ýmissa sveitamanna, o. s. frv. Miklar líkur eru því til, að þetta fyrirtæki geti borgað sig, ef skynsamlega er að farið. Að vísu vantar innlenda reynslu fyrir því, en ef ætti að biða eptir henni, mætti lengi bíða. Þetta reynsluleysi ætti því ekki að fæla neinn frá að styrkja þetta fyrir- tæki eptir megni, enda vonum vjer, að fyrirtæki þetta fái almennt góðar undir- tektir. Samsöngur. Laugardaginn h. 4. þ. m. var haldinn samsöngur til hagnaðar fyr- ir hina fyrirhuguðu kirkju á Eyrarbakka. Samsöngurinn var mjög vel sóttur, en þó eigi húsfyllir. Það er efalaust sá besti söngur, sem menn hjer á landi hafa haft tækifæri til að heyra, enda var sung- ið af milli 60—70 manns, þar á meðal konum. Lögin voru yfir höfuð að tala vel valin, eins og við var að búast, þar sem söngurinn fór fram undir forustu herra Stgr. Johnsens. Tannlæknir Nicko- lin söng solo, þrjú lög, og fórst það á- gætlega, en Björn Blöndal stud. med. spilaði undir á harmonium. Björn Blön- dal leikur mjög vel á harmonium, en engu síður áfortepiano; og það eitt fund- um vjer að samsöngnum, að pianoið vant- aði, og er það vonandi, að það verði við- haft, verði sungið aptur, sem vjer telj- um víst. Herra Steingr. Johnsen, sem veitti söngnum forustu, á hinar mestu þakkir skilið fyrir þá skemmtun og un- un, sem hann veitti Bvíkurbúum það kveld, og er vonandi, að þar sem svo vel hefur tekist í þetta skipti, að það verði upphaf þess, að Beykjavíkurbúar fái næsta vetur marga samsönga, þar sem vjer í vetur höfum orðið að láta oss nægja með þennan eina „sumarconcert“, því skemmtanir er sá hlutur, sem B,eyk- víkingar ekki hafa ofgnægð af. K. J. Prestvígsla. Sunnudaginn 5. þ. m. vígði biskup Pjetur Pjetursson prestaskólakandí- dat Ólaf Petersen til Svalbarðs í Þistil- firði. Vetrarvertfðiu, sera endar á morgun, liefur ver- ið harla misjöfn við Faxaflða; með besta móti í Garði og Leiru; hlutir þar allt að 900; en á Inn- nesjum er vertíðin talin rýr hjá öllum, sem eigi hafa sótt suður í Garð, einkum af því fiskurinn er horaður; hlutirá Innnesjum almennast 300—400, hjá sumum minua og sumum aptur meira. Húshruninn í Xesi. Auk timburhússins, sem getið var í siðasta blaði, höfðu þar brunnið þrjú önnur bæjarhús. Heyið, sem brann, var við fjárhús nokkuð langt (120 faðma) frá bænum. Allt hafði verið ótryggt fyrir eldsvoða og skaðinn talinn mjög mikill, milli 10 og 20 þúsund kr. Frakkneska lierskipið Chateau Benault kom hingað 6. þ. m. Skipakomur. 3. þ. m. Anna (Rasmussen). 6. Elise (Friis), bæði frá Khöfn til kaupmanns Eyþórs Felixsonur. — S. d. Anna Walker (Witter) til Knudtzonsverslunar hjer og í Hafnaríirði. Auglýsingar. aamfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun át i hönd. selur eptirfylgjandi vörur raeð svo vægu verði sem unnt. er; Alí'atnað, mjög vandaðan. Hatta, liúfur, saumavjelar. Margs konar vefnaðarvöru mjög vel valda og tlestar vörur, sem fólk almennt þarfnast 156 FUNDUR í STÚDBNTAFJELAGINU laugardag- 11. þ. m. á venjulegum stað og stundu, Ný blöð lögð fram. 157 84 Saga frá Ameríku. Brúðgumi á móti vilja sínum. — Ein nófct í járnbrautarvagni. — Tveir feður. — Blað, sem veit, hvað gerist. I. Sjera Hyde, velæruverðugur prestur í söfnuði ein- um með tuttugu sálum, er að ganga um gólf í litlu skrif- stofunni sinni. Hann andvarpar nokkrum sinnum, fær sjer drjúgan sopa af brennivíni og ætlar að fara að slökkva ljósið. Klukkan var orðin 12 um nóttina. En allt i einu er barið að dyrum. Sjera Hyde: „Hver skrambinn er þetta? Mjer heyrðist ekki betur en einhver berði að dyrum. Hver ansinn! Það ber ekki á öðru. Ó, guð gæfi, að það væru einhver hjónaefnin, sem vildu láta mig gipta sig! Jeg á ekki svo mikið, sem einn eyri, sem ekki er lield- ur furða, þegar ekki eru nema einar tuttugu sálir í öll- um söfnuðinum. Huss! Það er barið. enn harðara. Þegar memi koma svona í kolniðamyrkri, er venjulega ekki allt með feldu, og ef maður er tilleiðanlegur, er vant að lirjóta að manni rúmlega eyrisvirði í staðinn. Það er því best að vita, hverjir komnir eru . . . 81 íjell á knje fyrir Stanley, tók um fætur honum og bað, að mega fá hinn helminginn. Tárin komu fram í augun á Stanley og hann sagði: „Uledi er dæmdur af yður sjálfum, en fyrst Schumari og Saywa taka hegninguna á sig, þá veiti jeg Uledi frelsi — og náða Schaumari og Saywa“. Nú var Uledi gefið frelsið, og hljóp hann þá til Stanleys og sagöi: „Herra, lierra! Það er ekki Uiedi, sem liefur stolið. Það var djöfullinn, sem hljóp í mig. Uledi skal framvegis vera góður“. Daginn eptir komu landsmenn. Þeir höfðu þann vana, að fara allt í einu að nísta tönnum framan í mann, eins og þeir væru óðir af reiði, en þeir gerðu þetta að gamni sínu og voru hinir bestu. Þegar þeir sáu Stan- ley skrifa í vasabók sína, liorfðu þeir fyrst á það lengi en ruku svo allir í burtu. Um eptirmiðdaginn komu þeir aptur með alvæpni og ljetu óíriðlega. Stanley geKk á móti þeim og spurði þá, hvað þeir hefðu með liöndum. Þá tók einn til orða og mælti: „Vorir menn hafa sjeð þig mála alls konar merki í bók. Það veit á illt. Landið okkar eyðileggst, geiturnar deyja, ávextirnir rotna. Hvað höfum vjer gjört þjer, að þú skulir vilja gjöra oss svo illt? Ef þú eigi þegar brennir bókina

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.