Þjóðólfur - 07.06.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.06.1889, Blaðsíða 3
99 eigi sjerstaklega, sem þó hefði verið rjett, því þau eru þó einn liður í heimilislíf- inu, en höfundurinn ber það fyrir, „að það sjeu hinir fullorðnu fremur en börn- in, sem með framgöngu sinni skapi heirn- ilislífið“. Fyrirlesturinn er vel og skipu- lega saminn, og málfærið gott. Hann lýsir greinilega þeirri kúgun, sem kvenn- fólkið á við að búa hjá oss, og væri eng- in vanþörf á, að margir tæku sjer það til íhugunar. Um hjúin finnst oss, að hann hefði getað farið dálítið harðari orð- um, því það er einmitt þar, sem skórinn kreppir aðoss; hjúin kunna eigi að lilýða, heldur verða húsbændurnir að biðja þau og grátbæna um hvert handarvikið. Ritl- ingurinn er prentaður í prentsmiðju Sigf. Eymundssonar, og þarf þá eigi að geta þess, að prentun og allur frágangur er vel vandaður. Hæsta fjall í heimi er nú sagt aö sje Mount Hercules á Nýju Guineu; það er nálega 33000 fet að hæð. Hount Everest, sem hingað til hefur ver- ið talið hæsta fjall í heimi, er 29000 feta hátt. Grjót liög'gvið til útilutuings. Á einum stað | í Blekingi í Sviþjóð er mikið hoggvið af grjóti til útflutnings. Þar nálægt er hegningarhús, og eru að jafnaði 400 fangar við grjóthöggið; auk þess um 1000 verkamenn úr nágrenninu, sem þannig I hafa stöðuga atvinnu, og þegar menn þar í hjerað- inu hafa eigi atvinnu við annað, t. d. fiskveiðar, sem þar eru stundaðar, geta þeir jafnan fengið at- vinnu við grjóthöggið. Forsprakkamir hafa þrjú gufuskip í fórum, sem flytja grjótið til Bússlands og Þýskalands, þar sem það er selt. En á leið- inni til baka taka skipin flutningsgóss. Mundi eigi slíkt borga sig hjer á landi? Nóg er til af grjót- inu á íslandi, og opt eru menn að kvarta um at- vinnuleysi í Keykjavik og víðar við sjóinn. Kol hækka í verðil Á Englandi hafa ýmsir auðmenn gert samtök um, að ná i sinar hendur öllum kolanámum England. Þegar þeir hafa kom- ið því fram, er þeim innan handar að hækka verðið nálega eptir vild sinni, og græða ógrynni fjár, enda er það tilgangurinn. Hvort þeim heppnast þetta, er nú samt eptir að vita. En svo mikið er vist, að á Englandi telja menn þetta vel mögulegt. Sömu- leiðis fá nú verkamenn í kolanámum á Englandi hærri laun, en áður hefur viðgengist, svo að kolin eru þegar farin að hækka i verði fyrir þá sök. 16000 hestum er árlega slátrað til matar i Par- ís. En íslendingar vilja jafnvel heldur svelta, en | leggja sjer hrossakjöt til munns. Maður einn í Lundúnum hefur boðið stjórninni 80,000 pund sterling (1,440,000) krónur til þess, að mega setja auglýsingar á apturhliðina á frímerkj- unum, en stjórnin hefur ekki gengið að boðinu. Auglýsingar. i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumiung dáiks-lengdar Borgun flt i hönd. *Tvö til þrjú herbergi á hentugum stað í bænum óskast til leigu í sumar. Menn snúi sjer til cand. jur. Klemens Jónssonar. 215 Tóuskinn, mórauð og livít eru keypt með óvanalega báu verði í verslun H. Tli. A. Thoinsens í lteykjavík. 2U Lambskinn, svört og livít, eru keypt með óvanalega báu verði í verslun H. Tli. A. Thomsens í Reykjavík. 212 Hús til sölu. Ýmisleg íveruhús úr timbri og sömuleiðis stein- hús fást til kaups móti vægum afborgunarskilmál- | um á lengri áratíma. Lysthafendur snúi sjer til verslunarstjóra Joli. Hanseus í Reykjavík. 216 r mnr 1 TJTJT (kaffiblendingur), sem eingöngu má JDUMrri nota ' stuð kaffibauna, fæst eins og vant er fyrir 56 aura pundið í verslun H. Th. A. Thomsens í Reykjavík. 217 Agent söges. Et Fedevarefirma i Kristiania söger en driftig Agent med prima Referencer, nær- mest for Salg af norske Oste. Billetm.: „Fedevarer 924“ indsendes til Olaf A. Rycs Annonce-Expedition Kristiania. __________________________________207 Fundist hefur lítt skemmt vasaúr á aðalvegi frá Eyrarbakka austur að Stokkseyri eg getur sá, er sannar eign sína á því, vitjað þess til Einars O- lafssonar vinnumanns á Berghyl i Árnessýslu mót sanngjörnum fundarlaunum og borgun þessarar aug- lýsingar. 218 100 Ókunni maðurinn: „Hjer er jeg kominn aptur. Eigum við þá ekki að fara til prestsins. En jeg verð fyrst að segja ykkur, liver jeg er. Jeg heiti James Knox og er frjettaritari stórblaðsins New Yorh-Heralds“. III. Klukkan er orðin 7 morguninn eptir. Jónatan Dixon og Hawkins eldri eru að ganga um gólf heima hjá Dixon. Hawkins : „Sjáðu nú til, þarna hefur mitt ráð dug- að. Á þessum tímum verða ungu stúlkurnar að ilýja, áður en þær gipta sig. Þeim þykir einhvern veginn svo gaman að því, að þær standast það ekki. Auk þess tala blöðin um slíka viðburði, hrósa karlmanninum, en einkum kvennmanninum, sem flúið hefur þrátt fyrir mót- mæli foreldranna. Dað er enn meira ginnandi. Jeg var hárviss um, að mitt ráð mundi duga. í morgun kl. 6 fór jeg á fætur og læddist inn í herbergi sonar míns. Viti menn; hann var horfinn. Jeg hafði þá enga eirð lengur, ljet beita hestunum fýrir vagninn og ók hingað“. Dixon: „Yinur minn. Það er að eins eitt, sem jeg íurða mig á, og það er, að dóttir mín liefur látið telja sjer hughvarf. Því hefði jeg ekki trúað“. Hawkins: „Jeg furða mig ekki á því. Sonur minn; það er karl, sem kann að snúa sjer við. Hann veit, 97 Artúr: „Og hún fjellst á það?“ María: „Náttúrlega. Jeg sendi henni hatt minn og föt mín og rjeð henni til að hafa þykka blæju fyr- ir andlitinu og bíða elskhuga sins á hinum ákveðna tíma“. Artúr: „Hann lilýtur að liafa komist að þessum brellum!“ María: „Nei. Jeg hafði skrifað honum, að jeg vildi giptast honum með þeim skilyrðum, að á leiðinni til prests- ins mætti hann ekki tala við mig eitt einasta orð og ekki snerta við mjer; jafnvel presturinn mætti ekki sjá mig og ekki fá að vita nöfn okkar fyr en liann hefðí gefið okkur saman. Annars mundi jeg ekki hika við, að setja þvert nei við að giptast honum. Hann gekk náttúrlega að þessu“. Artúr: „Hvernig veistu það?“ María: „Sástu mig ekki tala við kvennmanu þeg- ar jeg fór út úr vagninum?" Artúr: „Jú, áður en við lögðum af stað með járn- brautinni. Jeg sá það. Klukkan var yfir tvö og jeg var hræddur um, að við yrðum ofseiu að komast með járnbrautinni. Jeg hjelt, að það væri lagskona þín. En livaða kvennmaður var það ?“ María: „Það var Bridget. Hún er orðin kona lians. Allt gekk ágætlega. Hann var náttúrlega liams-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.