Þjóðólfur - 07.06.1889, Blaðsíða 2
98
svo komið, að hún sje það. En þetta er
þó eigi svo, því það gæti vel hugsast,
að einhver annar bær væri allt eins vel
eða jafnvel betur til þessfallinn; spurn-
ingin er því eigi óþörf, en henni ber allt
um það að svara játandi. Reykjavík
liggur eigi að eins prýðilega velá land-
inu, heldur er einnig það, að eins og á
stendur, og á meðan ísinn ár eptir ár
spennir allt norður- og austurland með
heljargreipum sínum, getur eigi komið
til máls, að neinn bær á því svæði verði
höfuðborg, á vesturl. er víst heldur enginn
bær betur til þess fallinn en Eeykjavík,
og á sjálfu suðurlandí getur eigi verið
að tala um neinn annan bæ, með því að
Eyrarbakki hefur svo slæma höfn; ann-
ars mundi hann óefað verða höfuðborg-
in, því bæði liggur hann eins vel og
Reykjavík, enda betur, landrými stórt
og gott, og hvað mest er, hann hefur
tvær auðugustu og fjölmennustu sýslur
landsins fyrir uppland, þar sem Reykja-
vik að eins hefur Mosfellssveitina, sem
þrátt fyrir öll landgæði er einhver hin
ljelegasta sveit sunnanlands. En höfn-
in er Eyrarbakka til fyrirstöðu og þess
vegna verður Reykjavík að vera höfuð-
staður landsins.
En er lieykjavík þá höfuðstaður ?
Stærsti bærinn á landinu er Reykjavík,
og aðsetur allra æðstu embættismanna,
skóla og visindastofnana og kallast höfuð-
staður; en að segja að hún sje það, væri sama
semað kalla stúdent, sem hefur slampast á |
próf með ljelegri einkunn, vísindamann. J
Meðan að besta lóð kaupstaðarins í miðj-
um bænum er brúkuð undir stakkstæði,
þar sem saltfiskur er verkaður og þurrk-
aður. til þess að bæta hina fínu lykt, sem
leggur frá lýsisbræðslukofum rjett við bæ-
inn, og dauninn af þangi, sem er lát-
ið liggja og grotna í fjörunni fram á
sumar, og undir kálgarða, sem gína móti
manni kolsvartir, skugga- og eyðilegir
á vetrum, og án þess að gefa af sjer neitt
verulegt gagn á sumrum, meðan að rennu-
steinar bæjarins eru í því sama ástandi
eg þeir eru nú — og þó hafa þeir að
miklum mun batnað á hinum síðasta ára-
tug —, meðan engin gata er steinlögð,
þó nóg grjót sje rjett við hendina, með-
an úldnar grásleppur hanga hrönnum
saman og sundmagar breiddir á hjalla-
rimlunum fram með helstu götu bæjar-
ins. A meðan allt þetta á sjer stað, þá
má kalla Reykjavík höfuðstað en hún
151' það ekki.
Reykjavík, 7. júní 1889.
Póstskipið Tliyra fór hjeðan aðfara-
nótt sunnudagsins með fjölda farþega.
Til Hafnar fór frú Herdís Benedictsen,
en vestur og norður þessir farþegjar:
Prú Katrín, ekkja Jóns sál. Arnasonar,
fröken Katrín Skúladóttir frá Hrappsej,
Pjetur Eggerz, Eriðbjörn bóksali Steins-
son og kona hans, Jakob Björnsson versl-
unarmaður með konu sinni o. fl. Margir
hjer að sunnan fóru með Thyru til róðra
á Seyðisfjörð, náttúrlega allir á 2. káetu,
þessari stíu, sem svo greinilega sýn-
ir, hvað gufuskipafjelagið diríist að bjóða
Islendingum, því það er óhætt að full-
yrða, að engin menntuð þjóð í heimi
mundi láta bjóða sjer annað eins, og það
fyrir jafn-geypihátt verð, eins og það
kostar, að fara hafna milli á íslandi.
Ilin sama framúrskarandi veðurhlíða
hefur haldist hjer alla þessa daga, en
rigningar hafa verið miklar, svo að ef
til vill er hætt við, að saltfiskur skemm-
ist.
— Hinn4. þ.m. kom segiskipið „Ágúst"
frá Englandi með salt til Geirs Zöéga.
— Hinn 5. kom „Itagnheiður“ til Jóns 0.
Y. Jónssonar kaupmanns. Með skipum
þessum frjettist, að verð á saltfiski færi
lækkandi; ágætur afli í Horegi.
— Reykjavíkurbær er nú sem stend-
ur með öllu kolalaus, og er það vanvirða
mikil fyrir kaupmenn.
— Hið 'ísl. kennarafjelag, sem stofn-
að hefur verið hjer í bænum i vetur, hef-
ur samið frumvarp til laga um menntun
alþýðu; það verður víst lagt fyrir alþingi
í sumar.
— Kaupskip strandaði á útsiglingu á
Djúpavogi 14. f. m. Allir menn komust
af, en engu af vörum varð bjargað.
— Austanfjalls er svo ágæt tið til
lands og sjávar, að elstu menn muna
varla annað eins; tún betur sprottin, en
um Jónsmessu og hlaðafli á Eyrarbakka
og Stokkseyri, þegar gefur.
— Nýdáinn er í Kaupmannahöfn for-
stjóri í hinni íslensku stjórnardeild John
Hilmar Stephensen. Hann var íslenskur
í föðurætt, sonur Ólafs Stephensens amt-
manns, auditörs og síðast bæjarfógeta í
Varde á Jótlandi. H. Stephensen var
fæddur 1846, tók embættispróf í lögum
1870, var fýrst yfirréttarmálfærslumaður,
en 1880 skrifstofustjóri í hinni íslensku
stjórnardeild og 1885 við dauða Oddg.
Stephensens forstjóri. Hann hafði lengi
verið veikur.
-— Um Vestmannaeyjar hafasótt: síra
Oddgeir Guðmundsson, sjera Brynjólfur
G-unnarsson, cand. theol. Hannes Þor-
steinsson, sjera Bjarni Pórarinsson og
sjera Ólafur Stephensen. Milli einhvers
af hinum þremur fyrstnefndu eiga Vest-
manneyingar að sögn að velja.
— Þorleifur Jónsson ritstjóri „Þjóð-
ólfs“ fór norður hinn 81. f. m. til þess
að halda þingmálafund með Húnvetn-
ingum.
— Dr. Jón Þorkelsson í Kaupmanna-
höfn ritar nú dómadagsgreinar i ísafold,
mestallt lof um sjálfan sig og dispútazí-
una góðu, og skammir um aðra.
Vesturskaptaýellssyslu, 26. maí. . . „Nú
er Öndvegistið, jörð er nú sprottin, sem
hun hefur best verið, það jeg til man.
Harðindin hjeldust til einmánaðarkomu;
úr því fór að draga til batnaðar. Fyrsta
sunnudag í sumri var hjer orðið örísa.
Hlutarupphæð á Meðallandi 80 hæðst.
Þerrileysi mikið síðan páska. Eldiviður
því allur óhirtur og fiskur gróflega skemd-
ur. Það kvað standa til, að þingmaður
okkar Vestur-Skaptfellinga ætli að halda
fund, til þess að rædd verði og undir-
búin þau mál, er nauðsynlegt þykir að
bera fram á þingi í sumar, mun það að
öllum líkindum verða meðal annars um
tollálögur.
Nýr ritlingur: „Heimilislífið“, fyrirlest-
ur eptir sjera Ólaf Ólafsson. Það er orð-
ið algengt hjer á landi að halda fyrir-
lestra; þetta er rnjög gott og þarflegt,
því að vel samdir fyrirlestrar og vel fram-
fluttir hafa meiri áhrif á tilheyrendurna,
en nokkuð annað. Allir vita, hvað ýms-
ir af hinum merkustu mönnum heimsins
hafa á unnið með því að flytja ræður.
Þegar kosningar eiga fram að fara, geng-
ur eigi á öðru en ræðum og fyrirlestrum,
og fólkið þyrpist þar að. Vísindamenn
fara úr einu landi í annað og flytja þar
ræður. Þannig hefur hinn nafnfrægi
danski vísindamaður, dr. Georg Brandes,
nú í nokkur ár farið um Noreg, Svíþjóð,
Rússland og Pólverjaland og alls staðar
flutt fyrirlestra, og jafnan verið tekið
tveim höndum. Það er því gleðilegt tím-
anna tákn, að slíkt, sem fyrir 10 árum
var nær allsendis óþekkt hjer, skuli hafa
farið svo mjög í vöxt. Fyrirlestur þessi
eptir sjera Ólaf, er fluttur á Eyrarbakka
i vetur, og skiptir höfundurinn honum
í 8 kafla: um húsbóndann, húsmóðurina
og hjúin, en þó grípur þetta þrennt opt
hvað inn i annað. Um börnin talar hann