Þjóðólfur - 28.06.1889, Síða 1

Þjóðólfur - 28.06.1889, Síða 1
Kemur út & föstudags- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Dppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild nema komi til tltgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Til íslendinga um launamálið. Eptir G. m—n. (Niðurl.). Tillögur þær, sem hjer fara á eptir, sýna fram á, hvernig launalög- in œttu að vera samkvœm efnum og ástœð- um Islands. Þau eru sett svo há, að þau eru vel lífvænleg fyrir nýta em- bættismenn, þótt þeir verji öllum kröpt- um sínum í þarfir landsins, og innbyrðis hlutfall launanna er gjört svo sanngjarnt, sem auðið er. Embættum á íslandi, að undanteknum embættum hjeraðslækna og presta, ætti að skipta í 4 flokka. 1. flokkur byrjaði með 3,000 kr. launum, 2. með 2,500, 3. með 2000 kr. og 4. flokkur með 1,500 kr. Eaun allra embætta í þessum flokkum hækkuðu á sama hátt, nefnilega eptir 4 ára þjónustu um 200 kr. um 20 fyrstu embættisárin, þannig að embættismaður í 1. flokki hefði þá 4000 kr. í laun, í 2. flokki 3,500 kr., í 3. flokki 3000 kr. og í 4. flokki 2,500 kr. Hærri laun en 4000 kr'onur ætti eng- inn embœttismaður lijer á landi að hafa, nema landshöfðinginn einn. Kæmist á stjórnarbreyting ættu ráðgjafarnir að hafa 4000 kr. í laun, en laun þeirra geta ekki verið hækkandi. Þess er gætandi, að á landshöfðingjanum, en ekki þeim, hvílir skyldan að taka a moti útlendingum. í 1. flokki sjeu þessi embætti: Bisk- upsembættið, háyfirdómari, forstöðumað- ur prestaskólans, skólameistari lærða skól- ans, landlæknir og amtmannaembættin, meðan þeim er haldið. í 2. flokki sje landfógetaembættið, yfir- kennari lærða skólans, yfirdómararnir við landsyfirrjettinn, bæjarfógeti Reykjavík- ; ur, sýslumannaembættin, sem eptir lög- urtl 14. des. 1877 eru í 1. flokki, og enn fremur Skaptafells- ísafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslur, að fógetaembættum á ísa- firði og Akureyri meðtöldum. I 3. flokki sjeu kennarar prestaskólans, læknaskolans og lærða skólans, forstöðu- maður Möðruvallaskólans, Rangárvalla- Gullbringu og Kjósar- Snæfellsness- og Hnappadals- Skagafjarðar- og Norður- Reyk,javík föstudaginn 28. júní 1889. Nr. 28. ! Múlasýslur, og sýslur þær, sem nú eru i í 3. flokki (Dala-, Barðastranda-, Stranda- | og Suðurmúlasýslur). í 4. flokki sjeu kennarar Möðruvalla- skólans, landritarinn, sýslumaður Yest- manneyja og póstmeistarinn. Embættisár eru jafngild í öllum flokk- um, þannig t. d., ef maður, er þjónað hefir embætti í 4. flokki í 20 ár og þann- ig kominn í 2,500 kr. laun, fær embætti í 2. flokki, þá skal hann þegar fá þar 3.500 kr. í laun. Enn fremur ætti alþingi að taka skýr- lega fram í launalögunum, að enginn mætti hafa 2 embætti eða opinberar sýsl- anir á hendi, t. a. m. framkvæmdarstjóra eða fjárhirðis- og bókarastörf við lands- bankann, ásamt embætti sínu, ef nokkur nýtur maður fengist til að gegna sýsl- aninni eða embættinu, og aldrei mætti embættismaðurinn fá nema hálf laun eða borgun fyrir aukaembættið eða sýslanina, þó þvi að eins svo mikið, að laun hans úr landssjóði og frá öðrum opinberum stofnunum landsins færu aldrei fram úr 4.500 kr. um árið. Enginn embættismað- ur má hafa nema eitt launað opinbert aukastarf á hendi, allra síst í ReyTkjavík, og láta verður hann það þegar afhendi, er nýtur maður með embættisprófi, býð- ur sig fram til þess að gegna því. Þótt, hjeraðslæknar hafi laun úr lands- sjóði, er eigi hægt að taka þá hjer með, því þeir eru að eins að nokkru leyti launaðir með landsins fje ; nokkur hluti launa þeirra, er fólgin í borgun þeirri, sem þeir fá fyrir lækningar. Væru því laun hjeraðslækna látin fara hækkandi, væri ekki rjett að láta þau hækka eptir sömu reglu og laun annara embættis- manna. Það væri hæfllegt, að þau hækk- uðu um 100 kr. 4. hvert ár og að þeir byrjuðu með 1000 kr., en kæmust upp í 1500 kr. eptir 20 ár. Laun lækna eru of há; þau eru svo há, að þeir geta vel lifað á þeim, án þess að fást við lækn- ingar eða sinna embættinu. Það er of freistandi fyrir sveitalækna, sem hafa gaman af búskap, að gefa sig eingöngu við honum, en hugsa svo lítið um lækn- isfræðina, að þeir verði lítt hæfir og þá lítt notaðir til lækninga. Og líkt getur farið með þá, sem búa í verslunarstöð- unum, ef þeir eru gefnir fyrir verslun; þeir geta hætt að hugsa um sitt eiginlega ætlun- arverk, þegar það er engin hvetjandi nauð- syn fyrir þá, og geta leiðst út í að versla með ýmislegt smávegis. Allir geta líka komist í gegn um læknaskólann. Það væri þó ekki úr vegi, að 4—6 stærstu hjeruðin væru launuð með 1500 kr., sem stigi upp i 2000 kr. handa þeim læknum, sem lært hafa á háskólanum og eru nýtir menn. Erlendis er ekki siður, að hjeraðslækn- ar hafi föst laun frá landinu og þess vegna verða þeir að vanda sig, ef þeir vilja fá lífvænlegar tekjur. Það væri betra hjá oss að lofa læknum að taka hærri borgun og veita fátækum sjúk- lingum heldur styrk til þess að borga þeim. Þetta, sem sagt er hjer um laun lækna, er eigi gjört í þeim tilgangi, að vjer vilj- um ráða til, að taka laun hjeraðslækna fyrir í sumar, heldur til athugunar, ef einhver launabeiðsla kemur úr þeirri átt. Laun lækna eru eigi eins fjarri sanni og laun sumra annara embættis- manna, en það væri hin mesta og þarf- asta rjettarbót, sem gjörð hefur verið í launamálinu enn á Islandi, ef þær breyt- ingar væru gjörðar, sem nú eru nefndar. Yjer skulum ítreka það enn þá einu sinni, að engin laun mega vera hærri, en 4000 kr., nema landshöfðingja, og þött landið ynni árlega 30,000 kr. efþessi breyting kæmist á, þá er þó hitt meira vert, að fyr en launin verða gjörðþannig jöfn og rjettlát, fáum vjer aldrei þjóðholla embœttismenn. Háu launin, feitu bitarnir spilla embœttismönnunum og það hefur skað- leg áhrif á állt þjbðfjelagið, en það er þetta, sem er aðalatriðið. Allir góðir menn hljóta að vinna að því, að kippa þessu í lag. Yjer skorum á þau blöð vor, sem vilja hafa þjóðlega embættismenn, og sem unna rjettlæti meira en ójöfnuði, að taka þessar tillög- ur og styðja nú duglega að því, að þær komist á. Launamálið er hinn skarpasti próf- steinn fyrir þing og þjóð. Það sýnir, hvort vjer í sannleika höfum það sið- ferðislega þrek, svo öfluga rjettlætistil-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.