Þjóðólfur - 28.06.1889, Page 2
110
finningu og svo lireina ættjarðarást, að
vjer sjeum fyllilega færir um, að stjórna
oss sjálfir, að það verði oss til blessunar
og framfara.
Reykjavík, 28. júní 1889.
Fundargjörð tir Suður-Múlasýslu hef-
nr oss verið send til birtingar í blaðinu.
Fundur var haldinn þar 23. f. m. á Eg-
ilsstöðum á Völlum „samkvæmt áskorun
Þingvallafundarmannanna í fyrra úr Suð-
ur-Múlas., þar eð 2. þingmaður sýslunnar,
sjera Lárus Halldórsson, hafði ekki kvatt
til fundar sjálfur, þrátt fyrir . . . áskor-
un um það". Fundarstjóri var sjera Páll
Pálsson í Þingmúla og skrifari sjera
Þorsteinn Þórarinsson á Berufirði. —
A fundinum var samþykkt í einu hljóði
áskorun til alþingis um að framfylgja
stjórnarskrárbreytingunni, að æðsti dóm-
stóll landsins sje í landinu sjálfu og að
dómsvaldið og umboðsvaldið sje algjör-
lega að skilið. Fundurinn var með toll-
um á aðfl. munaðarvöru, en vildi fá beina
skatta afnumda, sem frekast er kostur á,
vildi, að alþing ráði sem fyrst til lykta
menntamáli landsins með lögum, stofnað
verði sjerstakt amtsráð fyrir Austfirð-
ingafjórðung, launamálið tekið fyrir til
breytingar á næsta þingi og eptirlauna-
lög úr lögum numin, prestateknamálinu
verði ekki ráðið til lykta að svo komnu,
spítali á Austurlandi stofnaður, að kosn-
ingarlögunum verði breytt þannig, að
kjósendum sje gjört hægra fyrir að sækja
kjörfundi, Eyðaskólanum yrði veittur til-
tölulegur styrkur við hina búnaðarskól-
ana. Samþykkt var og að senda fund-
argjörðina 2. þingmanni sýslunnar til
flutnings á þingi, og jafnframt að senda
hana beina leið til alþingis, „þar eð ekki
væri trútt um, að hann mundi ekki í
þetta sinn hafa sannfæringu tilaðfylgja
stjórnarskrármálinu“.
Þórsnessf'umlur Snæfellinga var hald-
inn 19. júní. Var þar rætt um ýms mál
og stóð fundurinn frá kl. 12—8 e. m.
Stjórnarskrármálmu vildu menn halda
fram í sömu stefnu og neðri deild 1887.
Bankamálið var rætt; vildu menn fá hent-
ugra fyrirkomulag með afborganir og
vaxtagreiðslu og bankastjóra, sem ein-
göngu gæfi sig við stjórn bankans. Fund-
armenn vildu eindregið fa meiri friðun
á œðarjugli og banna mönnum að hafa
æðarfugl til afnota öðru vísi en til varps.
Um tollmál urðu miklar umræður og voru
allir á því að auka tekjur landssjóðs, svo
að eigi yrði tekjuhalli og þótti tiltæki-
legast að auka toll á tóbaki og vínföng-
um og leggja toll á kaffi, sykur, gos-
drykki og innflutt smjör. Til að ljetta
fyrir kaupmönnum með borgun á tollin-
um, vildu menn fá fram frumvarp neðri
deildar 1887 um tollgreiðslu. I mennta-
málum var samþykkt að fylgja fram
lagaskolamálinu, fá sjómannaskóla og auk-
inn styrk til sveitakennara, er væri mið-
aður við námstima og nemendafjölda.
Breytingar á tekjum presta og kirkna
vildu menn ekki hafa að svo stöddu.
Bænarskrá úr Staðarsveit um eptirgjöf
á hallærisláni vildu menn eigi láta bera
upp á alþingi; menn vildu fá löggilta
Stapahöfn, aukalækni í Ólafsvík og strand-
ferðir þangað og styrk til gufubátsferða.
Þiiiginálufundur í Hafnarfirði var
haldinn 22. þ. m.; mættu þar 37 kjós-
endur, auk þingmannanna sjera Þórar-
ins Böðvarssonar og Jóns Þórarinsson-
j ar og nokkrir utan kjördæmis. 1. Um
tollmál urðu allmiklar umræður; var
j flestum illa við kaffi- og sykurtoll, en
vildu aptur á móti útflutningstoll af land-
varningi. Tillaga um 5 a. kaffitoll felld;
I 4. kaffitollur sömuleiðis felldur, en 3 a.(!)
kaffitollur samþykktur, en þó skyldikafíi-
bætir vera undanþeginn öllum tolli! 2
a. sykurtollur felldur. 50 aura tóbaks-
j tollur og 1 kr. á hverjum 100 vindlum
I samþykktur. Þessir útflutningstollar voru
samþykktir: 2 aura á ull, 2 aura á tólg,
50 a. á æðardún (en 2 kr. tollur á dún
felldur), 75 a. á hverja sauðkind, 2 kr.
á hvert hross; hækkun á laxtolli samþ.;
hækkun á öllum vínfangatolli, hæfileg-
ur tollur á óáfenga drykki og hæfilegt
farmgjald af skipum samþykkt. 5 kr.
útflutningsgjald á hvern vosturfara fellt.
2 kr. skattur á hvern hund samþ. Tolli
á óekta smjöri mótmælti fundurinn harð-
lega. 2. í alþýðumenntamálinu aðhylltist
meiri hlutinn frumvarpið frá Kennara-
fjelaginu. 3. Um stjórnarskrárbreyting-
una urðu nokkrar umræður; var þeim
; Gruðmundi í Elliðakoti og Birni í Reykja-
koti mikið áhugamál, að þingið fram-
; fylgdi henni af alefli og kom fram hjá
þeim megn óánægja yfir framkomu þeirra !
feðga, sjera Þórarins og Jóns, í því máli
á síðasta þingi; tók sjera Þórarinn það
óstinnt upp og bar fjrir sig Hafnarfjarð-
arfundinn á undan þingi 1887, var og
j enn á móti að halda málinu áfram á
næsta þingi og gleymdi ekki að minn-
ast á aukaþingskostnaðinn; virtist það
j falla í frjósaman akur hjá ýmsum fund-
armönnum og við atkvæðagreiðsluna var
meiri hlutinn á móti, að þingið hjeldi
málinu áfram.
4. Samgöngur landsins vildi fundur-
inn styðji eptir mætti, en að því er
snertir gufubátsmálið, voru menn yfir
höfuð mjög vondaufir um, að það fyrir-
tæki mundi borga sig, vegna þess, að
gufubáturinn fengi ekki nógan flutning;
í því máli samþykkti þó fundurinn þá
yfirlýsing, „að æskilegt sje, að kosin verði
nefnd á þinginu, þegar i þingbyrjun, er
rannsaki flutningsþörfina á suður- og
vesturströnd landsins og að tillögur nefnd-
arinnar hafi nokkur áhrif á framlag lands-
sjóðs til gufuskips á Faxaflóa“.
5. Þingmennirnir skýrðu frá, að þeir
ætluðu að bera upp á þinginu frumvarp
um breyting á fátækrareglugjörðinni,
þar sem meðal annars væri farið fram á,
að hver maður ætti þar sveit, er hann
er fæddur, og í umræðunum kom fram,
að nauðsynlegt væri, að fátækrastjórar
(oddvitar?) fengju nokkur laun.
6. Hjá fundarmönnum kom fram megn
óánægja með bankann og sumir vildu
afnema hann sem allra fyrst(!); samþ.
var áskorun til þingsins um, að sjá svo
um, að bankinn kæmist sem fyrst í við-
skiptasamband við erlenda banka, að
leiga af innlögðum peningum verði hækk-
uð upp í 4°/0 og lán veitt til 20 ára,
svo og að bankinn taki eigi rentur fyrir
fram.
7. Brúartoll vildi fundurinn fá á brúna
á Ölvesá. 8. Þurrabúðarmannalögunum
breytt. 9. Þingmennirnir kváðust bera
upp á þingi frumv. um umsjón og fjár-
hald kirkna. 10. Fundurinn taldi óheppi-
legt, að ræða að sinni búsetu fastakaup-
manna. 11. Yildi fá Yogavík löggilta
sem verslunarstað og 12., að veittar væru
100 kr. til hvers vörðuvita i Gullbringu-
sýslu. 13., að úr gildi væru numdar 17.
og 18. gr. í II. kafla tilsk. 13.júní 1787
um skyldur kaupmanna til að halda við-
skiptabækur við verslunarmenn sína, og
14., að þingið skoraði enn að nýju á
stjórnina, að koma á nýjum samningum
við Spán um afnám tolls á ísl. saltfiski.
Þingmcnn ísfirðinga hjeldu þingmála-
fund á ísafirði 17. júní og daginn eptir á
Mýrum í Dýrafirði. Dar voru menn með-
al annars eindregið moð kaffi- og sykur-
tolli og hækkun á tóbaks- og enda vín-
fangatolli, afnámi vistarskyldunnar og
rýmkvun á kosningarrjetti til alþingis.
I Þingniannskosningin í Novður-Múla-