Þjóðólfur - 28.06.1889, Side 3

Þjóðólfur - 28.06.1889, Side 3
111 sýsln f’ór fram á Fossvöllum 20. maí; var Jón Jónsson bóndi á Sleðbrjót kosinn al- þingismaður með 96 atkv., en sjera Sig- urður Gunnarsson á Yalþjófsstað fjekk 80 atkvæði. Fleiri buðu sig eigi fram til kosningar. Póstskipið Laura kom að vestan að kveldi hins 21. þ. m. og með því amtm. E. Tl). Jónassen og alþingismennirnir að vestan: Gunnar Halldórsson, sjera Sig. Stefánsson, próf. Sig. Jensson, Páll Briem og sjera Jakob Guðmundsson. — Laura fór aptur að morgni 26. þ. m. til Khafn- ar með ýmsa farþegja, þar á meðal nokkra vesturfara. Próf í heimspeki við prestaskólann tóku þessir 13 stúdentar 26. og 27. þ. m.: 1. Einar Þórðarson, dável + 2. Hans Jónsson, dável 3. Guðmundur Jónsson, dável -h 4. Þorvarður Brynjólfsson, dável -4- 5. Eyjólfur K. Eyjólfsson. vel + 6. Jón Árnason, vel + 7. Ólafur Finsen, vel + 8. Sigurður Jónsson, vel + 9. Þórarinn Þórarinssou, vel + 10. Emil G. Guðmundsson, vel 11. Guðmundur Ásbjarnarson, vel 12. Jón Jónsson vel, 13. Jón Þorvaldsson vel, -4- Brauð veitt: Hof á Skagaströnd 24. þ. m. sjera Jóni Jónssyni, sem áður var prestur á Kvíabekk. Alþingismaður Jón á Gautlömlum slasaðist á Öxnadalsheiði 21. þ. m.; hann var á leiðinni til alþingis ásamt fleiri þing- mönnum. Hann hafði dottið af hestinum, orðið fastur í ístaðinu og hesturinn dreg- ið hann spölkorn; hafði hann marist og fengið sár á bakinu. Tjald grasafólks var þar í nánd og var hann fluttur þangað; síðan sent til Akureyrar eptir lækni og mönnum til að flytja hann til bæja. Þeg- ar þeir voru komnir, hjelt samferðamaður hans einn, sem var yfir honum á meðan, áfram hingað suður. Væri betur, að Jón ætti ekki lengi í þessum meiðslum og að hann gæti brátt komið suður til þings, því að það er stór skaði að missa af alþingi jafnnýta menn sem hann er. Latínuskólanum verður sagt upp á morgun. Alþingi verður sett á mánudaginn kemur. 1‘jóðólfur kcmur út næsta þriöjudag. Suður-Múlasýslu, 4. júní . . . „Bins og hinn liðni vetur var optast frost- og veðrahægur, eins endaði hann, án þess að góð hláka kæmi á hon- um frá því fyrir jól, svo að viða með sjávarsiðu, einkum á suðurbyggðinni, var að mestu haglaust, þá sumarið byrjaði, en það byrjaði með góðri og hagstæðri hláku, sem ávallt hefur haldist siðan; einasta á þessu tímabili, frá 25. apríl, hafa komið 10 þurrir dagar; en bótin hefur verið, að sjaldan hafa verið stórkostlegar rigningar eða kuldarigning ar; en mjög óþægilegir verða mörgum þessir lang- varandi óþurrkar, með að þurrka eldivið og við öll útistörf. Gróður er þvi allstaðar kominn hinn besti og fjenaður manna í góðu standi; hafa víst engir misst af fjenaði sínum, er hjá sumum var þó orðinn æði langdreginn. Lambadauði er samt tölu- verður, einkum við sjávarsíðuna; drepast lömbin einkum úr skjögri. Ekki getur kallast, að enn hafi hjcr eystra orðið aflavart svo teljandi sje. Versl- unarskip Orum et Wulfs frá Djúpavog, Harriet að nafni, er fór til verslunar á Hornafjörð, strandaði 14. f. m. á útsiglingu af Hornafirði á skeri rjett fyrir utan ósinn, og komust mennirnir með naum- indum lifs af, án þess að lausakaupmaðurinn næði verslunarbókunum; fremur lítið hefur rekið upp af skipinu og það allt mjög skemmt; flutningsfólk margt úr Hornafirði hingað austur sendi með því flutning sinn, og hafa flestir misst alveg hið mesta af honum. Það litur út fyrir, að Austur-Skapt- fellingar sjeu að vakna með Vesturkeimsferðir, þvi þessa daga hafa margir streymt austur til Seyðis- fjarðar, liklega hjer um bil 40, er allir hafa i hyggju að komast vestur um haf; þar á meðal eru 4 bænd- ur með konur og börn. 011 von er reyndar, þó þeir vilji leyta fyrir sjer, þvi mjög þjettbýlt er þar syðra og margar jarðir þar ganga mjög af sjer sökum vatnagangs og sandfoks. Þingmálafundur var haldinn fyrir Suður-Múlasýslu á Egilsstöðum á Völlum 23. f. m., en ekki vorum við Suður-Múla- sýslumenn svo heppnir, að þingmaður okkar, bú- sitjandi innan sýslunnar. gæti verið á fundinum, sem öllum hefði þó þótt betra. Brjóstbarn okkar Eyðaskólinn á erfitt uppdráttar sökum skulda, er á honum hvíla, og oflítils gripa- stofns; en vonandi er, að skóli sá smáeflist með timanum, einkum ef alþing og landstjórnin styrkir hann eins og aðrar skólastofnanir landsins; því skólinn vex fremur í áliti meðal sýslubúa og öll skólastjórn og kennsla hefur þar farið fram á besta hátt næstliðið ár, svo æði margir piltar efnilegir vildu fá inngöngu á skólann i vor, en gátu ekki vegna þröngra kringumstæða, svo ekki verður hægt að taka nýja pilta á hann fyr en vorið 1890, er var mjög leiðinlegt og máske skaði, því einasta 6 piltar eru nú á honum. Enginn von er á, að skól- inn sje i góðum kringumstæðum, þar eð þurft hef- ur svo mjög að leggja i kostnað með húsabygg- ingar á skólajörðinni, en skólinn ávallt fengið af , skornum skammti úr landssjóði, einkum þó á sið- ! asta þingi“. titlendar frj’ettir eptir enskum blöðum, sem komu með Magnetic og ná til 13. þ. m. Vatnsflóð «g' eldsvoðai* í Ameríku. 31. f. ín. urðu íbúar Pennsylvauíu fyrir Voðalegu tjóni. Það brast stýflugarður 1000 feta langur og 110 feta hár, er hafði vorið hlaðið fyrir vatn eitt í ofanverðum Conemaughdalnum. Vatnsflóðið steyptist yfir dalinn og sópaði öllu burt, sem fyrir varð. Menn ætla að 10—20 þúsund hafi beðið bana af og fjártjónið muni nema undir 30 milljónum dollara. 6. þ. m. kom upp eldur í borginni Seattle í Washing- tonríki. Þeim hluta bæjarins, er hafður var tíl íbúðar, varð bjargað, en verslun- arhús, bankar og fleira brann tii kaldra kola. Skaðinn metinn yfir 7 miljónir doll- ara. Það er byrjað að efna til samskota bæði í Ameríku, Englandi og víðar, til að hjálpa þeim, sem hafa orðið harðast úti við þessi slys. Gladstone gamli er eigi farinn að þreyt- ast. Undireins og parlamentið hafði tekið sjer hvítasunnufríið, hjelt hann suður og vestur í land. Hann heldur þar 2 og 3 ræður á hverjum degi og er allstaðar vel fagnað. Hann er hinn hughraustasti um afdrif írska málsins og telst svo til, að hans flokkur muni verða 89 mönnum lið- sterkari en mótstöðuflokkurinn, ef hans fylgismönnum fjölgi að sama skapi tiltölu- lega jafnmikið við almennar kosningar, eins og þeim heflr fjölgað við aukakosn- ingar síðan 1886. Sjómenn á Skotlandi hafa gjört skrúfu til þess að neyða skipaeigendur til að hækka kaupið. Þeir hafa 27 kr. um vik- una, en vilja hafa 2,50 aur. meira. Stjórnin íranska hefur nýlega náð í fyrni af allskonar skjölum frá Boulanger og fylgismönnum bans, og segist nú eigi þurfa meiri gögn á móti honum. Skjölin voru leynd uppi í hyllu í sölubúð einni í París, innan um ýmsar vörur. Fregnir at* Stanley. Málþráðarskeyti frá Zanzibar, dagsett 12. þ. m., segir, að Stanley hafi verið kominn til Ururi, sem er suðaustan við Victoria Nyanza vatnið, 2. desember. Hann hafði misst flesta af möunum sínum, bæði úr ýmis konar ve- sæld og vistaskorti. Emin Pasha var i Ungara, norðaustan við vatnið og þar hitti Stanley hann. Grænlandsför Friöþjófs Nansens. (Niðurl.) Þeir hjeldu nokkra daga áfram i áttina til Ohristianshaab (norðvestur), en svo kom laus fannfergja og sifelldur kafaldsbylur móti þeim og versnaði dag- I lega. Þeir sáu, að þeir mundu ekki með þessu móti komast þangað nógu snemma til Danmerkur- i ferðar. í öðru lagi hafði Nordenskiöld ferðast kring um Christianshaab, en ekki sunnar. í þriðja lagi var komið nálægt vetri. Hinn 27. ágúst, 10 milur frá austurströnd, 7000 fet rúmyfir sjávarfleti, breyttu í þeir stefnu og stefndu á Godthaab, á Ameralikfjörð- S inn vegna þess að engir jöklar gengu út að hon- i um. Þeir settu nú segl á sleðana (úr tjaldinu

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.