Þjóðólfur - 19.07.1889, Side 2

Þjóðólfur - 19.07.1889, Side 2
130 lögum frá þinginu og þannig ónýtt laga- smíði þingsins gjörsamlega, og ekki er það betra, því að þar sem konungur mundi ekki hika við, að synja lögum staðfestingar, mundi hann eða ráðgjafi sá, er hann hefur við hlið sjer, hika, ekki að eins einu sínni, heldur optsinnis, við að ónýta lög, sem þegar eru komin í gildi, svo að hættan í þessu efni er engu meiri, ef ekki minni, en lagasynjanirnar. Hins vegar er með engu móti gengið of nærri valdi konungs, þótt eigi geti hann staðfest lög, þar sem hann getur numið þau úr gildi, ef honum þykja þau viðsjárverð sakir sambands íslands við Danmörku. A 1 þ i n g i. y. Þingmannafrumvörp þessi hafa við- bæst síðan seinast: 80. Stjórnarskráin (ílutningsm.: Sig. Stefánsson, Jón Jónsson þingm. Norður- Þingeyinga, Páll Briem, Eiríkur Briem og Þorv. Kjerúlf). 31. TJm breyting á lögum 4. nóv. 1881 • um útflutningsgjald af fiski og lýsi o. fl. (flm. Sighv. Árnason). 82. Um breyting á lögum 14. des. 1877 um skatt af ábúð og afnotum jarða og af lausafje (flm. Sighv. Árnason). 33. Um breyting á lögum 15. okt. 1875 um laun ísl. embættismanna (flm. Sig. St. o. fl.). 34. Um lausn frá árgjaldsskyldu af prestakalli (flm. Sig. St.). 35. Um breyting á þingsköpum al- þingis (flm. Fr. St. og Jón Ól.). 36. Um gjald af aðfluttu smjöri og öðru viðmeti (flm. Árni Jónsson og Ól. Briem). 37. Um löggilding verslunarstaðar að Stapa í Snæfellsnessýslu (flutningm. Páll Briem). 38. Um launahækkun til fastakenn- arans við læknaskólann. 39. Um bann gegn því, að ala upp refi (flm. Þorl. Giuðmundsson). 40. Um að selir sjeu rjettdræpir i veiðiám og veiðivötnum (flm. Skúli Þor- varðarson). 41. um varnarþing í skuldamálum og ýms viðskiptaskilyrði (Jón Ólafsson). 42. um myndugleika (Eiríkur Briem og Páll Briem). 43. um vexti (Páll Briem). 44. um afnám fastra eptirlauna (Jón Jónsson. Árni Jónsson ogÞorleifur Jónss). 45. um löggilding verslunarstaðar við Þórshöfn í Gullbringus. (Þór. Böðv.). 46. um viðauka við lög um vegi 10. nóv. 1887 (Sig. Jensson). 47. um sameining Dala- og Strandasýslu. 48. um hækkun á burðareyri undir póst- bögglá (bæði frá fjárlaganefndinni). Stjórnarskrárfrv. kom til 1. umr. í n. d. 15. þ. m. — Páll Briem talaði fyrir málinu af hendi flutnm. Eigi tók lands- j höfðingi vel í breytingarnar, og sagði, að þær þrengdu að valdi konungs meir ! en frumvarpið frá síðasta þingi, án þess að útlista það frekara. Fleiri tóku eigi þátt í umræðunum, og var 7 manna nefnd sett í málið; í hana voru kosnir allir flutningsmennirnir og Jón Jónsson þm. N.-M. og Þorleifur Jónsson. Tollmálið. Nefndin, sem kosin var í það mál, lagði til, að tollurinn á kaffi sje 10 a. á pundið, sykurtollur 5 a. á pd.; tóbakstollur 35 a. á pd. og 1 kr. á hverj- um 100 vindlum. — Eptir því sem nefnd- inni telst til, fæst með þessu tekjuauki, sem nemur um 100 þús. kr., sem er hið minnsta, er komist verður af með, eins og nú á stendur. Tveim umr. um mál- ið er þegar lokið. Töluðu þeir sjera Þórarinn Böðvarsson og Jón Þórarins- son einkum á móti kaffi og sykurtollin- um; auk þeirra greiddu atkv. móti hon- um: Grunnar Halldórsson, J. Jónassen, Ólafur Pálsson og Sveinn Eiríksson og enn fremur Sigurður Jensson móti syk- urtollinum, en aðrir í neðri deild voru I með. Aptur á móti var áðurnefnd til- laga nefndarinnar um tóbakstollinn sam- þykkt í einu hljóði við 2. umr. í neðri deild. Smjörtollur. Frumvarpið um hann fer fram á 20 a. toll af hverju pundi af j aðfluttu smjöri og öðru viðmeti. Sjáv- armönnum er illa við toll þennan og j hamast á móti honum; þeir feðgar sjera Þórarinn og Jón, sömuleiðis Jónassen og Þorst. Jónsson hafa talað á móti hon- um, og tvísýnt, hvort hann verður sam- þykktur. Fallin frumvörp. 3. um aðDalasýsla og Bæjarhreppur í Strandasýslu verði læknisumdæmi, fellt í efri deild 12. þ. m. með 7 atkv. móti 2. 4. um brúargjörð á Þjórsá, fellt í efri d. 12. þ. m. með 8 atkv. móti 3. 5. um lausn frá árgjaldsskyldu frá presta- kalli (Laufásprestak.); fellt 13. þ. m. í n. d. með 11 atkv. móti 8. 6. um að hækka skatt á ábúð og afnot- um jarða um 1 al. af hdr. og afnema lausafjárskatt; fellt í efri d. 13. þ. m. með 6 atkv. móti 5. 7. um hækkuu á launum fastakennar- ans við læknaskólanu; fellt 16. þ. m. í n. d. með 11 atkv. móti 10. 8. um þjóðjarðasölu; fellt 17. þ. m. í e. d. með 6 atkv. móti 5. Lög afgreidd frá alþingi. I. Lög um bann gegn eptirstæling pen- inga og peningaseðla o. fl. 1. gr. Það er bannað öllurn öðrum en hlutaðeigendum rjettum, enda þótt eigi búi nein svik undir, að búa til þess konar hluti, er fyrir lögun sína og ann- an frágang eru verulega líkir að ytri á- sýndum innlendum eða útlendum pen- ingum eða peningaseðlum, rikisskulda- brjefum eða öðrum skuldabrjefum eða hlutabrjefum, er hljóða upp á handhafa, og leigumiðum þeirra. 2. gr. Svo er og bannað að flytja til landsins eða láta ganga manna á meðal hluti þá, er eigi má búa til hjer á landi samkvæmt 1. gr. 3. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum, 10—200 kr., nema þyngri hegn- ing sje við lögð í almennum lögum. Sektirnar renna í landssjóð. Hlutir þeir, sem í banni laga þessara hafa gjörðir verið eða fluttir til landsins, skulu upp- tækir gjörðir og ónýttir. Mál, er rísa út af brotum á lögum þess- um, skal fara með sem almenn lögreglu- mál. II. Lög um bann gegn botnvörpuveiðum. 1. gr. í landhelgi við ísland skulu bannaðar vera fiskiveiðar með botnvörp- um (trawl). 2. gr. Ef brotið er á móti banni þessu, varðar það sektum, 40—4000 kr., er renna í landssjóð. Þau mál skal fara með sem opinber lögreglumál. III. Lög um viðauka við lög 9. janúar 1880 um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á íslandi, 4. maí 1872. Niðurjöfnun sú eptir efnum og ástæðum, er ræðir um í 1. gr. í lögum 9. janúar 1880, um breyting á tilskipun um sveit- arstjórn á íslandi, 4. maí 1872, nær til allra þcirra manna, er liafa fast aðsetur í hreppnum. Þeir skulu greiða þar fullt

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.