Þjóðólfur - 19.07.1889, Síða 3
131
gjald eptir öllum efnaliag sínum, nema
þeir á gjaldárinu liaíi líka haft fastaðset-
ur annarstaðar; sje svo, má ekki leggja
hærra gjald á þá, en samsvari þeim tíma,
er þeir hafa haft fast aðsetur í hreppn-
um. Fast aðsetur í hreppnum skemmri
tíma en 4 mánuði kemur ekki til greina.
Sömuleiðis má leggja gjald á ábúð ájörðu
eða jarðarhluta og á fastar verslanir og
aðrar arðsamar stofnanir og fyrirtæki í
hreppnum, er sjeu rekin að minnsta kosti
4 mánuði af gjaldárinu, þótt eigendur þeirra
hafi þar eigi fast aðsetur. Á þessa stofna
skal leggja gjald, er samsvari útsvarinu
eptir efnum og ástandi, eptir því er hæfa
þykir eptir árlegri veltu og arði, án þess
að tillit sje haft til annara tekja eða eigna
þess, sem í hlut á.
Lög þessi ná eigi til ákvæða 2. gr. í
lögum 19. júní 1888 um bátfiski á fjörð-
um.
—o>©«e«5----
Reykjavík, 19. júlí 1889.
Magnetie, gufuskip Slimons, kom
hingað að morgni 17. þ. m. frá Skot-
landi og með því útilutningsstjóri Sig-
fús Eymundsson og kaupmennirnir Geir
Zoéga, Jón Ó. Y. Jónsson og nokkrir
útlendir ferðamenn.
Octavius Hansen, hæstarjettarmálfærslu-
maður í Kaupmannahöfn, kom hingað með
gufuskipinu Magnetic. Hann hefur mikið
orð á sjer í Danmörka, sem málfærslumað-
ur og ræðumaður ; hann er hinn frjáls-
lyndasti maður; hefur kveðið mikið að
| honum í baráttu vinstri manna gegn yfir-
gangi Estrups ráðaneytis og hefur flutt
fyrir þá öll hin vandasömustu mál, sem
risið hafa af baráttu þeirri.
Fyrir ályktun síðasta alþingis um máls-
höfðun gegn Nellemann ráðgjafa út af
Fensmarksmálinu sneri Jón sál. Sigurðs-
son á Gautiöndum sjer til Octavius Han-
sens, sem liefur vandlega íliugað það mál.
Hann liefur tekist ferð þessa hingað á hend-
ur, til þess persónulega að tala við þingmenn
um málið, en ætlar jafnframt að ferðast
norður um land, annaðhvort til Sauðár-
króks eða Akureyrar. Fer hann þaðan
með Magnetic til útlanda.
Sjera Jón Bjarnason í Winnipeg í
Ameríku, sem hafði fengið áskorun frá
nokkrum mönnum hjer, um að sækja um
Reykjavíkurbrauðið, hefur nú svarað þeim,
að hann geti ekki orðið við þeirri áskorun,
en kvað væntanlegur ásamt konu sinni
hingað í sumar, til að útvega prestefni til
Ameríku.
Hafsteinn Pjetursson, prestaskólakandí-
dat, hjelt fyrirlestur hjer í bænum kveld-
ið 13. þ. m. um skáldið Oehlensláger.
Fyrirlesturinn var fróðlegur og fluttur
með mikilli málsnilld. Bæði á undan og
eptir fyrirlestrinum ljek Björn Kristjáns-
son á harmonium og Nickolin söng solo.
Skemmtun þessi, sem fór vel fram, var
sótt af fjölda manns.
íslenskt náttúruíræðisfjelag. — Á
fundi þeim, sem boðaður var með aug-
lýsingu í síðasta blaði, var ijelag þetta
stofnað, lög samþykkt fyrir það og í
stjórn kosnir: Stefán Stefánsson kennari
á Möðruvöllum, Ben. Gröndal, dr. J.
Jónassen, Þorv. Thoroddsen og Björn
Jensson. Tilgangur fjelagsins er að koma
á fót íslensku náttúrugripasafni, sem sje
eign landsins. Fyrir nokkrum árum var
líkt Ijelag stofnað meðal landa í Höfn
og rennur það nú saman við fjelag þetta
og lætur það fá nokkra náttúrugripi til
að byrja með. Á fundinum gengu milli
40 og 50 manna i fjelagið og hefur það
mætt bestu undirtektum, enda verðskuldar
fyrirtækið það fyllilega.
Garðyrkjufjclagið hjelt ársfund 15. þ.
m. Eptir skýrslum, sem formaðurinn,
landlæknir Schierbeck, gaf á fundinum,
120
andi, „og nú hef jeg ekki aðra en yðnr við að styðjast
í þessum heimi'1.
„Haflð þjer ekki aðra en mig!“ sagði búðarmaður-
inn, „það eru ekki góðar ástæður . . . en ef jeg get
gert eitthvað fyrir yður, skal jeg gera allt, sem jeg get,
og meira er ekki liægt; . . . viljið þjer ekki fá nokkr-
ar sveskjur ?“ bætti hann við og lagði af gömlum vana
nokkrar sveskjur á borðið.
„Jeg lield nú annars, að það gangi ekki svo illa,
sem við hugsuðum“, sagði hún og setti á búðarborðið
pjáturkistil með lás fyrir og lykli í skránni; „þessi kassi
hefur allt af staðið undir rúminu lians föður míns sál.“,
sagði hún enn fremur, „áður en hann dó, bað liann mig að
taka kistilinn fram undan rúminu, og sagði, að í hon-
um væri meira, en þyrfti til útfararinnar. Jeg hef
skoðað í hann og hef sjeð marga böggla með banka-
seðlum og lítinn pappírsmiða, þar sem stendur á 25000“.
„25000!“ sagði búðarmaðarinn.
„Viljið þjer ekki sjálfur telja það, sem er í kistl-
inum ?“
Búðarmaðurinn opnaði kistilinn, fann miðann, sem
skrifað var á 25000, taldi síðan 25 böggla og — það
stóð heirna — i hverjum böggli voru 1000 kr. í seðlum.
„Og faðir yðar lætur eptir sig þessi ógrynni fjár,
117
hef drepið; en engan hamarhákarl hef jeg þó drepið
fyr. Hann vildi ekkert við mig eiga, og ef liann hefði
komist fram hjá mjer, hefði Vilhjálmur beðið bana“, og
liann leit næsta glaðlega til vinar síns, „en það mátti
ekki verða. Þess vegna greip jeg um hausinn á hákarl-
inum vinstra megin, renndi mjer niður á hrygginn á
honum, og þrýsti inn vinstra auganu með þumalfingrin-
um ; inn í hægra augað rak jeg hnífinn upp að skapti“.
Honum líkaði þetta miður“, sagði Tómas brosandi, „og
hann brölti í ósköpum til að kasta mjer af baki. Mjer
hefði nú líka verið óhætt að lofa honum að fara, af þvi
að hann var orðinn blindur, en jeg vildi vera alveg
viss um hann og veitti honum því 10—12 áverka með
hnífnum í síðurnar11.
Vjer lilutum stórlega að undrast hugrekki svert-
ingjans. En þó vakti hvötin til hreystiverksins miklu
meiri virðing hjá oss fyrir þessu náttúrubarni. Vinátta
sprottin af þakklætistilfinningu knúði liann tafarlaust
til, að leggja út í orustu, einstæða af því, hve hræði-
leg hún var, og í lienni sigraði hann.
(Norðstj. 1889, ur. 20).