Þjóðólfur - 19.07.1889, Síða 4
132
er fjelagið farið að gera mikið gagn;
garðyrkja hefur siðari ár lagast og út-
breiðst talsvert, margir t. d. nú farnir að
nota vermireiti. Stjórn fjelagsins var
endurkosin.
Drukknan. 11. þ. m. drukknaði skip-
stjóri Þormóður Gíslason í Hafnarfirði af
fiskiskipi, sem lá þar á höfninni. Hann
hafði verið einn úti á skipinu, er þetta
slys vildi til, og vita menn því ekki, hvern-
ig það hefur atvikast.
Gufuskipið Clutlia kom hingað i fyrri
nótt frá Newcastle á Englandi með kol;
fer norður á Akureyri og tekur þar hesta;
á leiðinni norður kemur það ef vill til við
á ísafirði.
Frá útlöndum frjettist með gufuskip-
inu Magnetic, að Sverdrups ráðaneyti í
Noregi sje vikið frá völdum, en í þess
stað sje myndað ráðaneyti úr flokki hægri
manna, og sje Stang forseti þess.
Strandferðaskipið Thyra kom hingað
í gærkveldi og með því sýslamaður Sig-
urður Jónsson í Stykkishólmi og Fischer
sýslumaður Barðstrendinga, læknir Ólafur
Sigvaldason í Bæ, dbrm. Hafliði Eyjólfs-
son í Svefneyjum, sjera Matthías Jochums-
son frá Akureyri og ýmsir fleiri.
Tfðarfar er ágætt að frjetta alstaðar
af landinu, og hagstætt fyrir heyskap,
sem alstaðar hefur byrjað með langfyrsta
móti, víða 10 vikur af sumri.
Verslunarfrjettir frá Kliöfn 28. f. m.
Sakir mikils fiskafla í Finnmörk i Noregi
eru útlit fyrir fiskverð á Spáni fremur
dauft, og hald manna, að verðið á sunnl.
saltfiski muni verða eins og fyrst í fyrra
42— 44 ríkismörk. Smáfiskur, sem komið
hefur með Thyru, hefur selst í Liverpool
15—16 pd. sterling smálestin. Af þeim
saltflski, sem hingað hefur komið, hefur
stór vestfirskur, hnakkakýldur flskur selst
48—52 og 53 kr. skppd., óhnakkakýldur
stór jaktafiskur 48—50 kr. og stór al-
mennur verslunarfiskur 43—47 kr., smár
36—37 kr., ýsa 36 kr.; sunnlenskur, norð-
lenskur og austfirskur, stór 43—45 kr.,
smár 36 kr., ýsa 35 kr. — Lysi, Ijöst,
gufubrætt hákarlslýsi 311/.;—32 kr., pott-
brætt 30—311/* kr., döklct 20—25^/jj kr.,
óselt um 300 tunnur. Haustull 56 a. pd.
Sundmagar: óselt um 2000 pd., sem ekki
ganga út á 40 a. pd. Enn fremur óselt
um 400 pd. œðardúns, 1000 tunnur af
kindakjöti og 1200 tunnur af síld, sem
ekki ganga út jafnvel með niðursettu verði
nú sem stendur.
Auglýsingar.
1 samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning,
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun út i hönd.
Bókbandsverkstofa, Thorvardson & Jen-
sen, Bankastræti 12 (kúsi Jóns Ólafss. alþm.). 280
ann, sem kefur fengið að láni kjá mjer fransk-
danska ORÐABÓK, kið jeg að skila mjer
kenni sem fyrst.
Ártúni, 12. júlí 1889.
Sigurður Jónsson. 281
Tlu króna seðill tapaðist kjer á götunum i gær.
Pinnandi er keðinn að skila konum á skrif-
stofu Þjóðólfs gegn riflegum fundarlaunum. 282
Leiðarvisir til iifsábyrgðar fæst ókeypis
hjá ritstjórunum og hjá dr. med. Jónassen, sem
einnig geíur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar
nauðsynlegar upplýsingar. 283
r
BTTIT' A ÞTH (kafflblendingur), sem eingöngu má
D U JViir r I n°ta í stað kafflbauna, fæst eins og
vant er fyrir 56 aura pundid í verslun
H. Th. A. Thomsens í Reykjavík. 284
Fernisolíu-flaska hefur verið skilin eptir kjá
O. S. Endresen. 285
Eigandi og ábyrgðarmaður:
JÞorleifur Jónsson, cand. phU.
Skrifstofa: i Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.
118
Vel borgaðar sveskjur.
Eptir
August Blanche.
Fyrir hjer um bil 10 árum dó maður nokkur í
Stokkhólmi, sem hafði verið skipstjóri; hann var fædd-
ur í Gautaborg, en síðustu 10 ár æfi sinnar bjó hann
í Stokkhólmi. Þegar hann fluttist þangað, hafði hann
með sjer dóttur sína, sem var þá 15 ára gömul. Skip-
stjórinn hafði varla komið út fyrir húsdyr þessi 10 ár,
sem hann bjó í Stokkhólmi, sumpart af því, að hann
var heilsulítill, en sumpart af því, að hann átti engin
almennileg föt til að vera í, eptir þvi sem nágrannar
hans sögðu. Dóttir hans yfirgaf hann varla nokkurn
tíma. Enginn í nágrenninu mundi eptir því, að hún
hefði sjest öðruvísi búin en í stórgerðum, grænstykkj-
óttum kjól úr viðarull og með stóran silkiklút um háls-
inn; var klúturinn orðinn upplitaður af elli og stöðugri
hrúkun. Hún var mjög fölleit og mögur, en hafði blá
augu undurfalleg og mikið hár svart, en menn tóku
119
ekki mikið eptir því, þar sem hún gekk svo fátæklega
til fara, og af því að hún var heldur feimin og hjákát-
leg í viðmóti. Það leit svo út, sem hún sneiddi hjá
öðrum mönnum, líklegast af því að menn ljetu rigna
yfir hana háði og spotti, þá sjaldan hún kom til ann-
ara. Hinn eini maður, sem ljet sjer nokkuð annt um
hana, var búðarmaður í sölubúð á móti húsinu, sem hún
og faðir hennar bjuggu í. Sama árið, sem hún kom
með föður sínum til Stokkhólms, var honum komið fyr-
ir sem dreng, þar sem hann var nú, og hafði verið í
sölubúðinni nál. 10 ár ; þau voru bæði nærri jafngömul.
Karl W. hjet búðarmaðurinn; honum tók sárt til
aumingja-stúlkunnar; liann sagði æfinlega nokkur vin-
samleg orð við hana, þegar liún kom í búðina að kaupa
eitthvað, og þegar liann sá sjer færi, laumaði liann til
bennar nokkrum sveskjum. Það urðu ekki svo fáar
sveskjur á 10 árum, en það var ef til vill eina ánægj-
an, sem stúlku-auminginn hafði.
Einn morgun kom hún með tárin í augunum inn í
búðina.
„Það hryggir mig mikið yðar vegna“, sagði búðar-
maðurinn, „að jeg frjetti í þessu augnabliki, að faðir
yðar dó snemma í morgun“.
„Faðir minn dó klukkan 7“, sagði stúlkan kjökr-