Þjóðólfur - 11.10.1889, Síða 1
Kemur út á föstudags-
morgna Verö árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyri) lö. júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Dppsögn skrifleg, bund-
iniviö áramöt, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XLI. árg, lteykjaYÍk fíistudaginn 11. okt. 1889. Nr. 48.
Stjórnarskrármál íslands.
i.
Stjórnarskrármálið á þingi og eptir þing.
Þegar stjórnarskráin var síðast rædd
í neðri deild í sumar, var hún samþykkt
með öllum atkvæðum þjóðkjörinna þing-
manna, er greiddu atkvæði með henni a
þingi 1886.
Höfðu þingmenn þannig aptur myndað
flokk í þessu máli; allar miskliðir frá
fyrra þingi voru nú gleymdar og þing-
menn einhuga. Þóttu þetta næsta heppi-
leg úrslit, eptir því sem ahorfðist. En
mörgum sagði þungt hugur um, hvernig
fara mundi í efri deild. Samt sem áður
leið eigi á löngu, áður menn urðu þess
vísari, að sumir hinna konungkjörnu al-
þingismanna mundu vilja veita málinu
fylgi sitt; voru það einkum tveir þing-
menn, er setu fengu á þingi 1887.
Þegar þetta frjettist niður í neðri d.,
þótti mörgum þetta mikil tíðindi og goð,
því að það hefur hingað til verið mein
mikið, hversu margir hinna konungkjörnu
þingmanna hafa verið andvígir í málinu.
Nú þótti mönnum, sem ekki mundi á
löngu líða, þangað til stjórnarharáttan
mundi fá farsællegan enda.
En nú var mest um vert, að sem flestir
gætu orðið sammála um þær breytingar,
sem g.íöra skyldi á frumvarpinu. Eins
og kunnugt er, hefur frumvarpið sem
mest verið sniðið eptir hinum dönsku
grundvallarlögum, en hjer um bil ekk-
ert tillit verið tekið til enskra grund-
vallarlaga. Jón A. Hjaltalín, sem verið
hefur lengi í Englandi, vildi helst láta
breyta nokkru í líka átt og er hjá Eng-
lendingum, og má telja þetta eitthvert
hið happalegasta, sem fyrir gat komið,
því að Englendingar standa öllum öðr-
um þjóðum til fyrirmyndar í sjálfstjórn
og þingræði. Jón A. Hjaltalín var í
nefndinni í efri deild. Sömuleiðis var í
nefndinni Jón Ólafsson ; hefur hann bæði
verið í Ameríku og þekkir einnig stjórn-
arháttu Bretaveldis, og því var engin
furða, þótt hann gæti fellt sig við breyt-
ingar þær, er sniðnar voru eptir lögum
Breta.
Aptur á móti mátti búast við, að !
sumir þingmenn, er eingöngu þekkja [
danska stjórnháttu, mundu verða hik-
andi, en hinu gat enginn búist við, að
nokkrir myndu þeir verða, er eigi vildu
sinna tillögum efri deildar manna í neinu
eða vilja einu sinni athuga þær grand-
gæfilega, áður en þeir færu að hamast
móti þeim; en sist mátti búast við, að
þeir færu að villa sjónir fyrir þeim þing-
mönnum, er einna minnsta þekkingu
höfðu á málinu; því að þótt þeim hefði
ekkert þótt fyrir; að slá hendinni móti
liðveislu hinna konungkjörnu þingmanna,
þá var það þó að minnsta kosti Ijettúð-
ugt, að leggja þegar til orustu móti þjóð-
kjörnum 'þingmönnum, sem voru að
minnsta kosti engu ófróðari eða óskyn-
samari, en þeir sjálfir.
Þetta var næsta ólíklegt, en þetta átti
þó svo að verða. Þegar er breytingar
efri deildar manna spurðust til neðri
deildarinnar, fóru þeir Sigurður Stefans-
son og Benedikt Sveinsson að [ hamast;
fyrst fengu þeir Sighvat Árnason í lið
með sjer og svo þá Þorvald, sjera Svein
og Ólaf á Höfðabrekku; sögðu þeir þeim,
að með breytingunum væri Island gert
að nýlendu, landsrjettindi Islands ofur-
seld, og þeir, sem styddu þær, sagði Bene-
dikt Sveinsson að væru pólitískir svik-
arar. Með þessu orðaglamri gátu þeir
haft þessa menn með sjer, og var þetta
þeim mun verra sem Skaptfellingar voru
um þessar mundir opt ekki algáðir.
Það er ekki skemmtilegt á þetta að
minnast, en það verður að segja hverja
sögu, eins og hún gengur, og úr þvi,
að „Þjóðviljinn“ ætlar að fara að taka í
sama strenginn og þeir, verður að segja
satt frá öllu; þjóðin verður að fá að vita
allan gang málsins, þótt ófagur sje. ____
Hver verður að koma til dyranna, eins
og hann er klæddur.
Síðan voru gerð samtökin við sjera
Þórarinn og Grím Thomsen, og eptir
það var gjört allt til að eyðileggja mál-
ið. Sighvatur Árnason greiddi þannig
meðal annars atkvæði móti breytingar-
tillögu Jón Ólafssonar í efri deild. um
að alls framkvæmdarvaldsins skyldi neytt
með ráði og samþykki hinnar innlendu
stjórnar, og fyrir því fjell hún.
Þegar þannig var komið, vildu neðri
deildarmenn fyrir hvern mun, að frum-
varpið næði fram að ganga í efri deild,
til þess að hægt væri að ræða um málið
í neðri deild, því að á þann einn hátt
var hægt, að slá orðaglamrið í hel, en
frumvarpið kom eigi til neðri deildarinn-
ar aptur fyrri en daginn, áður en síðasti
fundur var þar.
Um þetta leyti var afarmikið að gjöra,
en samt var nefndarfundur þegar hald-
inn. Þar var þá Sigurður Stefánsson,
en hann annaðhvort gat eða vildi ekki
ræða annað um breytingarnar en það,
að hann sæi enga ástæðu til þess, að
taka breytingar efri deildar til greina.
Nefndarmenn allir voru samhuga á því,
að samþykkja eigi frumvarpið alveg ó-
breytt, og því gat frumvarpið eigi geng-
ið fram; hins vegar þótti þeim leitt, að
þingið skildi svo við málið, að það ljeti
stjórnina ekkert frá sjer heyra; datt þeim
því í hug, að koma með þingsályktun
um málið, og var þetta borið mfdir sjera
Sigurð Stefánsson; tók hann þá þessu
liklega og kvaðst ekki sjá neitt sjerstak-
legt móti því, en vildi þó ekki vera með.
Hafði hann svo ekkert frekara að segja
og fór af fundi, en hinir nefndarmenn
bjuggu þá til tillöguna, og síðan var
farið að semja nefndarálitið; en Sigurð-
ur aptur á móti samdi ekkert álit, held-
ur kom að eins með breytingartillögur,
án þess að láta nokkra skoðun í ljós um
breytingar efri deildarinnar a annan hatt.
Næsta dag notuðu þeir Sigurður og Grim-
ur tækifærið, þegar 3 þingmenn voru
fjarverandi, til að ónyta fundinn í neðri
deild með gjörræðisfullu lagabroti; var
þá tillagan ónýtt, en þegar svo var kom-
ið og hinir 3 þingmenn, sem voru fjarver-
andi, voru aptur komnir, þá vildu menn fá
fund um stjórnarskrármálið sjálft, en
þessu neitaði Ben. Sveinsson með öllu.
Þeir Sigurður og Benedikt fengu þann-
ig spornað við því með lagabroti og
gjörræði, að rætt yrði um málið í neðri
deild; en það liggur í augum uppi,
hversu þetta var mikilsvert. Bæði hefði
þá verið, eins og áður er um getið, hægt