Þjóðólfur - 15.11.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.11.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags* morgna. Verö árg. (60 arka> 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgiex fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn skrifleg, bund- inlvið áramót, ögild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reykjavik föstudaginn 15. növ. 1889. Nr. 53. Um afnám sveitarframfæris. Eigi alls fyrir löngu skrifaði Þingey- | ingur í Pjóðólf grein um fátækramálefni og lýsti þar rjettilega og ljóslega hin- um miklu vandræðum, sem stafa af sveit- arþyngslunum hjer á landi og hinni miklu byrði, sem þau leggja á landsmenn. Lagði hann til að „afnema framfærluskylduna“. Það væri ekkert annað ráð, sem dygði. Yjer hnýttum þeirri athugasemd við greinina, að vjer værum ekki á sömu skoðun, og hjetum að gera síðar grein fyrir vorri skoðun á málinu. Það er því fremur ástæða til að skoða þetta, sem lík tillaga hefur komið fram annars staðar eigi alls fyrir löngu og vjer höfum heyrt einstöku merka menn hafa þá skoðun, að eiginlega sje ekki annar vandinn, en af- nema framfærsluskyldu sveítanna. Það mundi auðvitað hækka brúnin á mörgum, sem nú kveina og kvarta und- an þessari byrði, ef hægt væri að kippa henni burt og menn gætu allt í einu losast við þennan langþyngsta skatt, sem landsmenn verða að greiða, því að eigi er ofsögum sagt af svoitarþyngslunum og hversu mjög þau standa landinu fyrir þrifum og framförum, sem er alvarlegt umhugsunarefni fyrir hvern mann, sem ber velferð landsins fyrir brjóstinu, og fátt væri æskilegra, en að finna góð ráð til að kippa þessu máli í lag. En þetta góða ráð sjáum vjer ekki að sje, að af- nema sveitarframf'ærið, og útiloka þann- ig alla þurfalinga frá styrk af sveitinni, hvernig sem á stendur fyrir þeim. Slikt er sannkölluð „hrossalækning“, eins og sjera Jón Bjarnason mun hafa nefnt það í fjrirlestri sinum um „íslenskan nihilis- mus“. Sumpart stríðir slikt á móti þeirri mannúðartilfinningu, sem hver maður hlýtur að bera í brjósti sínu og móti þeim mannkærleika, sem vjer eigum að bera hver til annars. Sumpart mundum vjer fa annað í staðinn, sem yrði miklu verra en sveitarþyngslin eða að minnsta kosti ekki betra. Til þess að sýna fram á þetta, skul- um vjer skoða, hverjar afleiðingarnar yrðu, ef sveitarframfærið væri afnumið. í Andvara þ. á. hefur Páll Briem skrif- að fróðlega ritgjörð, sem meðal annars er um fátækramál, þar sem koma fram marg- ar nýjar skoðanir og tillögurum þetta mál. í ritgjörð þessari skiptir hann öllum þurfalingum í þrjá flokka: „J fyrsta flókknum“, segir hann, „ættu að vera börn, sjúklingar og þeir, sem fyrir slys og önnur ófyrirsjáanleg atvik verða þurf- andi, t. d. ekkjur, sem missa menn sina frá ungum börnum o. s. frv. . . . í öðr- um flókki viljum vjer telja þá, sem fara á sveitina, án þess ófyrirsjáanleg atvik sjeu orsök til þess. . . . í hinum þriðja og síbasta flokki má telja þrjóskufulla let- ingja, drykkjurúta, landshornamenn og þess konar fólk“ (Andvari 1889. bls. 18 til 19). Hvernig mundi nú fara fyrir hverjum þessara flokka, ef sveitarframfærið væri afnumið ? Fyrsti flokkurinn yrði sjálfsagt að deyja drottni sínum. En hverjum mun finnast það rjett, mannúðlegt eða samboðið siðuðu þjóðfje- lagi, — sem að sjálfsögðu annastglæpa- mennina, meðan þeir taka út refsingu í fangelsinu, til þess að þeir deyi ekki úr hungri, — að láta þá menn, sem þurf- andi eru, án þess að þeim verði sjálfum um kennt, deyja út af hjálparlausa ? Þeir, sem vilja undantekningarlaust afnema sveitarframfærið, hljóta að treysta því, að nógir menn vekist upp til að hjálpa þvílikum mönnum. Nokkrir kynnu að gera það; en trygging er engin fyrir því. Þeir, sem þannig vektust upp til að hjálpa þurfalingum, gætu opt og einatt verið helst þeir, sem síst eru aflögufærir, og gerðust við það ósjálfbjarga fyrir sig j og sina, sem ekki hefði heillavænlegri afleiðingar í för með sjer en sveitarfram- færið nú hefur. En hvernig fer um hina tvo flokkana? „Það gerir nú minna til um þá“, kunna einhverjir að segja, „ekki síst letingj- ana, drykkjurútana og landshornamenn- ina. Þeir mættu gjarnan hrökkva upp af“. En aðgætandi er, að menn í öðrum og þriðja flokki lenda opt á sveitinni, af því I að þeir hafa fyrir öðrum að sjá, t. d. 1 börnum. Þessir ósjálfbjarga skylduómag- ar þeirra yrðu þá að deyja út af, eins og fyrsti flokkurinn, og gildir þvi um þá hið sama, sem vjer höfum sagt um þann flokk. Þótt aldrei nema mönnum kynni að þykja það mátulegt fyrir ráðleysingjana og letingjana, sem unga börnum út á sveitina, að deyja út af, er þeir gætu ekki sjeð fyrir sjer og sínum, þá ber þess þó að gæta, að mannlegu eðli er ekki svo farið, að menn leggi sig út af til að deyja, jafnskjótt sem þeir hafa ekkert til að lifa á. Það yrðu auðvitað ósjálfbjarga börn, sjúklingar og karlæg gamalmenni að gjöra, ef enginn hjálp- aði þeim, af því að þau gætu ekki ann- að. En mundu aðrir gera það? Nei. Hvað mundu þeir gera ? Margir mundu leggjast í flakk og biðjast beininga, liggja upp á öðrum og jeta góðsömu mennina út á húsganginn. Ef það dygði ekki, mundu þeir taka sjálfir það, sem þeir næðu í, til að framfæra sig og sína. Tök- um til dæmis mann, sem á mörg börn, en er efnalaus og atvinnulaus og hefur þvi ekkert til að ala önn fyrir sjer og börnum sínum. Er eigi auðsætt, að hann mundi knýja á náðardyr náunga sinna? Og ef það dygði ekki, mundi hann stela viðurværi handa sjer og börnum sínum, heldur en deyja sjálfur eða láta þau deyja úr hungri. Það kemur stundum fyrir í útlöndum, að menn, sem eiga í mjög miklu basli og bágindum, drýgja einhvern glæp, til þess að komast í hegn- ingarhúsið, af því að þar eiga þeir von [ á betra lifi, en þeir hafa annars við að ! búa. Brot gegn eignarrjettinum, t. d. þjófn- aður, mundu aukast, húsgangur og flakk mundi komast í móð, ef sveitarframfæri væri afnumið, og mundi slíkt ekki verða betra, hvorki fyrir einstaklingana nje þjóðfjelagið, heldur miklu verra en sveit- arvandræðin, eins og þau eru, þótt ekki sjeu þau góð. (Meira næst). Raddir frá almenningi. (Úr brjefi úr Skagafirði). Það er margt og sumt misjafnt, sem talað er um þingið í sumar. Þó heyri jeg enga taka undir með „Lýð“ og á-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.