Þjóðólfur - 15.11.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.11.1889, Blaðsíða 3
211 Jón sál. var vel efnum búinn, enda var hann góð- gjörðasamur og gestrisinn; nágranni var hann hinn besti, hjálpsamur og friðsamur. Hreppsstjórn hafði hann á hendi um nokkur ár. Hann var kvæntur Guðrúnu Kolbeinsdóttur, sem nú lifir hann ásamt 5 efnilegum og uppkomnum börnum“. Gladstone lieima hjá sjer. Búgarður GUad- stones heitir Hawarden og er eitthvert hið feg- ursta köfðingjasetur á öllu Bnglandi. Þeir, sc;u fyrsta sinn koma þangað, dást einkum að skemmti- skóginum, sem þar er, bæði fyrir stærðar og feg- urðar sakir. Gladstone hefur búið þar síðan hann kvæntist 1839: tengdaf'aðir hans, Stcphen Glynne, átti Haivarden, og bjuggu þeir tengdafeðgarnir þar saman meðan Stephen Glynne lifði. — Þeim tíma, sem Gladstone hefur haft afgangs frá opinberum störfum, hefur hann að mestu varið til vísindaiðkana, enda á hann eittkvert hið besta bókasafn, sem nokkur einstakur rnaður á á Englandi. Sumir segja, að i því sjeu 15000 bindi, aðrir langt yfir 20000. Hann lánar hækurnar til hvers, sem vill í hjeraðinu í kring, öldungis ókeypis, menn geta fengið hvaða bók, sem menn vilja, og þurfa ekki annað en skilja eptir viðurkenningu fyrir bókarlán- inu. Áður máttu inenn halda bókunum svo lengi, sem þeir vildu, en þetta var misbrúkað mjög, svo að nú mega menn ekki kalda þeim lengur en einn mánuð. — Bóklestur Gladstones er alleinkennileg- ur. Venjulega hefur hann fyrir framan sig þrjár bækur opnar í einu, sem liann skiptir stöðugt um, og lýkur við allar bækurnar á samá tima. Þetta gerir hann af þvi, að honum hættir við að sökkva sjer niður í eitt einstakt efni og gleyma öllu öðru, ef hann hefur ekki fleira undir i einu. Þetta kvað stundum hafa orðið honum bagalegt; 1880 t. d. sökkti hann sjer svo mjög niður í austræna mál- ið, að hann átti mjög erfitt með að hugsa nokkuð uð um írland. Nú aptur á möti getur hann varla um annað hugsað en irska málið. — Hann kvart- ar um, að sjer sje farið að förlast minni, sem ekki væri fnrða, þar sem hann verður áttræður 29. næsta mánaðar, en kunnugir menn segja þó, að hann hafi | enn ótrúlegt minni. — Hinn gamli stjórnvitringur | eða hinn „mikli, gamli maður“, sem Gladstone er | kallaður, lifir mjög reglulegu lífi; hann fer á fæt- i ur kl. 7 á morgnana; kl. 8 fer hann í kirkjn eða j gengur kippkorn sjer til hressingar; þegar hann er kominn heim, sest hann í bókasafn sitt og er þar allan fyrri hluta dagsins við bóklestur eða brjefa- skriptir. því að hann stendur i bijefaviðskiptum við ákaflega marga. Seinni hluta dagsins ekur hann eða gengur langan veg heiman að frá sjer. Kl. 8 um kveldið borðar hann og kl. 10 fer hann að hátta. — Á Englandi er það altítt, að miklir menn, sem eru mótstöðumenn i opinberum málum, eru vinir þar fyrir utan. Áð vísu umgengust þeir Gladstone og Beaconsfield ekki mikið hvor annan, en Gladstone talaði jafnan með virðingu og aðdá- un um sinn mikla keppinaut, og sama á sjer stað um Salishury, hinn núverandi mótstöðumann hans. Fyrirspurn. Hefur leiguliði á jörð ekki for- gangsrjett til makaskipta á ábúðarjörð sinni á sama hátt og hann hefur forgangsrjett til að kaupa hana ? — Svar : Það er mjög hæpið eptir tilsk. 18. júni 1723, enda mundi slikt optast verða þýð- ingarlaust, þvi að landsdrottinn gæti ávallt sagt, að hann vildi ekki þá jörð, sem leiguliði hefði á boðstólum fyrir ábúðarjörð sína. Auglýsingar. 1 samfeldu máll meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun út 1 hönd. Gullhringur hefur fundist á götu í bænum; eig- andinn getur vitjað hans hjá finnandanum gegn sanngjörnum fundarlaunum og borgun fyrir þessa auglýsingu. Ritstj. visar á finnandann. 485 Ein eða tvœr vinnukonur geta fengið vist með góðum kjörum á næstkomandi vori á góðu heimili i Árnessýslu. Ritstj. vísar á staðinn. 486 Jörð á Álptanesi, sem gefur af sjer 2 kýrgrös, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Rit- stjóri visar á seljandann. 487 Lcirljós hryssa, 9 vetra, afrökuð i vor, al- járnuð, með mark: tvístýft aptan hægra, standfj. framan vinstra, hvarf á næstliðnum liaustlestum frá Bráðræði við Reykjavik; er finnandi beðinn að koma henni til skila annaðhvort að Miðdal í Mos- fellssveit eða að Kervatnsstöðum í Biskupstungum. 21. nóv. 1889. 488 Fortepiano óskast til láns vetrarlangt. Beued. Kristjánsson. 489 Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar nauðsyniegar upplýsiugar. 499 Stiulentafjelagsfundur íaugardag (16. þ. m.). Upplestur. 500 176 minn á“ ; varó hún þá mjög hrædd og skellti lokinu hið fljótasta í lás. * Graldra-Leifi var mjög handgenginn liuldufólki; eink- um er sagt, að hann hafi verið í miklu viníengi við lmldukonu eina, er bjó í sjávarkletti nokkrum, líklega skammt frá Garðsstöðum; fræddi hún liann um marga hluti, og kenndi honum ýms ráð, er honum urðu opt að miklu liði. Þegar hann vildi finna vinkonu sína, gekk liann fram á klettinn og kvað vísu þessa,- „Út er hún við eyjur blár, eg er sestur að dröngum, blóininn fagur kvenna klár, kalla’ eg löngum, kalla’ eg til hennar löngum“.** Opnaðist þá kletturinn og huldukonan kom fram, og settist á tal við Galdra-Leifa, en að skilnaði lagði hún hendur um liáls honum og minntist við hann og hvarf svo í klettinn. Stunduni gekk Leifi í klettinn með henni, og var þar hjá henni jafnvel lieilar nætur. í kvæði einu, sem til er eptir Galdra-Leifa og „Skriptar minning“ heitir, talar hann mjög kunnuglega um huldufólkið; kvæði þetta er um uppruna mannkyns- ins og huldufólksins, og um eðli þess og lifnaðarhætti, um Móses lögmál, burtförina úr Egyptalandi, um Krist, *) ísl. þjóðsögur, I, 523. — **) Eptir þessari sögn, lítur jafn- vel svo út, sem Galdra-Leifi eigi að vera höfundur vísunnar. Þessa 3ögn heyrði jeg norður í Jökulfjörðum. 173 Fyrri liluta æfi sinnar átti Galdra-Leifi ekkert stöð- ugt heimili; fór hann þá milli vina sinna og kunningja og var honum hvervetna tekið sem höfðingja, enda reynd- ist hann hin mesta bjargvættur manna í því, að kveða niður drauga og sigra ýmsar óvættir. Gjörðist. hann nafnkunnur um land allt fyrir ákvæðaskáldskap og fjöl- kynngi. Espólín segir í Árb. V, 126: „tóku margir menn miög at leggia trúnad á galdra oc forneskiu í þann tíma; var sá madr uppi (1611) á Vestfiörduui er nafnkendr var ærit, Þorleifr, er kallaðr var Galdra- Leifi, E>órðarson“. Þegar fram liðu stundir giptist Galdra-Leifi; kona hans hjet Guðrún, eptir því sem Gísli Konráðsson og Snók- dalín segja, en Steingr. biskup nefnir hana Guðvivu, og sum munnmæli nefna hanaGróu. Settist Leifi þá að vest- ur í ísafjarðarsýslu, og var þar til dauðadags (1647); mun haun aila tíð eða lengstum hafa búið á bæ þeim, er á Garðsstöðum heitir; það er örskammt frá Ögri, svo að túnin liggja saman á bæjunum. Um þær mundir, er Galdra-Leifi þjó á Garðsstöð- um, bjó Ari Magnússon í Ögri, er jafnan var kallaður Ari bóndi, hann var sonur Magnúsar prúða, bróðurJóns lögmanns og þeirra bræðra, en móðir hans var Ragn- heiður, dóttir Eggerts Hannessonar á Bæ á Rauðasandi. Ari bóndi var því af hinum göfugustu og ríkustu ætt-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.