Þjóðólfur - 15.11.1889, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.11.1889, Blaðsíða 2
210 lasa því fyrir kaffi- og sykurtollinn, enda á þingið þakkir skilið fyrir hann, því að á einhvern hátt varð að auka tekjur iandssjóðs, og virtist þá best til fallið, að tolla nokkuð hátt þær vörutegundir, sem ekki eru nauðsynlegri en kaffi og sykur, og jafnalmennt keyptar sem þær, og einkum þegar svo vel vill til, að all- ir, sem vilja, geta minnkað kaupin á þessum vörum, sem tollinum nemur. Að segja, að kaffið sje nauðsynjavara, er barna- skapur, og ýmislegt, sem kaffinu hefur verið talið til gildis, svo sem að það væri því að þakka, að holdsveiki færi rjenandi, er fráleitt. En yfirsjón hefur það verið, að tolllögin voru eigi látin ná gildi mun fyr en þau gjörðu*, því að kaupmenn hafa byrgt sig fyrir 1. okt. upp með hinar tollskyldu vörur til langs tima. Jeg hef t. d. heyrt, að kaupmað- ur, sem ekki er hægt að segja, að hafi stóra verslun, hafi fengið með siðustu ferð Thyru 12,000 pd. af kandís. Það eru því allar líkur til, að næsta ár fái landssjóður lítinn toll af þessum nýtoll- uðu vörum, en landsmenn þurfi að gjalda margar þúsundir króna í toll, sem renna beint í vasa kaupmanna, og er slíkt ill spilun. En eins og þegar er getið eru menn hjer ekki óánægðir með nýju toll- ana. Aptur á móti er það undarlegt, hve margir hallmæla hundaskattinum, en slíkt hlýtur að koma til af því, að menn hafa eigi veitt því eptirtekt, hver tilgangur- inn er með skattinum og hvert hann rennur. Þá eru allir, sem jeg hef heyrt minn- ast á launalögin, sáróánægðir með þau. Það er annars merkilegt, þegar litið er til þess, hve mikið hefur verið jamlað um hin gengdarlausu laun til embættis- manna og áhinn bóginn um fátækt lands- sjóðs, að loksins þegar þingið tekur launa- lögin fyrir, þá skuli það verða til þess að íþyngja landssjóði enn meir en áður, því að þótt þær gyllingar fylgi með, að *) Það var ekki von, að þingið ákvæði gildi þeirra fyr, því að bæði gengu þau fljótara gegn um þingið, en þingmenn gátu vonast eptir í fyrstu, og svo þurfti að sækja staðfestinguna á þeim, eins og öðrum lögum, til Danmerkur, og var ekki gott að vita, hvað lengi mundi standa á henni. Yera kann, að landssjóður verði við þetta af mörgum tugum þúsunda kr. Ef íslendingar hefðu innlenda stjórn, hefði það ekki orðið, því að þá hefði mátt undir eins staðfesta lögin. Þetta er eitt dæmi af mörgum, sem sýnir, að mikið er gefandi fyrir, að fá innlenda stjórn og menn mega ekki leggja árar í bát, þótt ekki falli trje við fyrsta högg. Bitstj. seint og síðar meir verði þessi nýju launa- lög til hagnaðar fyrir landssjóð, þá er engin trygging fyrir, að svo verði, því að þegar sá tími kemur, má búast við, að enn verði ný launalög komin eða ný embættaskipun. Þá er nú stóra hneykslið, stjórnar- skrármálið. Aldrei hafa afdrif þess ver- ið jafnómyndarleg, sem nú. Alit og á- lyktunin frá meiri hluta nefndarinnar í neðri deild fær góðan róm og undantekn- ingarlaust hafa allir, sem jeg hef heyrt um það mál tala hjer um slóðir, verið sáró- ánægðir með, að það skyldi eigi ná fram að ganga, að þingdeildirnar sendu áskor- un til stjórnarinnar um, að leggja stjórn- arskrárfrumvarp fyrir næsta þing. Stjórn- in hefði eigi getað gengið fram hjá slíkri áskorun. Þeir, sem komu í veg fyrir þetta, fóru mjög ókaupmannlega að ráði sínu, því tæpast fáum vjer stjórnarbót nema samkomulagsleið sje farin. Reykjavík, 15. nóv. 1889. Prestkosningin í Reykjavík. Yel hafa Reykvíkingar rekið af sjer slyðruorðið um áhugaleysi þeirra á að sækja fundi og nota kosningarrjett sinn með því, hve vel þeir hafa sótt prestkosningarfundina. A þriðjudaginn var fór prestkosningin fram í annað sinn. Eptir mótmælum frá málfærslumanni Guðlaugi Gruðmundssyni og úrskurði kjörstjórnarinnar voru allir lausamenn útilokaðir frá kosningu, með því að þeir væru hjer eigi búsettir. 402- greiddu atkvæði; fjekk sjera Jóhann Þor- kelsson a Lagafelli 819 atkvæði og er þannig löglega kosinn dómkirkjuprestur. Sjera ísleifur Gíslason í Arnarbæli fjekk 76 atkv. og próf. Þorvaldur Jónsson á ísafirði 7 atkv. Veitingin á brauðinu getur í fyrsta Jagi komið hingað með miðsvetrarpóstskipinu; brauðið verður veitt frá næstu fardögum, því sjera Þór- hallur Bjarnarson hefur verið settur til að þjóna því til þess tíma. Fjáríiutningsskip komeittenn hingað 12. þ. m. til Coghills. Það heitir Pene- lope og fer svo fljótt sem unnt er með fjárfarm til Skotlands. Fyrirlestur um menntunarástandið á íslandi hjelt Gestur Pálsson 9. þ. m. í Good-Templarhúsinu og var þar hvert sæti skipað að heita mátti. — Hann sagði, að það mundi vera skoðun margra, að alþýða á Islandi tæki fram alþýðu í öðrum löndum að menntun, eða að minnsta kosti stæði henni jafnfætis, en þetta mundi vera allt á annan veg. Beyndar kynnu flestir að lesa og skrifa og af því mundi misskilningur þessi sprottinn, en það væri engin menntun í sjálfu sjer, heldur að eins eitt af skilyrðunum til þess, að geta aflað sjer menntunar, það greiddi götuna að bókmenntunum; en þegar litið væri á bókmenntir vorar, þá væru þær svo fátækar og að mörgu leyti svo óheilnæmar, að eigi væri við að bú- ast, að menntunarástandið væri í góðu lagi. Hann tindi margt til> sem átti að rökstyðja, að menntunarástandið á landi voru væri næsta bágborið. Menn hefðu haldið, að gull væri í fjöllunum, kalk hefði verið sótt í Esjuna, sem síðar hefði verið hætt við, og nu stæðu menn í þeirri trú, að hjer væru kol, þrátt fyrir rann- sóknir Þorvaldar Thoroddsens. Menn hefðu um allt land verið að bögglast við að finna upp ýmislegar vjelar, sem nátt- úrlega engar hefðu getað gengið, bænd- ur hjeldu, að þeir gætu hæglega stýrt verslun, til þess þyrfti enga menntun; búfræðingarnir gjörðu aldrei neitt, sem yrði að notum, allt fyrir menntunarleysi alþýðu og skólastjóranna. Úr þessu hefði átt að bæta með því, að stofna alþýðu- skóla og launa alþýðukennara, en það yrði eigi til neins, það gæti eigi bætt menntunarástandið. Besta ráðið og hið eina væri, að fjárstyrkur væri veittur þeim, sem vildu og gætu auðgað bók- menntir vorar. Þeir gætu það eigi af eigin rammleik, því alþýða væri svo ó- menntuð, að hún keypti eigi slíkar bæk- ur. Sjer dytti eigi í hug, að kenna um fátækt hennar, heldur beinlínis menntun- arleysi. Allur hugur mannahjer á landi hnigi að því einu, að hafa nóg að jeta; hafi alþýðan það, þá sje hún ánægð og að því leyti væri hún eigi komin lengra, en dýrin. þar væri enginn munur á. Þar að auki fjekk prestaskólinn, menntamenn- irnir o. fl. ýmsar hnútur og háðulegar samlíkingar með álika miklum rökum, eins og sumt af því, sem talið hefur ver- ið upp hjer að framan. Mannslát. Hinn 4. okt. siðastliðinn andaðist að Skarði í Landmannahreppi merkisbóndinn Jón Árnason eptir stutta legu i lungnabólgu rúmlega 70 ára. Frá merkum manni þaðan að austan er oss skrifað um liann á þessa leið : „Hann var hinn mesti atorku og duguaðarmað- ur, eins og sjá má af [iví, að liann árið 1877 flutti bæ sinn sökum sand-eyðileggingar og kirkju ári siðar, sem hanu ljet byggja að mestu úr nýjum við- um; 4 hinni nýju jörð sinni ræktaði hann stðrt og mikið tún, sem'kann ljet allt umgirða.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.