Þjóðólfur - 29.11.1889, Síða 2
222
assessorsembætti, og kom sú veiting hing-
að til lands með póstskipinu, sem kom
hingað 26. ág.; daginn eptir komu Stjórn-
artíðindin út, og í þeim var landritaraem-
bættinu „slegið upp“ og áttu bónarbrjefin
að vera komin til ráðgjafans 15. okt. 1889.
Um landritaraemhættið geta einungis sótt
þeir, sem hafa leyst lögfræðispróf afhendi
og það verða þá einkum sýslumennirnir. Til
þess nú að fullnægja þeirri aðalreglu, sem
á að eiga sjer stað við embættaveitingar,
að gefa öllum kost á að sækja, sem til
þess liafa hæfilegleika, þurfti fresturinn
að vera svo langur, að þeir ættu þess kost,
og því einir 3—4 mánuðir, enda virðist
engin nauðsyn vera til þess að liraða veit-
ingunni (Jón Jensson var yfir ár settur,
áður en hann fjekk veitingu fyrir land-
ritaraembættinu), því eins og nú stóð á,
urðu þeir, sem vildu sækja, að senda bón-
arbrjef sín með Lauru, sem fór 7. sept.,
því Tliyra, sem átti að fara frá Reykja-
vík 2. okt., átti ekki að koma til Khafn-
ar fyr en 25. Með öðrum orðum, sýslu-
menn út um landið, sem ef til vill hefðu
viljað sækja, höfðu tímann frá 27. ág. til
7. sept. til þess að fá Stjórnartíðindin,
hugsa sig um, hvort þeir vildu sækja, og
senda bónarbrjefið til Reykjavíkur, því
setjum svo, að einhver sýslumaður hefði
fengið Stjórnartíðindin t. d. 15. sept. og
hefði þá beina ferð til Khafnar, þá dugar
honum það ekki neitt, því bónarbrjefum,
sem koma beina leið til stjórnarinnar, án
þess að hafa gengið gegn um landshöfð-
ingjann og fengið hans meðmæli eða mót-
mæli, er enginn gaumur gefinn. En hvaða
menn geta þá sótt um þetta embætti á 10
dögum. Einungis þeir, sem búaíReykja-
vík og allra næst henni. Þannig full-
nægði veitingarvaldið í þetta sinn aðal-
reglunni fyrir veitingunni, en svofelda aug-
lýsing á lausu embætti er ekki mikið varið
í ; það er eins og þeir hafi óttast eitthvað.
En livað ? Sum embætti hafa staðiö óveitt
svo árum skipti, þegar það þurfti að veita
öðrum embættismanni aukagetu og assess-
orsembættið var auglýst í Stjórnartíð. 1.
maí og bónarbrjefin áttu að vera komin
6. júlí til ráðgjafans, og þetta var um há-
sumar, þegar ferðir eru sem tíðastar og
miklu lengri frestur, en nú undir vetur-
inn, þegar ferðum fer að fækka. Með
því að auglýsa embættin á þennan hátt,
þannig, að hjer um bil engum gefst kost-
ur á að sækja, er brotin aðalreglan, og þá
er alveg eins gott að stinga þvi þegjandi
að þeim, sem þó annars er fyrir fram á-
kvarðaður til embættisins. Xx.
Undirtektir manna í stjórnarskrár-
niálinu. Þjóðólfur hefur nú fengið fregn-
ir frá málsmetandi mönnum úr nálega
öllum sýslum þessa lands, og eptir þeim
að dæma, er almenningur fylgjandi nefnd-
inni í neðri deild og meira hluta þing-
manna i sumar, en þykir aptur á móti
óheppileg framkoma þeirra Sigurðar Stef-
ánssonar á þingi og Þjóðviljans utan
þings.
Sjera Oddur V. (xíslason er óþreyt-
andi að ferðast meðal sjómanna og brýna
fyrir þeim bjargráð á sjó og gefa leið-
beiningar um hvað eina, sem stutt get-
ur og eflt fiskveiðar. Nýlega hefur hann
ferðast um allar verstöðir í Arnes- og
Rangárvallasýslu, haldið fyrirlestra og
stofnað 5 bjargráðanefnir i Rangárvalla-
sýslu og 6 bjargráðanefndir í Árnessýslu.
Hörinulegt slys. „Miðvikudaginn 13.
þ. m. vildi það sorglega óhappaslys til,
að yngismaður Jón Sigurðsson (eldri) frá
Efstabæ í Skorradal, er ásamt fleirum
var við rjúpnaveiðar á fjalli fjarri bæn-
um, fjell fyrir skoti úr byssu þeirri, er
hann var með, og var að skömmum tíma
liðnum örendur. Þegar slysið vildi til
var enginn með Jóni sál., en bræður
hans tveir voru þar eigi alllangt frá, og
sá hinn eldri, sem heitir Ásgeir, að Jón
sál. gekk greifct ofan halla, en að hann
fjell eða hvarf, og heyrði þá samstundis
skot úr bissu hans. Þegar Ásgeir sá, að
Jón sál. stóð eigi upp, hljóp hann þeg-
ar til og sá þá hvers kyns var. Hlúði
hann að Jóni sál., sem þá lé í öngviti,
en hljóp síðan til bæjar. Móðurbróðir
þeirra bræðra, er þar var líka staddur,
sá hlaup Ásgeirs og flýtti sjer þangað,
sem slysið var. Var hann síðan yfir
Jóni sál., er skildi við eptir litla stund.
Skotið hafði komið í bakið skammt fyr-
ir ofan mjöðmina, en þó eigi gengið út
að framan. Þykja mestar líkur til, að
Jóni sál. hafi skrikað fótur og hann fallið
aptur á bissuhlaupið, en bissan að lík-
indum rekist í stein og skotið þá riðið
af. Skotið hafði alls ekkert dreift sjer,
og má af þvi ráða, að bissuopið hefur
legið fast að líkamanum, þar sem skotið
hljóp á.
Jón sál. stóð í fremstu röð yngri efnis-
manna hjer um slóðir, og er því mikill
mannskaði að honum. Hann var maður
vel að sjer gjör, ráðvandur, ötull og reglu-
samur; hann var og maður hjálpsamur,
enda hafði hann efnast vel með dugn-
aði og forsjá. Hann var um þrítugt, er
hann andaðist, og hafði eigi kvongast.
Hans verður saknað af mörgum bæði
fjær og nær“. (Úr brjefi úr Skoradal
16. þ. m.).
Dáinn er nýlega Guðmundur Ólafsson
jarðyrkjumaður á Fitjum i Skoradal, fyrr-
um alþingismaður (1875—79), maður gáf-
aður og vel að sjer.
Maður rjeð sjer bana 1. þ. m. á ísa-
firði, Kristján Pálsson, beykir; hann
hafði skotið sig, „auðsjáanlega sett bissu-
hlaupið upp í munninn og hleypt svo
af“; „hann var hinn fjölhæfasti og ötul-
asti maður til allra verka“. (Þjóðviljinn).
Skipstrand. Skip frá Grams verslun,
sem hafði farið úr Stykkishólmi til Piat-
eyjar til að taka þar vörur, varð í ofsa-
veðrinu 7. þ. m. að höggva niður mastr-
ið, þar sem það lá við Fiatey. Þar var það
eigi búið að taka neitt af vörum, en í
því voru þó um 200 tunnur af kjöti o.
fl. Skipið og vörurnar átti að selja við
uppboð í gær.
Eyjaíirði 5. nóv... „Tíðin má alltaf
heita ágæt, lengstum verið auð jörð og
nú að eins grátt í rót í Eyjafirði. —
Afli fremur lítill. — Fje var í haust ó-
vanalega vænt, enda seldist það á mörk-
uðunum með afarháu verði. — Heilbrigði
almenn góð“.
Skagafjarðarsýsln 9. nóv... „Frjett-
ir hjeðan litlar, nema þær, sem nú ber-
ast að hvaðanæfa úr öllum hornum þessa
lands, að tiðin er ágæt og heyföng manna
með langmesta móti, svo að varla er
hugsanlegt, að heyskortur verði hjer, þótt
vetur verði allharður. Fjársalan hjer í
haust var sótt af miklu kappi og mark-
aðirnir líktust reglulegum uppboðsþing-
um, enda voru fjárkaupmennirnir fleiri
hjer en nokkru sinni áður (J. Coghill,
C. Knudsen, S. Sæmundseu fyrir L.
Zöllner í Newcastle og G. Thordahl og
allir kaupmennirnir á Sauðárkróki). Fje
mun hafa orðið hvað dýrast hjer í Skaga-
firði, eptir því sem til hefur spurst, vet-
gamalt á 14—16 kr., sauðir tvævetrir og
eldri 18—20 kr., enda hefur fje hækk-
að mjög hjer í verði manna á milli;
þannig hafa t. d. lömb gengið hjer kaup-
um og sölum á 6 kr. og þar yfir. Sum-
ir hafa haldið, að íslendingar misbrúki
fjársöluna og selji sjer og búum s’ínum
í óhag. Jeg hef allt til þessa eigi ver-
ið neitt hræddur um það, því að, hvað