Þjóðólfur - 13.12.1889, Side 3

Þjóðólfur - 13.12.1889, Side 3
231 Úr Flóamim 4. des. .. „Frjettir engar, neina: Lungnabólga að stinga sjer niður. Tið góð en úr- komusamt og vatnsfylli mikil. Bráðapest hefur gert talsvert vart við sig, einn bóndi (Halldór í Hróarsholti) kefur mist 31 kind (14 fullorðnar og 17 lömb); engin ráð hafa dugáð við henni“. Eyrarbakka 4. des.. . „Síðast í nóv. var róið í 3 daga á Stokkseyri og fiskaðist 4—14 í hlut, mest ýsa; síðan ekki gefið á sjó. — Nýlátinn er Hreinn bóndi Þorkelsson í Hjálmholtskoti“. Óhamingjusamur miljónaeigandi er amerik- anski auðmaðurinn Jay Gould, sem kvað eiga um 100 miljónir dollara. Þegar hann eigi alls fyrir löngu kom til baðstaðarins Saratoga, tóku menn eptir því, að hvert sem hann fór, voru jafnan með honum nokkrir menn, tveir eða þrír, en að hann var aldrei einn, og i huináttinni á eptir honum var einnig leynilögreglumaður. Þetta kemur til af þvi, að hann er síhræddur um, að menn ráðist á sig og steli frá sjer; hann kvelst sí og æ ai ótta og áhyg'gjum og litur aldrei glaðan dag, enda er kann Útlits eins og maður, sem er yfirbugaður af harmi og ókamingju. Gulluámurnar á eyjunui Douglas við Alaska. Nálægt Alaska, sem margir munu kannast við af riti Jóns Olafssonar um þann landskluta, er lítil eyja, sem heitir Douglas. Á eyju þessari fundu nokkrir Indianar 1880 gulllag i jörðu, og þegar það var rannsakað nákvæmar, kom það í ljós, að þar var gull svo rnikið, að „ýkjulaust má segja, að það sje auðugustu og auðunnustu gullnámur, sem enn hafa fundist11, skrifar blað eitt. Fjelag eitt var þegar stofnað í Ameríku, sem ljet i laumi fara að vinna gullið; 4 síðustu árin hefur Jiað varið nál. einni milj. dollara í verkvjelar í gullnámu þessari; hve mikinn ágóða það hefur haft, er haldið leyndu, en samt sem áður vita menn, að gróðinn er stór- kostlegur. Annað fjelag er nú einnig stofnað, sem á klut í námunum, og eptir skýrslu þess, er fólgin ómetanleg auðsuppspretta í námum þessum. Óvæntur arfur. í Northampton áEnglaudibjó fátækur maður, sem hjet Jakob Pearce. Hann var svo fátækur, að kona hans varð örvingluð og fyrir- fór sjer, Jakob flutti þá til næsta þorps, til að gleyina sorg sinni og ef til vill einnig af því, að hann bjóst við, að fá þar fremur atvinuu. Nú fyrir skömmu las hann einn morgun í blöðunum, að prest- ur einn, sem er nýdáinn i Sidney i Ástraliu, hafi eptirlátið mjög fátækum ættingja sínum Jakobi Pearce, hvorki meira nje minna, en 1,400,000 pd. sterliug eða 25,200,000 kr. „Það er föðurbróðir minn“, sagði Jakob, „og það er engiun annar en jeg, sem á peningana“. Það var líka orð og að sönnu, og Jakobi höfðu þegar verið scndir pening- ar til fararinnar frá Englandi til Ástraliu til að taka á móti arfinum. Auglýsingar. ]VLjer hefur verið dregið lamb með mínu marki granugerðu: sýlt vinstra; lambið ájegekki, en bið eigandann að snúa sjer til mín sem fyrst. Fljótshólum, 3./12. ’89. Halldór Steindórsson. 551 XTngur, einhleypur og æfður verslunarmaður (Good-Templar), óskar að fá atvinnu við versluu frá 14. mai i vor. Góðar meðmælingar og launaskil- málar aðgengilegir. Ritstjóri gefur nákvæmari upp- lýsingar. 552 r nmm F A sem er góð í reikningi og UlUJjiiilj gkrifar laglega hönd, óskar að fá atvinnu við búðarstörf í ítgykjvik. — Ritstjóri ávísar. 558 rYERDEIS-W Sy-Maskine Kr. 4.95 Denne Maskines Præstationsevne er vidunderlig, den syer alt fortrin- ligt. det tykkeste Stof, saavel som den fineste Chiífon, arbejder godt, er henrivende udstyret, guldbronceret, en Prydelse i enhver Salon. Utilgiveligt hvor den mangler i Huset. Hvem havde nogensinde troet, at en Symaskine kunde tilvejebringes for Kr. 4,95. Omsætningen af denne Maskine er kolossal. Enhver maa derfor bestil- le den strax. da den suart vil være udsolgt Et Kort er tilstrækkeligt til Bestilling. Forsendes til alle Verdens Egne, da Speserne ere meget ringe imod kontant eller Efterkrav. Forsendelsesstedet: L. Miiller, Wien, 554 Wáhring, Sehulg. 10. 192 í pokanum, en sjáifur hafði Galdra-Leiíi staðið fyrir ut- an stofugluggann, og sjeð allt seui fram fór, og gefið Aðalbrandi bendingu um að fara úr pokanum, með því að kveða vísuna, þegar honum þótti tími til kominn.* Munnmæli eru til um það, að Galdra-Leiíi hafl um tíma átt heima norður á Hornströndum. sumirsegja á Horni. Þar norður írá bjuggu tröllkonur tvær, önn- ur í Hornbjargi, en hin í Hælavíkurbjargi; eigi gjörðu þær byggðarmönnum neitt mein, en þó var eigi laust við, að Hornstrendingum stæði stuggur af þeim. Ein- hverju sinni er Galdra-Leifl bjó norður þar. gjörði ákaf- lega harðan vetur; varð þá hallæri og bjargarskortur svo mikill á Hornströndum, að nokkrir dóu af hungri, og eigi var annað sýnna, en þar hlyti að verða almenn- *) Saga þessi er 1 raun og veru gamalt æviutýri, seui geng- ur í ýmsum myndum um land allt, en Yestfirðingar liafa sett hana í samband við Galdra-Leifa, og látið Aðalbrand böa í Kálfavík. Víðast annars staðar gengur sagan svo, að einu sinni hafi verið bóndi, sem Aðalbrandur hafi heitið, en þess látið ógetið, hvar hanu átti heima. Maðurinn, sem á vingott við konu Aðalbrands, er prestur, og þá stendur í vísunni: „slái prestinn högg“, en eigi „djáknann11. Yinnumaðurinn, sem ber Aðalbrand heim i pokanum, er sá, soin leggur ráðin,á. Á Þýskalandi gengur þessi sama saga, eða hjer um bil sama sagan, og heitir: „Der alte Hildebrand11 (sjá „Ivinder und Hausmárchen" gesammelt durch die Bruder Grimm. Göttingen. 185.0 II., 60). 189 að ull og tólg og aðra muni, er hann ætti þar. Þeir lögðu báðir af stað um sama leyti, Aðalbrandur og vinnumaður hans, og segir eigi neitt af ferðum þeirra fyrst um sinn. Um kvöldið í rökkrinu kemur vinnumaður heim aptur með poka mikinn á baki og fer með hann inn í stofu og leggur liann þar af sjer i einu horninu. Hús- freyja sagði vinnumanninum að fara með pokann út í skemmu, því hún kynni ekki við að liafa þess konar inn í stofu. Yinnumaður skoraðist undan þessu; hann sagðist vera svo þreyttur og ekki nenna því þá um kvöldið, en sagðist skyldu fara með hann undir eins morguninn eptir; ljet þá húsfreyja þetta svo vera. Þenna sama dag frjetti djákninn um burtför Aðab brands; var hann þá eigi lengi að búa sig tii ferðar, og kom að Kálfavík í rökkrinu, litlu eptir að vinnu- maður kom heim með pokann. Hústreyja bauð djáknan- um til stofu, og tók forkunnarvel á móti honum, eins og nærri má geta. Það er synd að segja, að hún veldi honum af verri endanum, þegar hún fór aðberaáborð; hún bar fyrir hann heitt og feitt hangikjöt, niðurskorna magála og alls konar sælgæti, sem jeg kann eigi að nefna ; svo tók hún fram gamalt og góinsætt vín, til þess að mýkja með kverkarnar á djáknanum. Þarna sátu þau saman fram á nótt, og átu og drukku og

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.