Þjóðólfur - 10.01.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.01.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föatudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJOÐOLFUR Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. LXII. ReykjaTÍk, föstudaginn 10. janúar 1890. 2. Bókarerslun Kr. Ó. Þorgríinssonar selur Helgapostillu innliefta með mynd fyrir að eins 3 kr. (áður 6 kr.). Hvaö á þá að gera? I 53.—54. tbl. f. á. sýndum vjer fram á, hversu fráleitt það er, að afnema sveit- arframfærið, til þess að firrast þau vand- ræði, sem stafa af sveitarþyngslunum hjer á landi, og spurðum að endingu: Hvað á þá að gjöra? Lofuðum vjer að hug- leiða það síðar. Það er hægra að setja fram þessa spurningu, en svara henni, svo að gagni megi koma, sem best sjest á því, að jafnvel þeir menn, sem um langan tíma hafa fengist við fátækramál- efni, sjá ekkert annað ráð vænna en af- nema sveitarframfærið. Því fer fjarri, að vjer ætlum oss að færast svo mikið í fang, að svara spurn- ingu þessari til hlítar, heldur að eins að gjöra nokkrar athugasemdir um þetta mál og koma með nokkrar bendingar um sum atriði þess, til þess þó að sýna, að eitthvað megi gjöra annað en afnema sveitar'framfærið. Það hafa bæði fyr og síðar komið fram ýmsar bendingar, til að kippa fátækra- málefnum í lag, en hvergi höfum vjer sjeð jafnljós og hagkvæm ráð til þess, sem í ritgjörð Páls Briems í Andvara þ. á„ sem vjer höfum áður minnst á. Menn verða að hafa hugfasta þá þrjá flokka, sem hann skiptir öllum þurfalingum í. Að því er fyrsta flokkinn snertir (börn, sjúklinga o. s. frv.), er ekki annað um hann að segja, en að veita verður þeim þurfalingum, sem í honum eru, þann styrk, sem þeir með þurfa, án þess að slikur styrkur verði takmarkaður. Aptur a moti er allt öðru máli að gegna um hina tvo flokkana. Um annan flokkinn (o: þá, sem fara á sveitina, án þess að ófyrirsjáanleg atvik sjeu orsök til þess) segir Páll Briem: „Þessir menn hafa sýnt það, að þeir kunna eigi að fara með efni sín og persónulegan vinnukrapt“ og sökum þess ,2eiga þeir eigi lengur að hafa full ráð yfir þessu ... Sveitarstjórn- irnar eiga að hafa rjett til að setja þeim fjárráðamenn, sem hjálpa þeim og styðja þá til að hagtæra efnum sinum og verja vinnukrapti sínum vel. Þessa menn á að setja á bekk með hinum ómyndugu“. (Andvari 1889, bls. 18—19). — Þetta er einmitt það, sem er eitt af aðálatriðun- um til umbóta á fátækramálefnum. Og nú vill svo vel til, að hreppsnefndir hafa einmitt nýlega að nokkru leyti fengið þetta vald yfir þurfalingum með lögun- um um sveitarstyrk og fúlgu frá 4. nóv. 1887, sem þingið fjekk loks framgengt eptir langa mæðu og mikla baráttu. Lög þessi eru ákaflega mikil rjettarbót. Ept- ir þeim er þeim, sem þegið hafa sveit- arstyrk, skylt að endurborga hann sem aðra skuld; en eptir því sem eldri lög voru skilin, var það eigi skylda, og sveit- irnar gátu að eins fengið styrkinn end- urborgaðan af eptirlátnum fjármunum styrkþiggjandans, þegar hann var dauð- ur, ef hann átti þá nokkuð til. Eptir þess’um lögum má einnig svipta þann mann fjárforráðum, sem þiggur eða þegið hefur sveitarstyrk, sem enn er eigi end- urgoldinn, ef hann fer raðlauslega með efni sín. Sömuleiðis hefur sveitarstjórn- in ráð yfir vinnu þurfa.linga, meðan þeir þiggja af sveit, og er þeim skylt að fara í hverja þá viðunanlega vist og vinna hverja venjulega vinnu, sem sveitar- stjórnin ákveður og þeim er eigi um megn. Með lögum þessum er hrepps- nefndum gefið mikið vald. Hjeðan af þarf ekki að líða vinnufærum sveitarlim- um að liggja í leti og ómennsku, held- ur getur hreppsnefndin „þrýst þeim til almennilegrar vinnu“, og sjeð um, að þeir sólundi ekki kaupi sínu, eða öðrum mun- um, sem þeir kunna að eignast, heldur sje það látið ganga upp í það, sem þeir þurfa sjer og sínum til framfæris, og get- ur talsvert munað um slíkt. En margir þurfalingar eru mjög hvim- leiðir og erfiðir viðfangs, svo sem allir þeir, er Páll Priem telur í þriðja og síð- asta flokki; það eru „þrjóskufullir let- ingjar, drykkjurútar, landshornamenn og þess konar fólk“. Þessa menn vill Páll Briem setja í vinnuþvingunarhús, sem stofna ætti' í íteykjavík, „þar sem þessir menn væru látnir höggva grjót til húsa- bygginga eða rækta mýrarnar og holtin í kring um íteykjavik o. s. frv., undir aga og betrandi áhrifum, og þar sem þeim væri gefinn kostur á að verða aptur sjálfstæðir menn með vinnusemi og spar- semi“ (Andvari 1889, bls, 19). — Þetta væri ákaflega þýðingarmikið. Þvingun- arvinnuhúsið ætti að stofna og kosta af landsins fje, og þessir dólgar, sem þang- að væru látnir, ættu eigi að hafa annað kaup en fæði, klæði og húsnæði. Nóg mætti fá handa þeim að vinna og gæti vinna þeirra orðið hátt upp í kostnaðinn við að halda þá eða jafnvel meira. En til þess að koma þessu á, þyrfti ný lög um það. Það er því þingið, sem yrði að gangast fyrir þessu, eins og flestu öðru, sem horfir til einhverra umbóta. Ef þessu væri beitt, eins og vera bæri, og ef lögunum um sveitarstyrk og fúlgu er framfylgt með fullkomnum strangleik, eins og á að vera, mundi það hafa þær góðu afleiðingar, að margir, sem af kæru- leysi og hirðuleysi verða sveitarþurfar, færu betur að hugsa um að bjargast og kæmust af, án þess að leita um hjálp til sveitanna. Þegar menn sæju, að vinnufærir, en ráðdeildarlausir þurfalingar hefðu ekki einu sinni ráð yfir sinni eigin vinnu eða neinu, sem þeir eignuðust, mundu þeir ekki kvarta fyr en í fulla hnefana. Og þegar þessir þrjótar, sem hreppsnefnd- irnar tjónka ekkert við, vissu, að þeir yrðu settir á „letigarðinn“ eða þvingun- arvinnuhúsið í íteykjavík, mundu þeir fara að hugsa betur um sig. Á þennan hátt mundi að nokkru leyti nást sá til- gangur, sem sjálfsagt á að nást með af- námi sveitarframfæris, að menn færu meira að hugsa um að verða, sjálfbjarga og yrðu það. Á þennan hátt næðist eins vel sá tilgangur, og það sem mest er um vert, tilgangurinn næðist án þess, að sak- lausir liðu við það, eins og yrði um börn, sjúklinga og þá, sem sveitþurfar verða af ófyrirsjáanlegum atvikum, ef sveitar- framfærið væri afnumið. (PiiJurl.J. Júlíus Havsteen og búnaðarskólinn á Hólum. Frá herra prestaskólakennara Þórhalli Bjarnarsyni, sem er mikill vinur amtm.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.