Þjóðólfur - 10.01.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.01.1890, Blaðsíða 2
6 Júlíusar Havsteens, höfum vjer meðtek- ið eptirfylgjandi grein. þar sem herra Þ. B. vill breiða yíir það, að amtmaðurinn haíi verið andvígismaður búnaðarskólans á Hólum í upphaíi. En því fer fjarri, að slíkt verði þvegið af amtmanninum. Eins og áður hefur verið tekið fram í Þjóðólfi, var það upphaflega tilætlun Skagfirðinga, er þeir voru að koma skól- anum á fót, að fá bæði Húnavatns- og Eyjafjarðarsýslu í samband við sig um Hólaskóla. Sýslunefndirnar í þessum 8 sýslum, sendu menn til að semja um þetta á fund, sem haldinn var á Hólum 26. apr. 1883. Sýslunefndin í Eyjafjarð- arsýslu sendi sýslumanninn sjálfan og Jón Einarsson á Laugalandi. Á fundi þessum var samið um sameininguna. Eyja- fjarðarsýsla lagði þegar 500 kr. til skól- ans og sýslumaðurinn þar fór fram á það við amtsráðið fyrir hönd sýslunefudar- innar, að fá tiltölulegán hluta þeirrar sýslu af búnaðarskólasjóðnum handa skól- anum. Sams konar beiðni kom einnig frá sýslumanninum í Húnavatnssýslu, að því er þá sýslu snerti. Nú var þá ekki annað eptir, en að amtsráðið samþykkti þetta. En i stað þess neitaði amtsráðið að samþykkja sameininguna og eyðilagði þetta allt saman með ýmsum undanfærsl- um og vífilengjum á fundi 31. maí og 1. júní 1883 (sjá Stj.tíð. 1883, B, bls. 93 —94). Síðan sendi amtmaðurinn málið til landshöfðingja og í brjefi 26. sept. s. á. segir landshöfðingí, að amtmaður hafi borið undir úrskurð sinn, „hvort fá skuli sýslunefndunum í Húnavatnssýslu og Eyjafjarðarsýslu, samkvæmt beiðni þeirra, til umráða tiltölulegan hluta þessara sýslna úr búnaðarskólasjóðnum og leyfa að búnaðarskólagjaldið renni framvegis beint til þeirra, með tilliti til þess, að ráðgjört er, að sýslur þessar gangi í sam- band við Skagafjarðarsýslu um sameig- inlegan búnaðarskóla á Hólum“, og kveðst landshöfðingi vera amtmanni „samdóma um, að eigi sje tiltækilegt að verða við ofannefndri beiðni sýslunefndanna“ (Stj.- tíð. 1883, B, bls. 111). Þetta ráðlag hef- ur staðið skólanum fyrir þrifum allt þang- að til siðastl. ár, að Eyjafjarðarsýsla kom í skólasambandið, og það er ekki amt- manninum að þakka, þótt þetta ráðlag eyðilegði ekki skólann. Hvað getur sýnt ljóslegar en þetta mótspyrnu amtmannsins móti Hólaskóla í upphafi? Það gegnir furðu, að nokk- ur maður skuli í nafni sannleikans reyna að bera á móti þessu með því að tilfæra orð annars manns um, að amtmaðurinn hafi seinna orðið með Hólaskóla, sem eng- inn hefur neitað. Herra ritstjóri! í hinum nýendaða árg. Þjóð- ðlfs hef jeg á nokkrum stððum, og nú loks í síð- asta tölublaði árgangsins, rekið augun í það, að amtmaður Júlíus Havsteen hafi átt að vera and- vígismaður búnaðarskólans á Hólum i upphaíi1 og liafi með mótspyrnu sinni reynt að hnekkja eða eyðileggja þessa menntastofnnn bænda o. fi. fram eptir þeim götunum. Mig hefur furðað á því, að lesa þetta, þvi að jeg hafði heyrt gagnstæðan dóm2 um framkomu amtmannsins í Hólaskólamálinu, og það hjá manni, sem var fullkomlega bær um að dæma, Þessi maður var föðurbróðir yðar, Erlend- ur heitinn Pálmason í Tungunesi3, sem var á með- an hann lifði, langhelsti styrktarmaður búnaðar- skólans á Hólum og eflaust þá um leið kunnugast- ur öllum högum hans, eins og rjettilega er tekið fram i æfiminningn hans í Þjóðólfi f. á. Mjer veittist sú ánægja, að kynnast þessum merka manni, sem var svo sann-uppbyggilegur í orði og verki, hin efstu ár hans — jeg kom til hans og gisti hjá hon- um sumurin 1884, 1885 og 1886 —• og um ekkert var honum þá tíðræddara en búnaðarskólann á Hól- um, og minntist hann þá stöðugt amtmanns J. Hav- steens mjög hlýlega og þakklátlega4 fyrir góð af- skipti hans af þvi máli. Þó að minni mitt sje alveg óhikandi í þessu efni mundi jeg hafa leitt hjá mjer að bera vitni um þetta, ef jeg hefði ekki fyrir mjer skrifuð orð Er- lendar heitins þessu viðvíkjandi í brjefi til mín dag- *) Yjer höfum þegar sýnt fram á þetta með ó- mótmælanlegum rökum i grein vorri hjer á undan. Þegar höf. færði oss grein þessa, sýndum vjer hon- um einnig fram á þetta, án þess að hann gæti á móti haft, en vildi samt sem áður fá grein þessa tekna i blaðið, og teljum vjer það eigi ofgott, hvorki fyrir hanu nje amtmanninn, því að hún sannar ekki neitt móti því, sem Þjóðólfur hefur sagt um þetta mál. Bitstj. 2) Ekki um framkomu amtmannsins í þessu máli upphajlega, heldur eptir að hann var orðinn skól- anum meðmæltur, en þá var líka framkoma hans orðin gagnstæð því, sem hún hafði upphaflega verið. Ritstj. 3) Vjer leyfum oss að efast ura, að Erlendur sál. hafi nokkurn tima talað við höf. um, hvernig amtmaðurinn hafi upphaflega komið fram í þessu máli. Til þess var hann allt of varkár og hygg- inn maður. Vitaskuld er það, að amtmaðurinn varð síðar með skólanum — sem Þjóðólfur hefur aldrei neitað — en það var ekki fyr en eptir að Erlend- ur var kominn i skólastjórnina, og það var ein- mitt Erlendi að þakka, sem með sinni alkunnu lægni fjekk amtmann á sitt mál. Oss er persónu- lega kunnugra en flestum öðrum um þetta mál, því að vjer áttum opt tal við Erlend um skólann 1884 og framan af árinu 1885, sáum öll brjef, sem honum og amtmanninum fóru á milli fyrst eptir að Erlendur var kosinn í skólastjórnina, og vitum hverri aðferð og lægni hann beitti til að vinna amt- mann í þessu máli. Ritstj. 4) Þetta sýnir best, hvernig landsstjórnin er, að menn skuli vera henni þakklátir fyrir að gera skyldu sína. Slíkt er þó ekki þakklætisvert í sjálfu sjer. Ritstj. settu 6. janúar 18856, talar hann meðal annars um búnaðarskólann á Hólum, og skrifar á þá leið : „Jeg var með 2 öðrum kosinn í skólastjórn hún- aðarskólans í vorið var og hefi því, sem formaður nefndarinnar, ritað amtmanni J. Havsteen og sent honum ýms brjef og mál viðkomandi skólanum og hefur hann svarað þeim öllum ákjósanlega vel, og heitið mjer í prívat-brjefl besta liðsinni i skólamál- inu, og hefur það glatt mig í þessu skólamáli, sem jeg ann allra heilla og framfara, að hafa nú óverð- skuldað notið annars eins trausts og fylgis jafná- gæts manns í annari eins stöðu, sem má sín svo mikils í þessu velferðarmáli“. Þennan vitnisburð veit jeg að þjer viljið eigi rengja, og sannleikans vegna veit jeg einnig, að þjer fúslega ljáið þessari athugasemd rúm i blaði yðar. Keykjavík, 30. des. 1889. Með virðingu JÞórhallur Bjarnarson. ------------- ílr Flóanum, 3. jan. „Sífelldir um- hleypingar enn þá og hafa verið í vet- ur: snjóhryðjur og bleytur skipst á, enda áttin útsunnan optast nær, en mjög frostvægt. Ofviðri hafa komið stöku sinnum, en gert litinn skaða hjer. Heyrst hefur, að járnþak hafi fokið af 2 hey- hlöðum í Ytrihrepp og dálítið af heyi með. Bráðapestin, sem gengið hefur, er nú rjenuð, en aptur ber talsvert á mús- átu i fje, enda músagangur mikill. — Heyrst hefur, að Bangvellingar ætli sjer ekki að senda þá Sighvat og Þorvald optar á þing, — þyki þeim mál komið að hvíla sín lúin bein, en tilnefna nú 2 efnilega bændur í þeirra stað: Eyjólf Guðmundsson í Hvammi á Landi og Þórð Gfuðmundsson i Hala í Holtum. — Jarðarför Boga læknis Pjeturssonar á að fara fram 15. þ. m. að Odda, en ekki sóknarkirkjunni að Keldum. — Kaupfje- lag Árnesinga fær afgangs hinum ,pönt- uðu vörum fyrir sauði sina, ull og hross eitthvað um 6000 kr. alls. Zöllner læt- ur liklega með, að taka þátt í hallanum, sem fjelagið beið af sauðasölunni í Rvik, enda teljum vjer það sjálfskylt. Lakast þykir þó, að hinar pöntuðu útlendu vör- ur eru ekki vel vandaðar. — Dauflega munu menn taka hjer rjettaf'ærsiu fyrir sauðakaupmenn, enda verður hennar varla þörf hjer í sýslu. En i hitt mun þó sýslunefad verða uð skerast til úrráða, ef Norðlendingar færa rjettir sinar, að þvi er til kemur sundurdráttarins á fj e þeirra og Ytri-Hreppsmanna. Hvernig eigum 6) Brjef þetta er skrifað hálfu öðru missiri ept- ir að Erlendur var kosinn í skólastjórnina og sýn- ir að eins, að þá var amtmaður orðinn með skól- anum, en alls ekki, hvernig amtmaður var áður í þessu máli. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.